Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 38
22 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR > TRÚLOFUÐ Leik- og söngkonan Jennifer Hudson er trú- lofuð. Unnusti hennar, David Otunga, sem er sjálfur þekktur úr raun- veruleikaþáttum að nafni I Love New York, bað Jenni- fer á 27 ára af- mæli hennar á föstudaginn var. Unglingar flykktust á tónlistarhátíðina Iceland Music Festival 2008 sem haldin var á Tunglinu um helgina, en hún var sérstaklega fyrir fólk á aldrinum 13-16. Meðal sveitanna sem tróðu upp um helgina voru Sometime, Mammút, Bloodgroup og Dikta, við afar góðar undirtektir gesta. Tónlistarhátíð á Tunglinu Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er á leiðinni í tónleika- ferð austur á land sem hefst á Seyðisfirði í kvöld. „Þetta er bæði það skemmtilegasta og erfiðasta sem ég geri að vera svona berskjaldaður,“ segir Friðrik Ómar en tvennir tón- leikar verða í kirkjum. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður þarf að hafa sig allan við til að standa sig hundrað prósent. Á sama tíma er þetta eitt það mest gefandi sem ég geri að fara út á land því þar er svo mikil nálægð við fólk.“ Með honum í för verður Grétar Örvarsson sem spilar á píanó. Friðrik Ómar hefur áður spilað í kirkjum, bæði með Guðrúnu Gunnarsdóttur og einsamall við hátíðlegar athafnir. Hann segist haga lagavali sínu eftir aðstæðum og lítið verði um Eurovision- slagara, nema hann verði sér- staklega beðinn um það. „Ég er að taka breitt prógram allt frá Villa Vill til Bítlanna og eitthvað af eigin lögum. Svo verð ég með Elvis líka. Þetta verður skemmtileg blanda og ég reyni að spjalla við fólkið á milli,“ segir hann. Eftir tónleikaferðina aust- ur á land ætlar Friðrik ekki að láta þar við syngja heldur syngja í hinum landshlutun- um. „Ætli þetta endi ekki á fimmtán stöðum. Þetta verð- ur hrikalega gaman.“ - fb Berskjaldaður fyrir austan FRIÐRIK OG GRÉTAR Friðrik og Grétar eru á leiðinni í tónleikaferð austur á land. TÓNLEIKAFERÐ FRIÐRIKS 16. sept: Bláa kirkjan, Seyðisfirði 17. sept: Félagsheimilið Mikligarður, Vopna- firði 18. sept: Kirkju- og menn- ingarmiðstöðin Eskifirði 19. sept: Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði Sverrir, Pétur, Katrín og María voru ánægð með framtakið. Þessar vinkonur brostu sínu blíðasta um helgina. Hugi, Benni og Hilmar skemmtu sér vel á Tunglinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I folk@frettabladid.is Björgvin Halldórsson var af Lionsklúbbi Hafnarfjarð- ar valinn Gaflari ársins á laugardaginn. „Ég sagði nú frá því þegar ég kynnti Björgvin að móðir mín hefði alltaf farið inn í stofu og hækkað í radíófóninum þegar hann var þar. Aðeins einn maður naut þeirra for- réttinda, séra Garðar Þorsteinsson, sem söng inn á plötu með Fóst- bræðrum,“ segir Lionsmaðurinn Gissur V. Kristjánsson. Á laugardaginn heiðraði Lions- klúbbur Hafnarfjarðar poppgoðið Björgvin Halldórsson með því að sæma hann titlinum Gaflari ársins árið 2008. Var af því tilefni haldinn sérstakur Gaflaradagur í Hafnar- firði en þá hófst sala barmmerkis Lionsklúbbsins. Að sögn Gissurar er nafn Björgvins Halldórssonar hið áttunda í sögu farandbikarsins. Aðrir eru Sigurbergur Sveinsson í Fjarðarkaupum, Örn Arnarson sundkappi, Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari, Guðrún Lárus- dóttir, útgerðarmaður hjá Stálskip- um, Jóhannes Viðar Bjarnason kenndur við Fjörukrána, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hulda Runólfsdóttir, kennari og leikkona. „Það er mikill heiður að vera kominn í þennan góða hóp mætra Hafnfirðinga. Að vera kosinn Gaflari ársins af einum elsta Lionsklúbbi landsins er mikill heiður,“ segir Björgvin. „Ég er fæddur og uppalinn í Firðinum og stoltur af því. Ég er hræddur um að ég verði ekki aðeins Gaflari ársins 2008 til 2009 heldur Gafl- ari alla mína lífstíð. Áfram Hafnarfjörður!“ segir söngvar- inn dáði. „Björgvin hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu Hafnfirð- inga sem og landsmanna allra,“ segir Gissur og nefnir að Björg- vin hafi svo sem verið vel að þess- um titli kominn lengi. En hann standi nú á hátindi ferils síns. Kosning Gaflara ársins er aðeins meðal félaga í Lionsklúbbi Hafnar- fjarðar og haft að leiðarljósi að velja einstakling sem hefur með störfum sínum og framkomu skarað fram úr Hafnarfirði til aukins frama. „Annað sem réði valinu var að Björgvin tók virkan þátt í undirbúningi hundrað ára afmælisdagskrár Hafnarfjarðar, var í undirbúningsnefndinni, söng sjálfur á tónleikum og studdi við bakið á öðrum,“ segir Gissur. jakob@frettabladid.is Bó á toppnum STOLTUR GAFLARI Björgvin, ásamt konu sinni Ragnheiði B. Reynisdóttur, tekur við viðurkenningunni frá Gissuri. Frábær dagskrá! Verð aðeins 6.900 krónur á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Allar nánari upplýsingar á www.kfum.is Bókanir í síma 588-8899 Mæðgnafl okkar í Vindáshlíð 26. - 28. september og 3. - 5. október 2008. og þú gefur 1.000 kr. og þú gefur 3.000 kr. og þú gefur 5.000 kr. Hringdu núna: 904 1000 I 904 3000 I 904 5000 Taktu þátt í landssöfnun sem miðar að því að lækning finnist við mænuskaða. Það gefur fjölda fólks um heim allan von um að ganga á ný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.