Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 46
30 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hróss, 6. ryk, 8. erfiði, 9. útdeildi, 11. bókstafur, 12. sljóvga, 14. einkennis, 16. sláturfélag, 17. gagn, 18. kvenkyns hundur, 20. peninga, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. reigingslegur gangur, 3. hola, 4. sýklalyf, 5. berja, 7. land í SA-Asíu, 10. óvild, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. stykki, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. im, 8. púl, 9. gaf, 11. ká, 12. slæva, 14. aðals, 16. ss, 17. nyt, 18. tík, 20. fé, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. op, 4. fúkalyf, 5. slá, 7. malasía, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. stk, 19. kr. „Ég fæ mér yfirleitt hafragraut með smá múslí og sojamjólk og kaffi. Til hátíðabrigða eru það heit rúnstykki, gott álegg og ný- pressaður djús úr djúsvélinni.“ Eva Margrét Kristinsdóttir, laganemi og fyrrverandi handboltakona. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Kafbát. 2 Buff. 3 Tryggvi Guðmundsson. „Þetta kom svo sem ekkert á óvart. Ég var búinn að spá í vor að þetta yrði gert,“ segir Jónatan Garðarsson Eurovison-sérfræð- ingur. Ákveðið hefur verið að dóm- nefndir frá þátttökuþjóðunum í Eurovision muni á nýjan leik taka þátt í að velja sigurlag keppninn- ar, sem verður haldin í Moskvu næsta vor. Dómnefndirnar fá núna að dæma í úrslitunum en almenning- ur kýs áfram þjóðirnar sem kom- ast upp úr undanúrslitunum í símakosningu. Ekki hefur verið ákveðið hversu mikið vægi dóm- nefndin mun hafa í úrslitunum á móti atkvæðum úr símakosningu. Talið er að vægið verði í mesta lagi fimmtíu prósent. „Það hefur verið markviss stefna að láta almenning ráða för en núna var grenndaratkvæða- greiðsla mjög áberandi,“ segir Jónatan um síðustu keppni og nefnir Norðurlönd sem sterkasta dæmið auk ákveðinna svæða í Austur-Evrópu. Íslendingar virð- ast því ekki alsaklausir af eigin samsæriskenningum um að frændþjóðirnar gefi hver öðrum flest stig. Jónatan segist ekki geta sagt til um það hvort þetta breytta fyrir- komulag eigi eftir að koma Íslandi illa en í vor varð Eurobandið fyrst Íslendinga til að komast upp úr undankeppninni frá því hún var sett á laggirnar árið 2004. Undanfarin ár hafa dómnefndir eingöngu verið notaðar sem vara- skeifa í Eurovision-keppninni ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í síðustu keppni var reyndar tíunda lagið sem komst upp úr undan- keppninni valið af dómnefndum en þar fyrir utan hafa þær haft ákaflega lítið að segja, þar til nú. - fb Breytt fyrirkomulag í Eurovision EUROBANDIÐ Eurobandið lenti í fjórtánda sæti í síðustu Eurovision-keppni sem var haldin í Belgrad. Mikið og veglegt kvennatengslaboð var haldið á heimili Ragnhildar Magnúsdóttur útvarpskonu á föstudagskvöld. Boðið var haldið að frumkvæði Ragnhildar og Ernu Kaaber sem bauð upp á dýr- indis fisk frá veitingastað sínum, Icelandic Fish & Chips. Yfir fimmtíu konur létu sjá sig þetta kvöld. Þeirra á meðal voru Oddný Sturludóttir borgar- fulltrúi, Marsibil Sæmundardóttir framsóknarkona, Agnieszka Baranowska stílisti og blaðakonurnar Lára Ómarsdóttir og Elín Arnar. Fíton vinnur nú að sínu árlega blaði en útgáfa þess vekur jafnan athygli í auglýsingageiranum. Yfirumsjón með blaðinu hefur Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason. Meðal efnis í blaðinu er viðamikil grein og forvitnileg um það sem telja má hneykslanlegt í auglýsingum. Allstór hópur hefur verið beðinn um að nefna þrjú til fimm atriði þar sem farið hefur verið yfir ákveðna grensu – hvort allt sé leyfi- legt í auglýsingum? Hlynur Sigurðsson, sem áður var með fasteignasjónvarpið, er kominn heim frá námi við CBS, Copenhag- en Busi ness School. Hann hefur nú tekið við starfi sem upplýs- ingafulltrúi Latabæjar en þar hafa ýmsir verið fyrir svo sem Telma Tómasson, Kjartan Kjartansson og Kristján Kristjáns- son. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að Stefán Karl Stefánsson hefur sagt skilið við hópinn en þeir Hlynur eru æsku- félagar og voru saman í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði á sínum tíma. - hdm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég held að það hafi verið glamp- inn á hafinu sem tældi okkur út í,“ segir myndlistarmaðurinn Har- aldur Jónsson um Sjósundfélagið Margréti sem var stofnað í byrjun sumars og stunda félagarnir sjó- sund í Nauthólsvíkinni. „Við höfum verið að frá því í byrjun júní og förum þrisvar til fjórum sinnum í viku. Margrét Blöndal er formaður hópsins og við erum um tíu talsins þegar allir mæta. Þetta spyrst bara út, svona eins og Facebook,“ útskýrir Har- aldur, en í hópnum eru meðal ann- ars Sigríður Þorgeirsdóttir heim- spekingur, Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarkona og yngsti meðlimurinn er Ragnar Kjartansson listamaður. „Margrét átti hugmyndina að þessu þegar ég var að ganga með henni í Naut- hólsvíkinni í vor. Hún var með sundbol á sér og við ákváðum bara að stinga okkur út í,“ segir Har- aldur og viðurkennir að sundið hafi verið erfitt í upphafi. „Þetta var eins og að fá raflost fyrst, en í annað sinn var maður strax miklu rólegri og í þriðja skipti var maður alveg í klukku- tíma. Þetta er svona hluti af þess- ari sjálfsvinnu, að vera Íslending- ur og sigrast á máttarvöldunum. Við höfum verið svo hrædd við öræfin og sjóinn, en eftir að maður fór að stunda sjósund skil- ur maður það ekki. Faðmur er not- aður sem mælieining á sjó og nú skil ég hugmyndina á bakvið mælieininguna, því sjórinn faðm- ar mann að sér.“ Aðspurður segir hann hópinn ekki láta misjafnt veður hafa áhrif á sig. „Við förum í öllum veðrum, jafnvel þó það sé úfinn sjór. Stund- um syndum við til Kópavogs eða eftir ákveðinni sjósundsbraut og ég sé ekki annað í spilunum en að við munum stunda þetta í allan vetur því fólk hefur verið að stunda sjósund allt árið um kring,“ segir Haraldur að lokum. alma@frettabladid.is HARALDUR JÓNSSON: LISTAMENN Í SJÓSUNDFÉLAGINU MARGRÉTI Fá innblástur í köldum sjó SJÓSUNDFÉLAGIÐ MARGRÉT Haraldur segir hópinn stunda sjósund þrisvar til fjórum sinnum í viku í Nauthólsvíkinni, sama hvernig viðrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég var að koma úr berjaferð úr Fljótunum. Og það er eins og enginn hafi komið í brekkurnar. Þetta er dýrðlegt. Blíðan þannig og veðurlagið að það er heldur betur verið að framlengja sumarið hjá manni,“ segir frægasti berja- tínslumaður landsins: Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Sveinn Rúnar segist aldrei hafa upplifað annað eins berjasumar og nú. „Það er oft þannig að fjarlægðin gerir fjöllin blá og oft er eitthvað úr bernsku stórkostlegt. En berja- sprettan nú slær það út. Og ótrúlega langur tími sem gefist hefur til tínslu eða tveir mán- uðir sem er ótrúlegt.“ Læknirinn góði og bar- áttumaðurinn hefur stundað berjamó frá því í frumbernsku. En hefur undanfarin tuttugu til þrjátíu ár farið gagngert á haustin til að tína ber. Og tekur frá sérstaklega í það tvær til þrjár vikur af sumarfríi sínu hvert ár. Sveinn segist ekki vita hvað hann er búinn að tína mikið enda sé þetta spurning um gæði en ekki magn. „Ég er enginn dugnaðarforkur í þessu frekar en öðru. En ísskápurinn sem er ætlaður eingöngu undir saft er fullur og kistan orðin pökkuð af berjaöskum. Krækiber í hrásaftina fyrst og fremst og aðalbláber í frysti í berja- öskjum og til daglegs brúks. Ber allt árið. Að ógleymdri aðalbláberjasaftinni. Björk [Vil- helmsdóttir borgarfulltrúi kona Sveins] hefur gert tilraun með að blanda aðalbláberjum og bláberjum í dýrðlega saft og það hefur komið mjög vel út.“ Sveinn segist ekki merkja að það færist í aukana að fólk fari í berjamó. „Því miður get ég ekki verið viss um það. Allt of fáir fara í berjamó. Ægilegt til þess að hugsa hversu mikil verðmæti fara til spillis núna og undir snjó. en það er enn ekki of seint að fara í berja- mó.“ - jbg Hefur aldrei séð aðra eins berjasprettu SVEINN Í BERJAMÓ Læknirinn, sem hlýtur að teljast frægasti berjatínslumaður landins, hefur aldrei upplif- að aðra eins sprettu. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.