Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 17. september 2008 — 253. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Karl Sverrisson á nokkur óhefð-bundin ferðalög að baki og starf-aði meðal annars hjá Stefáni Hrafni Magnússyni, hreindýra-bónda á Grænlandi, sumarið 2003. „Það kom þannig til að kunningi minn sem var að vinna hjá Stefánihafði samb d en þeim fjölgar svo í kringum sláturtíð,“ útskýrir Karl, sem segir einsemdina í óbyggðunum ekki hafa fengið á sig og að hann hafi komið endurnærður til baka„Yfir sumarið v hönd, skreið yfir hálfan dalinn og skaut dýrið á meðan við héldum áfram að borða.“Karl lumar á fleiri æ i ýen h Ævintýralegt sumar í óbyggðum GrænlandsVélstjórinn Karl Sverrisson fer ekki troðnar slóðir þegar hann ferðast út í heim og gauki einhver að hon- um skemmtilegri ævintýrahugmynd slær hann gjarnan til. Karl Sverrisson á nokkur óhefðbundin ferðalög að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR • 5 tímar í skvass• 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling• 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar• frír mánuður fyrir vin• tækjakennsla • bolur • brúsi SportKlúbburinn BremsuhlutirDi DVD-SPILARI er tilvalinn í bílinn þegar leggja á af stað í lengri ferðalög með fjölskylduna. Þá getur yngsta kynslóðin haft gaman af því að horfa á myndir eins og Bubbi byggir í spilaranum á meðan sú eldri getur notið alls þess sem íslenskt landslag hefur upp á að bjóða. VEÐRIÐ Í DAG Trukkabílstjórar skemmta sér Dóri tjakkur býst við þúsund bílstjórum á Players um helgina. FÓLK 30 ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Leikarar keppa í tetris með lifandi þátttakendum Safna fé fyrir mænuskaddaða. FÓLK 30 Hendrix í Hafnarfirði Tónlistarmannin- um Ágústi Erni Gústafssyni er líkt við Jimi Hendrix. FÓLK 24 Íslenska „kreppan“ „Það er ólíku saman að jafna ástandinu sem ríkti hér á landi fyrir tuttugu árum í aðdraganda þjóðar- sáttarinnar og stöðunni í dag,“ skrifar Víglundur Þorsteinsson. UMRÆÐAN 17 VIÐSKIPTI „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkað- ir,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Rekstur XL Leisure gekk illa og fór félagið í þrot fyrir helgi. Þar með féll ríflega 25 milljarða króna ábyrgð á Eimskipafélagið. Fram hefur komið að stjórnendur reyndu að endurfjármagna félagið fram á síðasta dag. Björg ólfsfeðgar segjast munu taka ábyrgðina yfir svo hún falli ekki á félagið. Það kann að baka þeim yfirtökuskyldu í Eimskipafélaginu, eftir því sem Fjármálaeftirlitið segir. Magnús Stephensen, einn eigenda XL og stjórnar- maður, kannast ekki við að neinum tilboðum um endurfjármögnun félagsins hafi verið hafnað. „Allar tillögur voru á umræðustigi,“ segir Magnús Steph- ensen. Þær hafi allar verið háðar skilyrðum um rekstur sem félagið hefði ekki endilega getað uppfyllt. - ikh / sjá Markaðinn Stjórnarformaður XL og stjórnarmaður segja ólíkar sögur um endurfjármögnun: Segir XL hafa hafnað boði um endurfjármögnun í fyrra HVASST AUSTAN TIL Í fyrstu verð- ur sunnan stormur austan til á land- inu annars 8-15 m/s. Lægir heldur í dag. Mikil rigning á SA-landi annars skúrir en yfirleitt þurrt norðaustan til. Hiti 10-17 stig. VEÐUR 4 11 15 14 12 12 KARL SVERRISSON Átti ævintýralegt sumar á Grænlandi • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS KAMILLA INGIBERGSDÓTTIR Frumkvöðlastarf í fjöl- menningarsamfélagi Alþjóðahúsið hefur opnað útibú í Breiðholti. TÍMAMÓT 20 RÁN Í VERSLUN Í KÓPAVOGI Rán var framið í Skólavörubúðinni í Kópavogi í gærdag. Lögreglan rannsakaði verksummerki í versluninni. Eftir greinargóða lýsingu starfsfólks hafði lögregla upp á mönnunum síðdegis í gær. Sigurbjörg Jóhannesdóttir hafði afskipti af mönnunum í versluninni og ógnuðu ræningjarnir henni með hnífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Þrír menn stálu fartölvu í Skólavörubúðinni við Smiðjuveg í Kópavogi í gær. Þeir komu inn í verslunina með nokkrum bægslagangi um klukkan 14.30 og dvöldu þar nokkra stund. Einn þeirra laumaði síðan fartölvu inn á sig. Sigurbjörg Jóhannesdóttir varð vitni að því og hafði afskipti af mönnunum. „Ég hrópaði á þá og spurði hvað þeir væru að gera. Þá barði einn þeirra mig í hand- legginn og annar ógnaði mér með hníf. Þá bakkaði ég frá og leyfði þeim að hlaupa út með tölvuna. Þetta var alveg skelfilegt og ég titra öll og skelf,“ segir Sigurbjörg. Þetta er annað ránið í Skólavörubúðinni á skömmum tíma. Lögregla handtók þrjá menn grunaða um verknaðinn um klukkan 17 í gær. -kóp / sjá síðu 4 Rán í Skólavörubúðinni: Afgreiðslukona titraði og skalf EFNAHAGSMÁL Sé ætlunin að nota áfram íslenska krónu er nauðsyn- legt að búa henni styrkari umgjörð er nú er. Meðal annars þyrfti að stórauka gjaldeyrisvara- forða Seðlabankans. Slíkt, eitt og sér, kostar minnst 25 milljarða króna á ári. Að þessu kemst gjaldmiðils- nefnd Framsóknarflokksins sem í gær kynnti skýrslu um greiningu á gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar og kosti og galla í þeim efnum. Við það tilefni lýsti Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við HÍ, sögu krónunnar sem nánast einni samfelldri hrakfallasögu. Lykill að farsælli siglingu út úr ágjöfinni sé trúverðug stefna til langtíma, ekki smáskammtalækningar á borð við þær sem stundaðar hafi verið áður fyrr. - bþs / sjá síðu 12 Efling gjaldeyrisvaraforðans: Kostar 25 millj- arða króna á ári Gerrard sá um Frakkana Ensku liðin Chel- sea og Liverpool byrjuðu vel í Meistaradeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 KJARAMÁL Verkfalli ljósmæðra, sem átti að hefjast á miðnætti í gær, var aflýst eftir að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti Ásmundur fund með Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra um kjaramál ljósmæðra í fyrradag og var miðlunartillagan borin fram í framhaldi af þeim fundi. Kveðið er á um að trúnaður gildi um tillöguna þar til atkvæði hafa verið greidd um hana. Sam- kvæmt heimildum blaðsins eykst kostnaður ríkisins vegna nýs samnings við ljósmæður um 21 prósent. Mismunandi er hve mikið ljós- mæður hækka í launum en sam- kvæmt heimildum fá ákveðnir hópar þeirra allt að 21 prósents kauphækkun. Ljósmæður höfðu krafist 25 prósenta hækkunar. Þá gerir tillagan ráð fyrir því að ríkið kaupi af þeim Vísindasjóð en ekki fengust frekari upplýsingar um hvernig staðið yrði að þessum breytingum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, vildi ekki tjá sig um útfærslu tillögunnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hana eftir fund í gærkvöldi. Hún sagði þó: „Þetta er alls ekki það sem við settum upp sem okkar kröfu og við náum engan veginn þessum launamun sem er á okkur og öðrum sambærilegum stéttum. En við höfum talað fyrir þessari tillögu og verðum að sjá hvort ljósmæður kjósa hana eða hafna henni.“ Ásmundur minnti á að tillagan hefði verið neyðarúrræði ríkis- sáttasemjara. „Ég gerði mér grein fyrir að málið var komið í fullkominn hnút.“ Tillögurnar voru kynntar ljós- mæðrum á fundi í Reykjavík í gærkvöldi og til stendur að kynna þær ljósmæðrum á Akureyri klukkan 11 í dag. Rafræn kosning hefst svo um tillöguna um hádegi í dag og stendur hún til hádegis á föstudag. Einnig var samþykkt að féllust ljósmæður á tillöguna yrði málshöfðun fjármálaráðherra gegn ljósmæðrum vegna meintra ólögmætra uppsagna látin niður falla enda hafi Ljósmæðrafélagið hvatt til þess að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. - kdk Ljósmæður fá allt að 21 prósents hækkun Verkfalli ljósmæðra var aflýst í gærkvöldi eftir að ríkissáttasemjari bar fram miðlunartillögu. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tillögurnar alls ekki í samræmi við þeirra kröfur. Formaðurinn talar samt fyrir tillögunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.