Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 2
2 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Baldur, eru þessar reglur alveg út úr kú? „Það má segja að þær séu barn síns tíma.“ Landssamband kúabænda vill að sölubann á ógerilsneyddri mjólk verði endurskoðað. Baldur Helgi Benjamínsson er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag TÓMSTUNDIR „Það má orða þetta svona, þetta er það skemmtileg- asta sem hægt er að gera í fötum,“ segir Inger Ericson, skotveiðikona um þá nautn sem hún segir felast í skotfimi. Svo mikill er áhugi henn- ar að hún hélt í gærmorgun til Skotlands til að taka þátt í skot - fimikeppninni Ladies Internation- al Grand Prix. Inger hreppti fyrsta sæti í hagla- byssuskotfimi á lokamóti Skot- íþróttafélags Hafnarfjarðar sem haldið var í síðasta mánuði. Í öðru sæti var Anný Björk Guðmunds- dóttir en hún keppir einnig í Skot- landi. Inger segir þær stöllur hafa brugðið sér á eina skotæfingu hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar fyrir um tveimur árum og ekki hafi verið aftur snúið eftir það. Inger gefur þó lítið fyrir að hæfi- leikar einir hafi ráðið för eða eins og hún segir: „Maður fer nú ansi langt á áhuganum en hann er kannski aðeins meiri en getan.“ Áhugi þeirra Ingerar og Annýjar er reyndar það mikill að fyrir um ári tóku þær við forystu kvenna- deildar Skotíþróttafélag Hafnar- fjarðar og hefur kvennastarfið eflst mjög og æfa nú um það bil sextán konur vikulega. Þar fyrir utan hafa þær Anný vakið svo mik- inn áhuga hjá aðstandendum keppninnar Ladies International Grand Prix að stefnt er að því að halda mótið hér á landi árið 2010. Inger starfar sem skrifstofu- stjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki og Anný er rafvirki. „Þess á milli erum við mæður,“ segir Inger sem segir það af og frá að konur þurfi að vera karlalegar til að vera góðar skyttur, hvað þá að þær séu verri skyttur en karlar. Það að hafa hæfilegan skammt af hagsýnu hús- móðurinni með í för á hreindýra- veiðar komi sér til að mynda mjög vel. „Þeir gerðu grín að því karl- arnir sem tóku á móti kjötinu í kælingu að karlarnir mættu nú læra eitthvað af okkur konunum þar sem dýrin hjá þeim voru svo illa skotin,“ segir Inger og hlær en útskýrir því næst að hagsýn hús- móðir vandi sig mjög áður en hún lætur skotið ríða af svo sem minnst af kjötinu fari forgörðum. karen@frettabladid.is Veiðikonur keppa í skotfimi í Skotlandi Alþjóðleg skotfimikeppni kvenna verður líklega haldin á Íslandi árið 2010. Ástæðan er sú að aðstandendur keppninar hafa fengið áhuga á tveimur íslensk- um skotfimikonum. Þær segja gott að vera hagsýn húsmóðir við veiðar. VELSKOTINN TARFUR Inger segir það skilyrði að borða það sem veitt er. Góð húsmóðir miði vel áður en hún hleypir af svo sem mest af kjötinu verði nýtilegt. MYND/INGER VIÐSKIPTI „Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum og gengi hávaxtamynta lækkað mikið, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálms- dóttir, hagfræðingur hjá Grein- ingu Glitnis. Gengi krónunnar veiktist um 1,2 prósent í gær og hefur það aldrei verið veikara. Gengisvísi- talan endaði í tæpum 171,7 stigum og hefur aldrei verið hærri. Bandaríkjadalur kostaði í lok gærdagsins 92,3 krónur og hefur dalurinn ekki verið dýrari gagnvart krónu síðan í lok maí árið 2002. - jab Dalurinn ekki dýrari í sex ár: Krónan aldrei verið veikari VERÐBRÉF Gengi Decode, móðurfé- lags Íslenskrar erfðagreiningar, hafði í gærkvöldi lækkað um 27,5 prósent frá því viðskipti hófust í gærmorgun. Gengi Decode var í 50 sentum á hlut í gærkvöldi, og hefur aldrei verið lægra. Á síðastliðnu ári hafa bréfin hæst farið í um 4,40 dali á hlut í desember í fyrra. Andvirði hlutabréfa í félaginu er því einungis um ellefu prósent af því sem var á þeim tíma. Áður en félagið var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York náði gengi á bréfum félagsins rúmlega 60 krónum á hlut á gráa markaðinum. -bj Gengi Decode hrynur áfram: Lækkaði um 28 prósent í gær SLYS Banaslys varð á Siglufjarðar- vegi í gærmorgun. Ökumaður ók út af þjóðveginum á Höfðaströnd, norðan við Hofsós við Skagafjörð og hafnaði úti í sjó. Maðurinn sem lést var á fertugsaldri. Hann var einn í bílnum þegar slysið varð. Samkvæmt lögreglunni á Sauðárkróki fannst bíllinn um tíuleytið í gærmorgun. Bíllinn hafði farið fram af um það bil 15 metra háum klettum. Ökumaður- inn var látinn þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Þetta er tíunda bana- slysið í umferðinni á árinu. - kdk Tíunda banaslysið á árinu: Banaslys varð á Siglufjarðarvegi Á SLYSSTAÐ Bíllinn fannst fyrir neðan klettabrún. MYND/FEYKIR GEORGÍA, AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmda- stjóri NATO, segir að rússneskir skriðdrekar og hermenn geti ekki komið í veg fyrir að Georgía gangi í Atlantshafs- bandalagið. Hann viðurkenndi þó að afar skiptar skoðanir væru um það, innan NATO, hve lengi Georgíu- búar þurfi að bíða eftir því að fá aðild. De Hoop Scheffer var staddur í Georgíu í gær ásamt sendiherr- um allra aðildarríkja bandalags- ins. Sendinefndin kom meðal annars til Gori, borgar sem varð fyrir sprengjuárásum Rússa í Suður-Ossetíustríðinu fyrir fáeinum vikum. - gb Framkvæmdastjóri NATO: Aðild Georgíu er enn möguleg JAAP DE HOOP SCHEFFER DÓMSMÁL „Ég minnist þess ekki að málflutningur af þessu tagi hafi áður farið fram fyrir Hæstarétti,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Embættið hefur óskað eftir áframhaldandi farbanni yfir manni sem falsaði bankaábyrgðir fyrir tugi milljarða króna. Þar á meðal er ábyrgð upp á einar 200 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um átján milljörðum króna, sem kynni að þurfa að greiðast. Maðurinn stýrði Verðbréfaþjón- ustu sparisjóðanna, sem nú heyrir sögunni til. Hann hefur verið í far- banni frá því í apríl í fyrra. „Fróðir menn segja mér að þetta sé Norðurlandamet,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi manns- ins. Fullvíst þykir að enginn Íslend- ingur hafi áður setið jafn lengi í far- banni. „Málið er nú fyrir Hæstarétti í áttunda sinn,“ segir Sveinn Andri. Helgi Magnús segir ótta um að maðurinn fari úr landi, verði far- banninu aflétt. Málflutningurinn fyrir Hæstarétti í gær tók um tvær klukkustundir. Dómarar vörðu megninu af tímanum í að spyrja saksóknara hvers vegna þörf væri á áframhaldandi banni. Helgi Magn- ús segir að brotið nái til margra landa og svona rannsóknir séu tíma- frekar. „Ég verð að segja að ef menn brjóta af sér á alþjóðavísu þá verða þeir að þola að rannsóknin taki tíma.“ Sex ára fangelsi liggur við brot- um mannsins, verði hann sakfelld- ur. - ikh Maður hefur setið í farbanni frá því í apríl í fyrra, lengur en nokkur annar: Átta sinnum til Hæstaréttar SVEINN ANDRI SVEINSSON HELGI MAGNÚS GUNNARSSON BORGARMÁL Samþykkt var í borg- arstjórn í gær að gerð verði myndastytta af Tómasi Guð- mundssyni og henni komið fyrir á áberandi stað í borginni. Kjartan Magnússon, formaður menningarnefndar, segir Tómas skipa svo mikilvægan sess í hugum og hjörtum borgarbúa að vel fari á að reisa styttu af honum, í hvaða formi sem hún verður. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar hún verður staðsett. „Við sjáum fyrir okkur að hún gæti verið í Hljómskálagarðinum eða við Tón- listarhúsið, það kemur í ljós,“ segir Kjartan. Fulltrúar VG og Samfylkingar sátu hjá og bókuðu gegn hugmynd- inni. Svandís Svavarsdóttir í VG segir hana ekki samrýmast nútíma hugmyndum um list í opinberu rými. „Auk þess er hún menguð karllægum viðhorfum. Þetta er í raun gamaldags og stirð tillaga sem ekki er í anda leikandi skáld- skapar Tómasar Guðmundssonar né heldur hins Reykjavíkurskálds- ins, Steins Steinarr. Skáld eins og Tómas Guðmundsson lifir í ljóðum sínum fyrst og fremst og gerir væntanlega áfram.“ Kjartan segir gott að taka umræðu um myndastyttur og bendir á vinnu við minnismerki um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. „Borgarskáldið á hins vegar að vera hafið yfir pólitíska rétthugs- un og umræðu um kynjakvóta,“ segir Kjartan. Hann vonast til að hægt verði að afhjúpa styttuna á kjörtímabilinu. - kóp Borgarstjórn samþykkir að reisa styttu af borgarskáldinu: Stytta af Tómasi verður reist TÓMAS GUÐMUNDSSON Stytta verður reist af borgarskáldinu og komið fyrir í Reykja- vík. Hún verður líklega afhjúpuð á kjörtímabilinu. FERÐAIÐNAÐUR Verja á allt að hundrað milljónum í að kynna Ísland á erlendri grund sem áhuga- verðan áfangastað ferðamanna í haust og vetur. „Það er verið að lengja ferða- mannatímann,“ segir Össur Skarp- héðinsson ráðherra ferðamála. Með þessari herferð er verið að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í ferðaþjónustu á heimsvísu. Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneyt- inu að nú sé mun hagkvæmara fyrir erlenda ferðamenn að koma til landsins en verið hefur. Helmingur fjárins kemur úr ríkissjóði, en afgangurinn er framlag ferðaþjónustufyrirækja. - ss Ísland kynnt úti í heimi: Reyna að selja norðurljósin SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.