Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 6
6 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Ert þú sammála því að króna og evra séu einu raunhæfu kost- irnir sem framtíðargjaldmiðill Íslands? Já 59% Nei 41% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að einn eða fleiri íslenskur banki verði gjaldþrota í efnahagskreppunni sem nú stendur yfir? Segðu þína skoðun á visir.is UTANRÍKISMÁL Jan Eliasson, fyrr- verandi utanríkisráðherra Sví- þjóðar, mun taka virkan þátt í lokabaráttu íslenskra stjórnvalda fyrir sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, og funda með full- trúum ríkja SÞ fyrir Íslands hönd. Þetta er hluti viðamikillar sam- vinnu Íslands og hinna Norður- landaþjóðanna, sem styðja fram- boð Íslands, segir Kristín A. Árnadóttir, framkvæmdastjóri framboðs Íslands. „Þetta er þungaviktarmaður, vel virtur og vel þekktur,“ segir Krist- ín. Eliasson var áður fastafulltrúi Svíþjóðar, og síðar forseti alls- herjarþings SÞ. Frá desember 2006 hefur hann sinnt starfi sér- staks sendifulltrúa framkvæmda- stjóra SÞ í Darfúrhéraði í Súdan. Kosið verður milli Íslands, Aust- urríkis og Tyrklands um tvö laus sæti í ráðinu fyrir árin 2009 og 2010 þann 17. október. Spurð um möguleika Íslands segir Kristín að þjóðirnar þrjár hafi allar sterka stöðu. Fjórir íslenskir sendiherrar munu starfa að framboðinu í höf- uðstöðvum SÞ í New York vikurn- ar fyrir kosningarnar, auk sendi- nefndar Íslands og sendinefnda hinna Norðurlandanna hjá SÞ. Það er hluti af hernaðaráætlun íslenskra stjórnvalda fyrir þær vikur sem eftir eru fram að kosn- ingum. Þá munu bæði utanríkis- ráðherra, forsætisráðherra og for- seti Íslands vinna að framboðinu á vettvangi SÞ í New York. - bj Lokaspretturinn í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna framundan: Þungaviktarmaður leggur lið JAN ELIASSON Mikill fengur þykir í því að hafa fengið fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar til liðs við framboð Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Fréttastofur Stöðvar 2 og vefmiðilsins Vísis voru samein- aðar í gær. Óskar Hrafn Þorvalds- son var ráðinn fréttastjóri samein- aðrar fréttastofu en hann hefur verið ritstjóri Vísis í um ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjöl- miðlafyrirtækinu 365, sem gefur einnig út Fréttablaðið, eru breyt- ingarnar liður í skipulagsbreyting- um sem miða að því að efla frétta- stofuna og ná meiri samlegð í rekstri Stöðvar 2, Vísis og Bylgj- unnar. Óskar Hrafn segir að sér lítist ljómandi vel á nýja starfið og að vonandi muni áhorfendur taka eftir breytingum fljótlega. Hann vildi ekki skýra nánar hvaða breytingar væru fyrirhugaðar. Sameining fréttastofanna er ekki sparnaðarráðstöfun í sjálfu sér, segir Óskar. „Auðvitað vilja menn hámarka arðsemi en ég held að þetta snúist eingöngu um að búa til öfluga fréttastofu.“ Óskar segir að ekki sé gert ráð fyrir því að starfsmönnum verði fækkað vegna þessara breytinga. Steingrímur Sævarr Ólafsson lét í gær af störfum sem fréttastjóri Stöðvar 2. Hann sagði í gærkvöldi óráðið hvort hann taki við öðru starfi innan 365 eða láti af störfum hjá fyrirtækinu. „Ég tel mig hafa verið á réttri leið með fréttastofuna, og það hljóta alltaf að vera vonbrigði að fá ekki að fylgja því eftir sem maður hefur verið að gera,“ sagði Steingrímur. Blendnar tilfinningar Fréttastofur útvarps og sjónvarps hjá RÚV hafa verið sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Óðinn Jónsson, sem áður var fréttastjóri útvarps, verður frétta- stjóri. Elín Hirst, sem gegndi stöðu fréttastjóra sjónvarps, verð- ur hvorki frétta- né varafrétta- stjóri. Blendnar tilfinningar voru á meðal starfsmanna RÚV á fundi þar sem breytingin var tilkynnt. Páll Magnússon útvarpsstjóri full- vissaði starfsmenn um að starfs- fólki yrði ekki sagt upp í kjölfar sameiningarinnar. Heyra mátti á starfsmönnum að ekki voru allir vissir um að sú fullyrðing stæðist til langs tíma. Elín Hirst tók til máls og sagðist styðja sameininguna og hafa gert lengi enda væri hugmyndin ekki ný af nálinni. Hún ætlaði þó ekki að neita því að hún hefði kosið að leiða starfið. Hún væri hins vegar ekki á förum og mundi máta sig sem undirmaður Óðins Jónssonar. Varafréttastjórar hinnar sam- eiginlegu fréttastofu eru Broddi Broddason, Ingólfur Bjarni Sig- fússon, Margrét Marteinsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Íþróttadeildin, sem áður var undir innlendri dagskrárdeild, færist nú undir fréttastofuna. Þá heyra svæðisstöðvar og ritstjórn ruv.is einnig undir fréttastofuna. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttastofur sameinaðar hjá Ríkisútvarpinu og 365 Breytingar urðu á fréttastofum Ríkisútvarpsins og 365 í gær. Fréttastofur Stöðvar 2 og vefmiðilsins Vísis sameinuðust, sem og fréttastofur RÚV. Fullyrt er að ekki muni koma til uppsagna vegna breytinganna. ÓÐINN JÓNSSON FUNDUR HJÁ 365 Ari Edwald, forstjóri 365, kynnti breytingar á fréttastofum Stöðvar 2 og Vísis á fundi með starfsmönnum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FUNDUR HJÁ RÚV Tilkynnt var um breytingar á fréttastofum Ríkisútvarpsins á starfsmannafundi í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁTTÚRA Um 30 tonna bjarg hrundi niður úr Klifi, sem er fyrir ofan hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum, um hádegis- bilið í gær. Valt það fyrsta spölinn eftir göngustíg sem liggur upp í Klif. „Það er hæpið að tengja þetta við hræringarnar á Suðurlandi,“ segir Yngvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. „En það er hraun uppi á toppnum á Klifinu sem er allt krosssprungið og sennilega er rigningin að skola eitthvað undan þessu með þessum afleiðingum. Það hefur verið að hrynja svolítið niður að undan- förnu svo það getur verið að skjálftinn í vor hafi hróflað eitthvað við þessu.“ Hann segir Eyjamenn þekkja hætturnar í umhverfi sínu en þó mætti brýna fyrir mönnum að hafa varann á undir Klifinu, sérstaklega þegar rignir. - jse Hrun úr Klifinu í Eyjum: Bjarg fór eftir göngustíg KOMIÐ ÚR KLIFI Yngvar stendur hér hjá bjarginu. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON DÓMSMÁL Tveir rúmlega þrítugir menn voru í gær dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa vegabréfum sem ekki stóðust skoðun við komu þeirra til landsins nýverið. Báðir mennirnir játuðu sök. Fyrri maðurinn, 31 árs gamall Angólabúi, framvísaði sænsku vegabréfi í eigu annars manns við komuna til landsins þann 9. september. Hann var dæmdur fyrir misnotkun skjala. Síðari maðurinn, þrítugur Indverji, vísaði fölsuðu vegabréfi við komuna til Keflavíkur í gær og var dæmdur fyrir skjalafals. - bj Héraðsdómur Reykjaness: Fangelsi fyrir vegabréfafals STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sagði að í raun hafi það eftirlit sem stjórnvöld höfðu uppi í kalda stríðinu hér á landi verið lítilfjörlegt. Það hafi verið varúðarráðstöfun við ákveðnar aðstæður. Björn flutti erindi í hádegis- fyrirlestraröð Sagnfræðingafé- lags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær. Hann sagði dóm sögunnar um átök austurs og vesturs þegar vera fallinn og sameiningu Aust- ur- og Vestur-Berlínar vera skýr- asta dæmið um inntak þess dóms. Hann sagði fráleitt að kalla hler- anir þær sem stundaðar voru hér á landi pólitískar hleranir. Þegar hann var spurður út í þau gögn sem brennd voru um miðjan átt- unda áratuginn, en það voru bréf- snifsi með hleranaskýrslum, sagði hann að skynsamlegra hefði verið að eiga þau gögn. Hann efist hins vegar ekki um að þau hafi verið lítilfjörleg. Í umræðum um afskipti Banda- ríkjanna af Suður-Ameríku sagð- ist Björn ekki þess umkominn að fordæma dauðasveitir Banda- ríkjamanna. Hann gæti ekki sett sig í spor annarra þjóða. Hvað ástandið í heimsmálum nú áhrærir sagðist Björn þeirrar skoðunar að ekki væri ástæða fyrir nokkurt ríki að þenja sig hernaðarlega út á norðurslóðum og hvatti til borgaralegra en ekki hernaðarlegra viðbragða. - kóp Björn Bjarnason á fundi sagnfræðingafélagsins um kalda stríðið: Lítið eftirlit í kalda stríðinu DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ræddi um dóm sögunnar yfir kalda stríðinu á fundi hjá Sagnfræðingafélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.