Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 8
8 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Inn á heimili hvaða verka- lýðsforkólfs var brotist á dögunum? 2 Hvað heitir lögmaður Færey- inga sem sleit stjórnarsamstarf- inu á mánudag? 3 Hvaða listamaður var dæmdur í 400 þúsund króna sekt í Kanada vegna listaverks? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Í FLENSBORGARSKÓLA Í HAFNARFIRÐI LAUGARDAGINN 20. SEPTEMBER 2008 KL. 11.00 Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Allir velkomnir! Dagskrá: Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar Efnahagsvandinn – leiðir til framtíðar Pallborðsumræður Þátttakendur: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Jónas H. Haralz, hagfræðingur Almennar stjórnmálaumræður Ráðherrar sitja fyrir svörum Málefnanefndir Samfylkingarinnar funda frá kl. 9.00 á sama stað Verkalýðsmálaráð flokksins fundar frá kl. 9.30 ÖRYGGISMÁL Ríkin í austanverðri Mið-Evrópu, sem á dögum kalda stríðsins voru austan járntjalds- ins en eru nú flest gengin í Atlants- hafsbandalagið, leggja sitt af mörkum til verkefna bandalags- ins á fjarlægum slóðum, svo sem í Írak og Afganistan, nær eingöngu til að vinna sér inn velvilja hjá hinum leiðandi ríkjum bandalags- ins, Bandaríkjunum fyrst og fremst, en ekki vegna þess að þau telji þessi nýju verkefni NATO samræmast eiginlegum hagsmun- um sínum. Þetta sagði ungverski öryggis- málasérfræðingurinn dr. Pál Dunay í erindi sem hann flutti á opnum málfundi Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands í gær. „Evrópa er ekki lengur þunga- miðjan í stefnu NATO,“ segir Dunay í samtali við Fréttablaðið. Sú þungamiðja hafi færst frá því að snúast um staðbundnar varnir (Vestur)-Evrópu gegn áþreifan- legri ógn (úr austri) í að fram- fylgja hnattrænum stefnumálum sem Bandaríkjamenn hafi for- göngu um að ákveða. Dunay segir NATO hafa allt frá miðjum síðasta áratug staðið mjög klúðurslega að stefnumótun sinni gagnvart Rússlandi. Þetta eigi sinn þátt í því að í það stefni að ríkin í austanverðri Mið-Evr- ópu meti NATO minna og styðji það að Evrópusambandið láti meira að sér kveða í öryggismál- um álfunnar. - aa Ungverskur öryggismálafræðingur um NATO-ríki í austanverðri Mið-Evrópu: Vilja vinna sér velvilja vestra SKIPULAG „Ég skammast mín ekk- ert fyrir mannvirki og atvinnu- húsnæði en mislæg gatnamót taka feiknamikið landsvæði og er engin prýði að þeim. Við viljum helst leysa þetta á annan hátt, með tengivegum og þess háttar. En gatnamótin við Hverahlíðarvirkj- un verða að vera þarna,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Ölfuss. Deiliskipulagning 350 hektara, báðum megin við þjóðveg 1, hefur verið auglýst af bæjarstjórn Ölf- uss vegna fyrirhugaðrar Hvera- hlíðarvirkjunar. Aðkoma að virkj- unarsvæðinu verður um mislæg gatnamót á þjóðveginum. Verða gatnamótin ein af mörg- um mislægum gatnamótum sem koma til með að vera á nýjum tvö- földum Suðurlandsvegi. Í auglýsingunni segir að leitast verði við að halda vegafram- kvæmdum, tengdum virkjuninni, í lágmarki og reynt verði að endur- nýta vegstæði. Ólafur Áki segir sveitarfélagið leggja áherslu á að fækka þeim eins og hægt sé innan sveitar- marka. Útstreymi jarðhitalofttegunda frá Hverahlíðarvirkjun er áætlað um 30.000 tonn á ári og verður útblásturinn hreinsaður eins og í öðrum virkjunum í nágrenninu. Ólafur Áki kveður hönnun Hverahlíðarvirkjunar ólíka hönn- un Hellisheiðarvirkjunar. „Meiningin er að stöðvarhúsið verði í hvilft og falli þannig inn í landslagið. Húsið á lítið að sjást frá þjóðveginum,“ segir hann. Leiðslur verði flestar í jörðu. Spurður um rörin í kringum Hellisheiðarvirkjun segir Ólafur Áki að það rask megi bæta. „Það er hægt að setja rörin í jörðu þótt það kosti líka rask,“ segir hann. Ölfussbúar myndu fagna því ef það yrði gert. Sveitarfélagið hafi „alltaf lagt áherslu á að hafa lagnir sem mest í jörðu og alla vegagerð eins lítið áberandi og hægt er. Við gerðum okkar athugasemdir vegna Hellis- heiðarvirkjunar en Orkuveitan mat þetta svona.“ Deiliskipulagið verður til sýnis í Ráðhúsi Ölfuss til 7. október og er gefinn kostur á að skila athuga- semdum til 21. október. klemens@frettabladid.is Mislæg gatna- mót við Hvera- hlíðarvirkjun Bæjarstjóri Ölfuss segir litla prýði af mislægum gatnamótum og að hann vilji helst fækka þeim sem mest. Aðkoma að virkjunarsvæðinu við Hverahlíð verður um mislæg gatnamót á þjóðveginum. RÖR VIÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN Hönn- un Hellisheiðarvirkjunar hefur verið umdeild, en móttökuhús er áberandi og víð rör liggja yfir landið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GATNAMÓTIN VIÐ VIRKJUNINA VERÐA SVIPUÐ ÞESSUM Mörg mislæg gatnamót munu rísa á þjóðvegi 1 þegar Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður. MYND/LÍNUHÖNNUN PÁL DUNAY Klúðurslega staðið að stefnumótun NATO gagnvart Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur stefnir á að greina frá því hver verði ráðinn forstjóri fyrirtækisins á stjórnarfundi næsta föstudag. Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður verður þögull sem gröfin þangað til. „Annars yrði þetta bara eins og nýtt REI- mál, þegar allir leka í fjölmiðla. Við viljum koma í veg fyrir það,“ segir Guðlaugur. Hann haldi trúnað við eigendur fyrirtækis- ins. Um starfið sóttu 18 manns. Guðlaugur segir mannvalið gott og ekki létt verk að velja úr. Hjörleifur B. Kvaran hefur verið starfandi forstjóri OR. - kóþ Stjórnarformaður Orkuveitu: Tilkynnt um nýjan forstjóra Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.