Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 10
10 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR www.si.is Dagskrá 9.00 Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins Breytt lagaumhverfi og aukin ábyrgð framleiðenda Doris Thieman, Efnastofnun Evrópu (ECHA) Kaffihlé REACH - Ertu ekki viss? Fundur um nýja reglugerð um skráningu efna, mat, leyfisveitingar og takmarkanir. 18. september í Yale salnum á RadissonSAS Hótel Sögu kl. 09.00 - 12.00 Sigríður Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun Skyldur íslenskra fyrirtækja og fyrstu skrefin Doris Thieman, Efnastofnun Evrópu Forskráning og leiðbeiningarskjöl Samantekt og spurningar Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á mottaka@si.is eða í síma 591 0100. Auglýsingar geta oft verið vill- andi og slegið ryki í augu neyt- enda. Það vill Jón að minnsta kosti meina. Hann skrifar: „Ég heyrði auglýsingu frá Þjóðleikhúsinu í útvarpinu þar sem auglýst er að miðinn í leikhúsið fyrir okkur sem erum yngri en 25 ára kosti 1.500 kr. Þar kemur einnig fram að þetta gildi á allar sýningar, hvenær sem er. Mér fannst þetta ágætis „díll“ og ætlaði að kaupa miða á söng- leikinn Ástin er diskó. Þá er mér sagt að tilboðið gildi ekki á þá sýningu og ég þurfi að borga 3.500 kr. Þvílíkt okur! Þau í miðasöl- unni sögðu að tilboðið gilti ekki á allar sýningar. Þetta finnst mér fáránlegt. Það kom ekkert fram um þetta í auglýsingunni! Það er út í hött að auglýsa svona þegar eina sýningin sem ég og mínir jafnaldrar hafa einhvern áhuga á að sjá í leikhúsinu er ekki innifal- in í „dílnum“. Ekki langar mig á Hart í bak, sem mér var boðið að sjá í staðinn!“ Kristrún Heiða Hauks- dóttir, kynningarstjóri Þjóðleikhússins, svar- ar Jóni: „Það er löng hefð fyrir því í leikhúsum að miða- verð á söngleiki sé hærra en á almennar sýningar. Söngleikjum fylgir umtalsvert hærri kostnaður við uppsetningu sökum þess að sýningar þeirra útheimta iðulega fleira starfsfólk, dansara, tónlist og flóknari tæknibúnað heldur en aðrar sýningar. Tilboð Þjóðleik- hússins til leikhúsgesta 25 ára og yngri er 1.500 kr. á almennar sýn- ingar, þ.e. ekki á söngleiki. Tilboðsverð fyrir 25 ára og yngri á Ástin er diskó, lífið er pönk er 2.500 kr. (ekki 3.500 kr. eins og fram kemur í bréfi Jóns.) Fullt verð er 3.600 kr. og það er jafn- aðarverð. Okkur þykir leitt að Jón hafði ekki nánari upplýsingar um til- boðið og kom fýluferð alla leið í miðasöluna, en það er eðli auglýsinga að þær geta því miður ekki alltaf sagt alla söguna.“ Þá segir að í útvarpsauglýsingunni sem vísað er til sé bent á heimasíðuna, www.leik- husid.is, sem og miða- sölu Þjóðleikhússins í síma 551-1200 til að fá nánari upplýs- ingar. Auglýsingar segja ekki alla söguna: Tilboð á allt nema það sem hann vildi sjá BÓLIVÍA, AP Forsetar ríkja Suður- Ameríku ætla að vinna saman að lausn á harðvítugum deilum stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga í Bólivíu, sem hafa orðið til þess að Evo Morales for- seti hefur í raun misst tökin á stórum hluta landsins. Átökin hafa kostað tugi manna lífið síðasta hálfa mánuðinn, en á mánudag komu þjóðarleiðtogar ríkja álfunnar saman í Chile til að fjalla um ástandið og lýstu yfir stuðningi við Morales. Þeir hvetja uppreisnarmenn til að hætta þegar í stað öllu ofbeldi. „Við getum ekki staðið hjá and- spænis þessu ástandi sem veldur okkur öllum áhyggjum,“ sagði Michelle Bachelet, forseti Chile, en hún er jafnframt forseti Bandalags Suður-Ameríkulanda. Uppreisnin er í fjórum héruð- um í austanverðri Bólivíu. Þessi héruð krefjast aukinnar sjálf- stjórnar og vilja að Morales for- seti hætti við að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem myndi auka miðstýringu og veita forsetanum meiri völd. Morales, sem er vinstrimaður eins og leiðtogar margra Suður- Ameríkulanda nú um stundir, segir stjórnarskrárbreytinguna nauðsynlega til að styrkja stöðu hinna fátæku frumbyggja, sem eru í miklum meirihluta meðal landsmanna. Sjálfur er Morales úr röðum frumbyggja. Héruðin fjögur, Pando, Santa Cruz, Tarija og Beni, lýstu yfir sjálfstæði í desember síðastliðn- um. Jarðgasframleiðsla Bólivíu er einkum í þessum fjórum hér- uðum, en eitt fyrsta verk Mor ales þegar hann komst til valda árið 2006 var að þjóðnýta jarðgas auð- lindirnar við litla ánægju heima- manna. Morales hefur sakað Banda- ríkjamenn um að styðja upp- reisnarmenn og hvetja þá til dáða. Verst hefur ástandið verið í Pando-héraði, þar sem herlög hafa verið í gildi síðan á föstu- dag. Morales forseti sakar upp- reisnarmenn þar um að hafa framið fjöldamorð á stuðnings- mönnum stjórnarinnar. Hugo Chavez, forseti í Venesú- ela, hefur óspart tekið undir þess- ar ásakanir og í síðustu viku ráku bæði Chavez og Morales sendi- herra Bandaríkjanna úr löndum sínum. „Fasismann verður að stöðva í Bólivíu,“ sagði Chavez á laugar- daginn og vonast til að leiðtoga- fundurinn í Chile skipti sköpum. gudsteinn@frettabladid.is Óttast klofning Bólivíu Forsetar Suður-Ameríkuríkja segjast staðráðnir í að finna lausn á átökunum í Bólivíu sem hafa kostað tugi manna lífið síðustu daga. Evo Morales, forseti Bólivíu, hefur misst tökin á stórum hluta landsins. ÆTTINGJAR HINNA LÁTNU Ættingjar þeirra sem fallið hafa í átökum síðustu daga biðu frétta fyrir utan stjórnarhöllina í La Paz. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, Friðrik Smári Björgvinsson, sér ekki ástæðu til að áminna starfsmanninn, sem láðist að tilkynna landamæraeftir- liti í Keflavík að meintur ofbeldis- maður, Ivan Kovulenko, væri eft- irlýstur. Kovulenko gekk óáreittur í gegnum landamæraeftirlitið í síð- ustu viku, en hann var eftirlýstur vegna alvarlegrar líkamsárásar. „Það verður enginn einn dreg- inn til ábyrgðar og ég get ekki séð ástæðu til þess,“ segir Friðrik Smári. Slíkt hafi ekki komið til tals. Spurður um málsatvik, segir Friðrik: „Ég veit ekki hvaða skýr- ing liggur að baki. Það var skammur tími frá því að þetta uppgötvaðist [hver Kovu- lenko var] og þangað til mað- urinn komst úr landi. Og það var mikið að gera, en það afsakar ekki neitt.“ Starfsmaðurinn vinnur innan rannsóknardeildar lögreglunnar og Friðrik Smári segir að verk- lagsreglur hennar verði endur- skoðaðar og farið yfir atvikið í heild sinni. - kóþ Flótti eftirlýsts manns úr landi var sök einstaklings í rannsóknardeild: Ekki ástæða til áminningar FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Yfirmað- ur rannsóknardeildar sér ekki ástæðu til að veita áminningu. IVAN KOVULENKO SAMGÖNGUR Stofnuð verða samtök um bíllausan lífsstíl í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 20 í kvöld og kosið í stjórn þeirra. Í tilkynningu segir að samtökin séu þverpólitískt félag fólks sem hafi að áhugamáli að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmiðið sé ekki að berjast gegn einkabílnum eða bíleigend- um, heldur að stuðla að fjöl- breyttari samgöngum. Einnig að berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli samgöngukosta. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir á stofnfundinn. - kóþ Í Ráðhúsinu í kvöld: Samtök stofnuð um líf án bíls ÍRAK, AP Bandaríski herforinginn David Petraeus, sem hefur stjórnað herafla Bandaríkjanna í Írak síðan snemma á síðasta ári, kvaddi þann starfsvettvang í gær. Við tók Ray Odierno, annar bandarískur herforingi, sem fær nú það erfiða verkefni að stjórna erlendum her sem nýtur lítilla vinsælda í landinu. Herforingja- skiptin fóru fram við hátíðlega athöfn í einni af höllum Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Petraeus sagði þar að Odierno væri fullkominn maður í þetta starf. - gb Herforingjaskipti í Írak: Odierno tekur við af Petraeus ODIERNO OG PETRAEUS Núverandi og fráfarandi yfirmaður erlenda heraflans. NORDICPHOTOS/AFP Á HÆGRI FERÐ TIL JARÐAR Nokkrir suðurkóreskir hermenn sýndu listir sínar í fallhlífarstökki í gær, á æfingu fyrir hersýningu sem haldin verður 1. október þegar landsmenn halda upp á sextíu ára afmæli hersins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is SLÖKKVILIÐ Eldsvoði á Laugarvatni Einbýlishús á Laugarvatni skemmd- ist mikið í eldi um hádegisbil í gær. Samkvæmt lögreglu á Selfossi gekk vel að slökkva eldinn en tjónið varð mikið. Engan sakaði en húsið var mannlaust þegar eldsins varð vart.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.