Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 17. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Skuldbindingar Nýsis eru byrjaðar að falla í gjald- daga en fjárhagslegri endurskipulagningu er enn ólokið. Þetta staðfestir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, í samtali við Markaðinn. „Við erum bara á kafi í þessu. Við eigum eftir að ljúka þessu á ein- hverjum vikum frekar en mánuðum,“ segir Hös- kuldur um hvenær endurskipulagningunni ljúki. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hafa skuldarar gefið kröfur sínar eftir að einhverju leyti. Þá hefur einnig verið rætt um að eitthvað af kröfum verði breytt í hlutafé í Nýsi. Landsbankinn hefur farið fyrir málinu, en fyrir fáum vikum hóf Kaupþing einnig afskipti af endur- skipulagningunni. Óvíst er hversu mikið er í húfi fyrir hvorn banka um sig. Landsbankinn er í nánu samstarfi við Nýsi í félaginu Portus, sem sér um byggingu tónlistarhúss. Eftir því sem kunnugir herma hvílir verkefnið fyrst og fremst á Landsbankanum. Heildarskuldir Nýsis námu tæplega 50 milljörðum króna um áramót, samkvæmt upp- gjöri. Þar af námu skamm- tímaskuldirnar rúm- lega 17 milljörðum króna. - ikh Nýsislán tekin að falla í gjalddaga HÖSKULDUR ÁSGEIRSSON Forstjóri Nýsis staðfestir að skuldir félagsins séu byrjaðar að falla á gjalddaga, en fjármál félagsins séu ekki komin í höfn. Stoðir (áður FL Group) hafa geng- ið frá sölu á nærri 35 prósenta hlut sínum í Northern Travel Holding til Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar. Undir hatti Northern Travel Holding eru flugfélögin Iceland Express og Sterling, sem nú er á ný komið að fullu í eigu Fons, líkt og Markaðurinn greindi frá í síð- asta mánuði. Í tilkynningu frá Stoðum segir að með sölunni hafi félagið að fullu dregið sig út úr fjárfestingum í flugrekstri. Í eignasafni FL Group voru um tíma stórir hlutir í Amer- ican Airlines og Finnair. - jab Fons með NTH Magnús Sveinn Helgason skrifar „Það er líklega engin þjóð í heim- inum sem hefur eins mikinn áhuga á skuldtryggingar álagi fjármálastofnana og Íslending- ar“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningardeild Glitnis. Meðan íslenskir fjölmiðlar fjalla reglu- lega um breytingar á skuldtrygg- ingarálagi (CDS) bankanna er mjög fátítt að viðskiptapressan í Bandaríkjunum og Evrópu fjalli um slíkar breytingar. Á þessu hefur hins vegar orðið breyting að undanförnu þegar hrun bandaríska fjárfest- ingarbankans Lehman Brothers og áhyggjur af afdrifum stórra bankastofnana á borð við Wash- ington Mutual og tryggingar- félagsins AIG hafa kynt undir áhættufælni fjárfesta. Hækkan- ir á skuldtryggingarálagi Leh- man Brothers fyrir helgi voru til dæmis nefndar til sönnun- ar um að markaðir teldu stór- auknar líkur á að bankinn yrði gjaldþrota. Álag Lehman náði þó aldrei CDS íslensku bankanna, líkt og línuritið hér til hliðar ber með sér. „Við höfum stundum bent á þetta, til að undirstrika að skuld- tryggingarálagið sé ekki mjög góður kvarði á áhættuna sem fylgir bönkunum,“ segir Jón Bjarki. Stundum er notuð sú þumalfingursregla að við 1.000 punkta álag séu 50 prósent líkur á gjaldþroti. „Þessi markaður virð- ist því ekki vera að spá vel fyrir um greiðslufallsáhættu, sérstak- lega þegar kemur að íslensku bönkunum,“ segir Jón. Sveinn Þórarinsson hjá Glitni segir að skuldtryggingarmarkað- ir séu augljóslega mjög „fyrir- sagnarstýrðir“. „Miðlararnir virðast horfa á stórar fyrirsagn- ir, viðskiptahalla, gengisbreyt- ingar og verðbólgu, sem líta illa út á blaði, en kafa ekki dýpra í tölurnar, sem sýna að hér er ekki allt í kalda koli.“ Jón Bjarki bendir á að þróun síðustu missera sýni einnig mjög vel hversu mikið íslensku bank- arnir fylgi eftir þegar áhættumat í fjármálakerfinu eykst. Álagið hafi byrjað að hækka í upphafi lánsfjárkrísunnar, og hafi fylgt hækkunum, þó það hafi yfirleitt ekki lækkað aftur þegar áhættu- mat á mörkuðum minnkar. „Yfir- leitt virðist þó mjög lítið af við- skiptum vera á bak við hækkan- ir. Þetta á sér í lagi við nú“ segir Jón, og bætir við að sér hafi oft virst þessir markaðir mjög óskilvirkir, „en þó aldrei eins og núna.“ Smæð íslensku bankanna verður til þess að viðskipti með skuldtryggingar þeirra eru mjög strjál, og verðmyndun fylgir því einnig eftir þróun á erlendum mörkuðum. Skuldtryggingarálag eykst vegna óróleika Skuldtryggingarálag íslensku bankanna fylgir áhættufælni á erlendum mörkuðum, en lítil viðskipti eru að baki Vika Frá ára mót um Alfesca 0,6% -5,6% Atorka 4,0% -50,1% Bakkavör -8,9% -60,0% Exista -12,4% -70,2% Glitnir -5,3% -38,8% Eimskipafélagið -35,8% -82,5% Icelandair -0,5% -27,0% Kaupþing -2,0% -22,5% Landsbankinn -3,4% -39,3% Marel -1,7% -18,6% SPRON -9,1% -67,1% Straumur -5,8% -47,0% Össur -3,5% -7,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N S K U L D T R Y G G I N G A R Á L A G T I L F I M M Á R A 2.7 .20 07 2.9 .20 07 2.1 1.2 00 7 2.1 .20 08 2.3 .20 08 2.5 .20 08 2.7 .20 08 2.9 .20 08 1200 800 400 0 200 600 1000 Landsbanki Kaupþing Glitnir Bear Stearns Lehman gjaldþrot gjaldþrot flugfelag.is Fundarfriður Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.