Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Karl Sverrisson á nokkur óhefð- bundin ferðalög að baki og starf- aði meðal annars hjá Stefáni Hrafni Magnússyni, hreindýra- bónda á Grænlandi, sumarið 2003. „Það kom þannig til að kunningi minn sem var að vinna hjá Stefáni hafði samband. Það vantaði starfs- kraft og honum datt í hug að ég myndi slá til,“ segir Karl, sem var ekki lengi að hugsa sig um og tók til hendinni við girðingarvinnu og slátrun. „Hreindýrabúið er mjög afskekkt en næstu alvöru manna- byggðir eru Narsaq og Narsass- uaq. Yfir sumartímann eru um fjórir til fimm starfsmenn á búinu en þeim fjölgar svo í kringum sláturtíð,“ útskýrir Karl, sem segir einsemdina í óbyggðunum ekki hafa fengið á sig og að hann hafi komið endurnærður til baka. „Yfir sumarið vorum við mikið í girðingavinnu. Þá vorum við í sex vikur í gömlu kofaræksni og tjöld- um langt frá búgarðinum. Við höfðum takmarkaðar vistir og veiddum í matinn. Við köstuðum út neti og veiddum á stöng og ef það vantaði kjöt skutum við hrein- dýr,“ segir Karl og rifjar upp eft- irminnilegan hádegisverð. „Við sátum að snæðingi í dalbotni þegar hreindýr gekk fram hjá. Þá rauk Stefán á fætur með riffilinn í hönd, skreið yfir hálfan dalinn og skaut dýrið á meðan við héldum áfram að borða.“ Karl lumar á fleiri ævintýrum en hann fór til að mynda á túnfisk- veiðar til Brasilíu árið 2002 með Vestmannaeyingum sem hann þekkti ekki og vantaði vélstjóra. „Við sigldum í mánuð í bongó- blíðu og drógum síðan alls kyns ófreskjur upp úr sjónum og má þar nefna túnfisk, sverðfisk og hákarla.“ Karl kveður enga svaðilför á dagskrá í bili en að það segi ekki mikið enda hafi hinar ferðirnar ekki verið planaðar. vera@frettabladid.is Ævintýralegt sumar í óbyggðum Grænlands Vélstjórinn Karl Sverrisson fer ekki troðnar slóðir þegar hann ferðast út í heim og gauki einhver að hon- um skemmtilegri ævintýrahugmynd slær hann gjarnan til. Karl Sverrisson á nokkur óhefðbundin ferðalög að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR • 5 tímar í skvass • 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling • 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar • frír mánuður fyrir vin • tækjakennsla • bolur • brúsi Sport Klúbburinn kr. 11.49 0.- viðbótarein ing kr. 8.30 9.- Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Alla mmtudaga DVD-SPILARI er tilvalinn í bílinn þegar leggja á af stað í lengri ferðalög með fjölskylduna. Þá getur yngsta kynslóðin haft gaman af því að horfa á myndir eins og Bubbi byggir í spilaranum á meðan sú eldri getur notið alls þess sem íslenskt landslag hefur upp á að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.