Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 17. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N bjorn.ingi@markadurinn.is l gudny@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... Staða sparisjóða er mun sterk- ari en skilja má af ummælum og umræðu undanfarnar vikur. Samkvæmt sex mánaða uppgjöri er eigið fé sparisjóða í land- inu í lok júní rúmlega 79 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall (CAD) er 14,37. Eiginfjárhlut- fall má lægst vera 8 þannig að það má vera ljóst að staða spari- sjóðanna í heild er mjög sterk. (Sparisjóður Mýrasýslu er ekki tekinn með í þessum útreikning- um vegna þess að sérstaða hans er mikil og hann er nú kominn í „eigu“ Kaupþings.) Eiginfjár- staða viðskiptabankanna er um- talsvert lægri en eiginfjárstaða sparisjóðanna. Í töflunni hér til hliðar eru nokkrar lykiltölur úr reikning- um sparisjóða fyrir fyrri hluta ársins. Þar kemur skýrt fram að staða sparisjóðanna er mjög velviðunandi miðað við hið erf- iða árferði sem nú ríkir í rekstri fjármálafyrirtækja. Túlkun FME á afkomu af kjarnastarfsemi, eins og fram kom í Fréttablaðinu 10. september, er að mati spari- sjóðanna mjög misvísandi. Sam- anburður við kjarnastarfsemi viðskiptabankanna er líka mis- vísandi því ýmsar þóknunartekj- ur sem FME reiknar sem kjarna- starfsemi hjá viðskiptabönkun- um eru mjög líklega tengdari eignaumsýslu þeirra og ættu því að vera utan kjarnastarfsemi til að leiðrétta samanburðinn. Þess vegna er dregið fram hver af- koma sparisjóðanna væri ef þeir losuðu eignir sínar í hlutabréf- um og hlutdeildarfélögum og legðu andvirðið inn á reikning í Seðlabankanum. Þá kemur fram að tapið snýst í hagnað. Það er ábyrgðarhluti að svo virðist sem þær opinberu stofn- anir sem stjórna starfsgrund- velli fjármálafyrirtækja virðast vera í krossferð gegn sparisjóð- um og minni fjármálafyrirtækj- um. Seðlabankinn breytir reglum sínum um endurhverf viðskipti (fjármögnun fjármálafyrir- tækja) og fleiri þætti miðað við forsendur og út frá hagsmunum viðskiptabanka en skilur spari- sjóði og minni fjármálafyrirtæki eftir. Aðgerðir Seðlabankans hafa í besta falli verið skaðlaus- ar en í mörgum tilvikum mjög íþyngjandi fyrir sparisjóðina. FME hefur með orðum sínum og athöfnum svert stöðu spari- sjóða og gert samskipti þeirra við viðskiptavini og lánveitend- ur erfiðari en efni standa til. Þannig gætu nýleg ummæli for- stjóra FME orðið til þess að inn- lánseigendur tækju peninga sína út úr sparisjóðum þó að þeir séu fullkomlega tryggir hjá þeim. Jafnframt sá FME ástæðu til að gefa út sérstaka fréttatilkynn- ingu um að „stóru viðskipta- bankarnir“ stæðust álagspróf (svokallað stresstest) en neita sparisjóðum um samsvarandi „vottorð“ þótt tölurnar gefi fullt tilefni til þess. Þetta túlka lán- veitendur sem merki frá FME um að sparisjóðir séu ekki í lagi með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir lánsmöguleika þeirra og lánskjör. Samhliða þessu er Samkeppnis- eftirlitið að fetta fingur út í sam- starf sparisjóða og viðhorf emb- ættismanna í viðskiptaráðuneyt- inu virðist vera að fákeppni á viðskiptabankamarkaði sé æski- legri heldur en að heimila spari- sjóðum að mynda sameiginlega mótvægi og samkeppni við turn- ana þrjá. Kannanir hafa margoft leitt í ljós að meirihluti landsmanna telur það skipta miklu máli að sparisjóðirnir haldi áfram starfi sínu á fjármálamarkaði. Þeir eru elstu starfandi fjármálastofnan- ir landsins og hafa unnið traust viðskiptavina með því að veita vandaða fjármálaþjónustu sem einkennist af fagmennsku og alúð. Sparisjóðirnir hafa einnig lagt mikið af mörkum til margs konar uppbyggingar í héraði og tekið virkan þátt í mannlífi á hverjum stað, eflt atvinnulíf og stutt líknar- og íþróttastarf. Meg- inmarkmið þeirra er að eiga arð- söm langtímaviðskiptasambönd og það hefur sýnt sig að við- skiptavinir kunna að meta þjón- ustu sparisjóðanna, enda hafa þeir ár eftir ár hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir vel unnin störf og ánægjuvogina. Það hlýtur að vera krafa spari- sjóða og viðskiptavina þeirra að opinberir aðilar, Seðlabanki, embættismenn og eftirlitsstofn- anir vinni ekki gegn sparisjóð- um og geri þannig samkeppni í fjármálaþjónustu í landinu fá- tæklegri. Sparisjóðir hafa eins og önnur fyrirtæki lent í mót- byr sem meðbyr og hafa þró- ast með hliðsjón af aðstæðum og stöðu á hverjum tíma. Það er engin ástæða til að ætla annað en að sparisjóðunum takist að sigla í gegnum þann skafl sem nú ríður yfir og þjóna viðskipta- vinum sínum um allt land hér eftir sem hingað til. Stór orð á veikum grunni Allir sparisjóðir Þrír stærstu Aðrir sparisjóðir Vaxtatekjur 41.110 38.125 2.985 Reikn. vaxtat. v/fjáreigna 3.512 2.785 728 Hreinar leiðr. vaxtatekjur 11.182 9.924 1.259 Hreinar þjónustutekjur 2.029 1.853 176 Virðisrýrnun útlána 4.314 4.057 257 Leiðrétt afkoma 2.168 1.736 433 Heildarfjármagn 607.306 563.434 43.872 Útlán 444.412 417.883 26.529 Fjáreignir, hlutabréf o.fl. 110.356 97.454 12.902 Innlán 251.107 227.079 24.028 Lántaka 183.903 178.179 5.724 Eigið fé 77.619 70.742 6.877 CAD 16,08 16,38 12,46 Hlutfall innlána af útlánum 57% 54% 91% * Sparisjóður Mýrasýslu er ekki tekinn með í þessum útreikningum vegna sérstöðu sinnar. T Ö L U R S P A R I S J Ó Ð A N N A Í AFGREIÐSLU SPRON Greinarhöfundur átelur Fjármálaeftirlit, Samkeppniseftirlit og Seðlabanka fyrir orð og æði sem komi sparisjóðunum illa. Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru rit- aðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Lands- bankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórn- völd og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsyn- legum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risa fyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlits- stofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi fram- tíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármála eftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráð- herra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við. Hrun á fjármálamörkuðum flýtir fyrir samrunum. Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn Björn Ingi Hrafnsson O R Ð Í B E L G Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn. is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.