Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 17. september 2008 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 17. september ➜ Tónleikar 21.00 Rokk&Ról‚ 08 Rokkabilly- band Reykja víkur heldur útgáfutón- leika í Iðnó. Þar koma einnig fram Bjartmar Guðlaugsson og hljóm- sveitin Vax. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Af hverju verða Íslendingar blindir? Ársæll Már Arnarsson, lektor í sálfræði, flytur fyrirlestur í Sólborg, L 201, í Háskólanum á Akureyri. ➜ Námskeið Ljósmyndara námskeið Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Skráning er hafin á www.ljosmyndari.is. ➜ Uppákomur Breiðholtsdagar standa yfir til 21. september. Nánari upplýsingar má finna á www.breidholt.is. ➜ Tónlist 17.00 Háskólatónleikar Iris Kramer hornleikari og Hrólfur Vagns- son harmonikkuleikari spila tangó- tónlist, djass og klassík. Kaffi Bifröst, Háskólinn á Bifröst. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kvikmyndin Brúðguminn í leikstjórn Baltasars Kormáks var valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna um bestu erlendu myndina. Kosning meðal meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna stóð yfir frá föstudegi til miðnættis á mánudaginn. Þetta er annað árið í rðð sem mynd eftir Baltasar er valin í forvalið en í fyrra varð mynd hans Mýrin fyrir valinu. Þær myndir sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar voru Heiðin, Skrapp út, Stóra plan- ið og Sveitabrúðkaup. Tilnefning- ar til Óskarsverðlauna verða kynntar í Los Angeles 22. janúar á næsta ári og hátíðin sjálf fer fram mánuði síðar, 22. febrúar. Brúðguminn fer í forvalið Rokksveitin Metallica, sem gaf fyrir skömmu út plötuna Death Magnetic, hætti við að veita sænska dagblaðinu Sydsvenskan viðtal eftir að hún komst að því að blaðamaður þess hefði hlaðið plötunni ólöglega niður af netinu. Metallica höfðaði mál gegn fyrirtækinu Napster fyrir nokkrum árum og er þekkt fyrir að hafa horn í síðu þeirra sem hlaða tónlist ólög- lega niður af netinu. Í dómi sem blaðamaðurinn skrifaði um plötuna viðurkenndi hann að hafa hlaðið niður breyttri útgáfu af plötunni af netinu og sagði hana betri en þá sem var gefin út. Þegar yfirmenn útgáfufyrirtækis Metallica komust að þessu afboðaði hljómsveitin við- talið við dagblaðið undir eins. „Að sækja tónlist sem aðrir hafa hlaðið niður á netinu er ólöglegt. Punktur. Sú staðreynd að Sydsvenskan hafi innan sinna raða blaðamann sem hefur hlaðið niður tónlist ólöglega og minnist á það í plötudómnum er algjörlega óviðunandi,“ sagði for- seti Universal Music í Svíþjóð. Ósáttir við niðurhal METALLICA Hljómsveitin Metallica hætti við að veita sænska dagblaðinu Sydsvenskan viðtal. Færeyska rokksveitin Týr er væntanleg til Íslands fyrstu helgina í október og ætlar að spila á þrennum tónleikum í Reykjavík og á Akureyri. Þetta verður í fimmta skiptið sem sveitin kemur til landsins. Sveitin hefur skapað sér sess fyrir að flytja ýmis þjóðleg kvæði og vísur frá Norðurlöndunum og setja þau í þungarokksbúning. Á nýjustu plötunni, sem heitir einfaldlega Land, flytja þeir íslenska lagið Ævi mín er eintómt hlaup eftir brennivíni, gamla vísu sem birtist í útgáfu frá kvæða- mannafélaginu Iðunni. Fyrstu tónleikar Týs hérlendis verða á Græna hattinum á Akureyri 3. október þar sem Hvanndalsbræður og Disturbing Boner verða á meðal gesta. Kvöldið eftir verður tónleika- veisla á Nasa þar sem Mammút og Severed Crotch troða einnig upp ásamt fleirum. Sunnudaginn 5. október spilar Týr síðan í Hellinum fyrir alla aldurshópa. Týr til Íslands David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, syrgir mjög félaga sinn Richard Wright, sem lést fyrir skömmu úr krabbameini, 65 ára gamall. „Að mínu mati urðu öll bestu augnablik Pink Floyd til þegar hann var í mesta stuðinu,“ sagði Gilmour. „Enginn getur komið í stað Richards Wright. Hann var félagi minn í tónlistinni og vinur.“ Á meðal þekktustu laga sem Wright samdi með Pink Floyd voru Us and Them og The Great Gig in the Sky af plötunni The Dark Side of the Moon. Wright spilaði á fyrstu plötu Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, árið 1967 ásamt Syd Barrett, Roger Waters og Nick Mason. Bæði Barrett og Waters hættu í sveitinni en hinir meðlimirnir héldu áfram að spila og gefa út plötur með gítarleikarann Dave Gilmour innanborðs. Árið 2005 kom Pink Floyd saman á ný í fyrsta sinn í 24 ár með Waters innanborðs á Live 8-tónleikunum. Syrgir félaga sinn PINK FLOYD Hljómborðsleikarinn Richard Wright er lengst til hægri á myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.