Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 42
26 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo snýr væntanlega aftur í búningi Man. Utd í kvöld er United tekur á móti Villareal í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur verið á sjúkra- listanum síðustu tvo mánuði eftir að hafa farið í uppskurð á ökkla. Upphaflega var ekki búist við honum fyrr en í lok október þannig að hann er fyrr á ferðinni en áætlað var. „Hann hefur tekið stórkostleg- um framförum síðustu vikur og nálgast að geta spilað fótbolta með aðalliðinu,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sem gætu hleypt Ronaldo snemma af stað í kvöld. United verður þó klárlega án Michaels Carrick sem er meidd- ur og svo er Paul Scholes í banni. Dimitar Berbatov er þess utan tæpur. Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum í Kænugarði gegn Dynamo Kiev. Vafasamt er hvort Samir Nasri geti spilað vegna ökklameiðsla en Mikael Silvestre gæti snúið aftur. - hbg Titilvörn Manchester United í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld: Ronaldo líklega með United CRISTIANO RONALDO Snýr væntan- lega aftur á Old Trafford í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES MEISTARADEILDIN Leikir kvöldsins: E-riðill: Man. Utd-Villareal Stöð 2 Sport Celtic-Aab F-riðill: Steaua Búkarest-Bayern Munchen Lyon-Fiorentina G-riðill: Porto-Fenerbahce Dynamo Kiev-Arsenal Sport 3 H-riðill: Juventus-Zenit Sport 4 Real Madrid-Bate Borisov Dóra María Lárusdóttir var í gær valin besti leikmaður umferða 13 til 18 í Landsbankadeild kvenna. „Það er mjög gaman að fá svona viðurkenningar. Þetta kom á óvart en ég held samt að það hafi verið rétt að einhver í Val hlyti þessa viðurkenningu,“ sagði Dóra María sátt. Dóra María hefur spilað vel í sumar en hefur hreinlega blómstrað eftir að hún var færð af kantinuum inn á miðjuna. „Ég byrjaði í þessari stöðu í fyrsta leik og hef síðan fengið að fara í hana undir lok leikja af og til. Svo var það bara ákvörðun þjálfaranna að prófa þetta og það hefur bara gengið vel síðan,“ segir Dóra María og það er óhætt að taka undir það því Valsliðið hefur unnið alla sex leikina síðan að Dóra María fór inn á miðjuna og hefur jafnframt skorað 45 mörk í þeim eða 7,5 að meðaltali í leik. „Ég er miklu meira í boltanum og þetta hefur verið draumastaðan mín lengi. Mér finnst ég nýtast best í þessari stöðu,“ segir Dóra María sem skoraði 15 mörk í deildinni í sumar. Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson voru kosin bestu þjálfarar síðustu sex umferða í Landsbankadeildinni. Elísabet var sátt með verðlaunin og ekki síst frammistöðu sinna stelpna. „Það hefur verið erfitt að taka eina út af þeim Dóru Maríu, Margréti Láru og Sophiu,” segir Elísabet en hún er sátt með Dóru Maríu. „Dóra María er búin að toppa sína getu leik eftir leik í sumar. Hún er að skora mikið og hún er að skora mikil- væg mörk. Hún hefur verið að koma okkur yfir í mörg- um leikjum. Hún er að skora mikilvægari mörk en hún hefur nokkurn tímann gert áður,” segir Elísabet sem ætti að þekkja hana vel. „Ég er búin að þjálfa hana í heildina í þrettán ár og ég hef oft sagt það að hún sé hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef þjálfað. Hana hefur bara oft skort sjálfstraust og smá egó til að sýna hæfileika sína sem best. Mér finnst hún hins vegar hafa verið að gera það í sumar. Hún er eins og nýr leikmaður fyrir okkur í sumar,“ sagði Elísabet að lokum. VALSKONAN DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR: VALIN BEST Í UMFERÐUM ÞRETTÁN TIL ÁTJÁN Þetta hefur verið draumastaðan mín lengi >Ísland leikur gegn Möltu Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að karla- landslið Íslands í fótbolta muni leika vináttulandsleik gegn Möltu miðvikudaginn 19. nóvember. Leikurinn fer fram á Möltu og þar sem um svokallaðan alþjóðlegan leikdag er að ræða þá getur landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson teflt fram sínum sterkustu leikmönn- um. Íslenska landsliðið mætti Möltubúum síðast á æfingamóti á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og þá fóru heimamenn með 1-0 sigur af hólmi. Næstu leikir Íslands eru gegn Hollandi á útivelli 11. október og gegn Makedóníu á heimavelli 15. október í undankeppni HM 2010. LJÓSAKVÖLD Í LAUGARDAL Kl. 21:10 FRAM - FH Miðvikudagurinn 17. september Meistaradeild A-riðill Chelsea-Bordeaux 4-0 1-0 Frank Lampard (14.), 2-0 Joe Cole (30.), 3-0 Florent Malouda (82.), 4-0 Nicolas Anelka (90.). Roma-Cluj 1-2 1-0 Christian Panucci (17.), 1-1 Emmanuel Culio (28.), 1-2 Emmanuel Culio (49.). Meistaradeild B-riðill Werder Bremen-Famagusta 0-0 Panathinaikos-Inter 0-2 0-1 Alessandro Mancini (27.), 0-2 Adriano (85.). Meistaradeild C-riðill Barcelona-Sporting 3-1 1-0 Rafael Márquez (21.), 2-0 Samuel Eto‘o (60.), 2-1 Tonel (72.), 3-1 Xavi (87.). Basel-Shakhtar Donetsk 1-2 0-1 Fernandinho (25.), 0-2 Jadson (46.), 1-2 David Abraham (90.). Meistaradeild D-riðill PSV Eindhoven-Atlético Madrid 0-3 0-1 Sergio Aguero (9.), 0-2 Sergio Aguero (36.), 0-3 Maniche (54.) Marseille-Liverpool 1-2 1-0 Lorik Cana (23.), 1-1 Steven Gerrard (26.), 1-2 Steven Gerrard (32.). ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, bjargaði sínu liði enn á ný á opnunardegi Meistaradeildar- innar í gær þegar hann skoraði bæði mörkin í dýrmætum útisigri í Marseille. Lið kvöldsins kom þó frá Rúmeníu því CFR Cluj tók sig til og vann Roma á Ólympíuleik- vanginum í Róm en þetta var fyrsti Meistaradeildar leikur félagsins. Það byrjaði ekki vel hjá Liver- pool í Marseille þegar Lorik Cana lék á rangstöðutaktík Liverpool á 23. mínútu og kom franska liðinu yfir. Steven Gerrard var hins vegar fljótur að jafna með stór- kostlegu marki með langskoti þremur mínútum síðar. Gerrard skoraði síðan sigurmarkið úr tví- tekinni vítaspyrnu á 32. mínútu eftir að Ryan Babel hafði verið felldur. Babel fékk fjölda færa til að skora fleiri mörk fyrir Liver- pool en undir lokin gat Liverpool þakkað markverði sínum Pepe Reina að stigin þrjú fóru með til Englands. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni duttum við of aft- arlega og þeir náðu upp góðri pressu. Aðalhetjur liðsins voru Reina markvörður og öll varnar- línan,“ sagði Gerrard eftir leikinn. Gerrard vildi ekki láta mikið með fyrra markið sitt en stjórinn Rafael Benitez hrósaði honum í hástert. „Þetta var frábært mark sem sýnir yfir hvers konar hæfileikum hann býr,“ sagði Benitez sem var ekki alltof ánægður með leik sinna manna en sagði sigurinn vera gríð- arlega mikilvægan. Chelsea fór létt með Bordeaux, Frank Lampard og Joe Cole skor- uðu skallamörk í fyrri hálfleik og Frakkarnir Florent Malouda og Nicolas Anelka bættu síðan við mörkum í seinni hálfleiknum. „Við byrjuðum vel sem er bæt- ing frá því í fyrra þegar við lent- um í vandræðum eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Frank Lampard eftir leik. Óvæntustu úrslit kvöldsins og hugsanlega ein sú óvæntustu í sögu keppninnar komu á Ólympíu- leikvanginum í Róm. Argentínu- maðurinn Juan Culio var hetja rúmenska liðsins CFR Cluj þegar hann skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn eftir að Christian Pan- ucci hafði komið Roma yfir á 17. mínútu. Hinir nýliðarnir í kýpverska lið- inu Anorthosis Famagusta náðu einnig góðum úrslitum þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við þýska liðið Werder Bremen á úti- velli. Það voru fleiri Argentínumenn se m voru í stuði í gær því Sergio Aguero skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 3-0 útisigri Atletico Madrid á PSV Eindhoven en þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur félagsins í ellefu ár. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum í 3-1 sigri Barceolona á Sporting Lissabon. Barca hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum en nú var allt annað að ská liðið. ooj@frettabladid.is Óvænt í Róm Stórliðin Chelsea, Liverpool, Barcelona og Inter unnu öll sína leiki á opnunarkvöldi Meistaradeildar- innar en Rúmenarnir í CFR Cluj áttu lið kvöldsins. TVENNA Steven Gerrard fagnar hér sigurmarki sínu gegn Marseille í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.