Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 46
30 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR „Þetta verður skemmtiþáttur með símaveri og öllu tilheyrandi,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson um lands- söfnunina Mænan er ráðgáta sem verður í opinni dagskrá næstkom- andi föstudagskvöld á Stöð 2. Mænuskaðastofnun Íslands efnir til fjáröflunarinnar og mun allur ágóð- inn renna til rannsókna og tilrauna- meðferða á mænuskaða. „Það verður sent út frá World Class í Laugum og við Simmi munum leiða dagskrána í gegn,“ útskýrir Jóhannes, en Simmi og Jói hafa ekki komið fram sem sjón- varpskynnar frá því að síðustu Idol- þáttaröð lauk árið 2006. „Það verð- ur mikil skemmtidagskrá þar sem Stefán Hilmarsson, Nýdönsk, Diddú og Páll Óskar munu meðal annars koma fram. Dansarar sýna listir sínar og íþróttastjörnur verða á hlaupabrettunum til að hvetja fólk til þess að leggja sitt af mörkum. Edda Andrésar og Logi Bergmann munu vera með sófaviðtöl þar sem Vigdís Finnbogadóttir verður meðal viðmælenda og Jón Ársæll mun taka viðtöl við fólk sem hefur reynslu af mænuskaða,“ segir Jóhannes. Einn óvenjulegur liður verður á dagskrá sem nefnist Hola í vegg, en er betur þekktur sem „human tetris“ í Japan og víðar. „Leikararnir Bryndís Ásmundsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Felix Bergsson og Jóhann G. Jóhannsson munu keppa í leiknum sem felst í því að veggur með mismunandi löguðum holum kemur á móti þeim og þau þurfa að koma sér í vissar stellingar til að komast í gegnum vegginn, annars detta þau ofan í sundlaug,“ segir Jóhannes. - ag „Vörubílstjórar og stelpur. Ekki gleyma því. Þetta er eina stéttin þar sem ríkir fullkomið launajafnrétti,“ segir Halldór Jónsson eða vörubíl- stjórinn Dóri tjakkur. Trukkakvöld Dóra tjakks verður haldið hátíðlegt á laugardagskvöldið á Players. Dóri, sem keyrt hefur vörubíl í 35 ár, segir að það hafi dæmst á sig í tímans rás að halda utan um gleðina sem hefur verið haldin í 15 ár. Byrj- aði smátt en hefur undið upp á sig. „Við rennum blint í sjóinn með þetta en það hefur verið troðfullt hjá okkur.“ Hægri hönd Dóra í skemmtana- haldinu er Jói Bakk eða Jóhannes Bachmann. Hann segir að búast megi við 8 til 12 hundruð manns. Gríðarleg stemning er fyrir skemmtuninni og segir Jói að þá sé farið í sjómann og farið í krók. „Já, taka aðeins á því. En það eru aldrei áflog. Allt er þetta á jákvæðum og skemmtilegum nótum. Menn eru að flauta sig saman þessa dagana og skipuleggja þetta í gegnum tal- stöðvarnar,“ segir Jói. Og vekur athygli á því að í fyrra, þegar vöru- bílstjórar komu saman, þá hafi það verið eina kvöldið á Players sem þurfti að slökkva á bjórdælunum og kæla þær niður með klökum til að hægt væri að halda áfram að dæla. Slíkt var álagið. Á laugardeginum koma svo vöru- bílstjórar saman á malarplaninu fyrir ofan Smáralind en Dóri tjakk- ur, sem er annálað snyrtimenni og er bíll hans ætíð nýbónaður, segir nokkurn meting meðal bílstjóra. „Hvað, kallarðu þetta vél? Kemst þetta eitthvað áfram?“ Þar verður sem sagt fegurðarsamkeppni eða trukkasýning. „Konur sem kalla sig trukkalessurnar, ætla að mæta og vera með sérstaka sýningu,“ segir Jói. Og Dóri tjakkur, sem hefur lifað tímana tvenna, bætir því við að sem betur fer hafi konur haldið innreið sína í stéttina fyrir nokkru. „Þær eru eitthvað um tuttugu núna og fer fjölgandi.“ Hannað hefur verið sérstakt lógó og hljómsveitin Sixties verið ráðin til að spila á Players. „Já, og það sem meira er. Þeir hafa samið sér- stakt lag í tilefni dagsins. Og einn okkar vörubílstjóra, sem kallaður er Skæringur, hefur samið sérstak- an texta. Þetta lag verður tilbúið í dag og verður gaman að heyra það,“ segir Jói Bakk. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Ég er nýbúin að venja mig á að borða morgunmat og er að vinna með snilldar ab-mjólk- urhristing sem ég bý til með frosnum berjum, múslíi og einni skeið af sykurlausri sultu. Svo fæ ég mér rótsterkt kaffi og þá er ég tilbúin í átökin.“ Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona. LÁRÉTT: 2. fjötur, 6. í röð, 8. fley, 9. illæri, 11. bókstafur, 12. óbundið mál, 14. púla, 16. í röð, 17. bókstafur, 18. ennþá, 20. óhreinindi, 21. góð einkunn. LÓÐRÉTT: 1. stórgerð jökulrák, 3. frá, 4. stjónmálastefna, 5. viður, 7. biðja innilega, 10. sefa, 13. gerast, 15. for- móðir, 16. hugur, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. haft, 6. rs, 8. far, 9. óár, 11. sé, 12. prósi, 14. baksa, 16. þæ, 17. emm, 18. enn, 20. im, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. gróp, 3. af, 4. fasismi, 5. tré, 7. sárbæna, 10. róa, 13. ske, 15. amma, 16. þel, 19. nn. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Guðmundar Gunnarssonar. 2 Jóhannes Eidesgaard. 3 Þórarinn Ingi Jónsson. „Oddinn er farinn að smyrja vél- arnar og panta pappír,“ segir útgef- andinn Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti Veröld. Hann hefur nú pant- að stærri fyrstu prentun á næstu bók Yrsu Sigurðardóttur en nokkru sinni eða tíu þúsund eintök. Pétur er þess fullviss að lesendur taki henni fagnandi enda hafa bækur Yrsu farið vel í lesendur og Aska, síðasta bók Yrsu, var ein mest selda skáldsaga ársins 2007. Yrsa er nú á leið til Grænlands til að leggja lokahönd á nýja glæpa- sögu sem væntanleg er í byrjun nóvember. Þetta er fjórða bókin um Þóru Guðmundsdóttur lög- mann og gerist að miklu leyti í ein- angruðum vinnubúðum íslensks fyrirtækis nyrst á Grænlandi, en þar hafa voveiflegir atburðir átt sér stað. Yrsa hefur áður verið á svæðinu til að kynna sér aðstæður en fer nú til að tryggja að stað- háttalýsingar séu réttar og eins til að drekka andrúmsloftið í sig. „Titill bókarinnar er Auðnin. Ég flýg til Kulusuk á morgun [í dag] en bókin gerist á austurströndinni. Fólk í búðunum fer í leyfi eins og gengur og gerist en eftir verða tveir í búðunum. Þeir hverfa og fólkið neitar að snúa til baka,“ segir Yrsa. Hún ætti að þekkja vinnubúðir vel, starfaði í tæplega fimm ár á Kárahnjúkum sem verk- fræðingur. „Mig langaði ekki til að skrifa um vinnubúðir á Íslandi. Það stendur mér of nærri,“ segir Yrsa. - jbg Yrsa til Grænlands að klára nýjan krimma DÓRI TJAKKUR: FULLKOMIÐ LAUNAJAFNFRÉTTI HJÁ TRUKKABÍLSTJÓRUM ÞÚSUND TRUKKABÍLSTJÓRAR GERA SÉR GLAÐAN DAG Brúðgumi Baltasars Kormáks er framlag Íslands til forvals Óskars- verðlaunanna. Baltasar er á því að skondið væri ef Íslendingar næðu Óskarnum fyrir verk sem byggir á verki Tsjekov. Annars er í nægu að snúast hjá Baltasar, meðal annars vinnur hann nú að handriti að Grafarþögn, næstu kvikmyndar sem hann gerir eftir bók Arnaldar Indriðasonar en Arnaldur skrifar handritið ásamt Baltasar. Ekki er til að draga úr þeim félögum sigurför Mýrarinnar um bæði Bretland og Frakkland en þar taka bíó- gestir mynd- inni opnum örmum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að spennuþáttaröðinni Svörtum englum hefði verið skipað á dagskrá RÚV á nákvæmlega sama tíma og Dagvaktinni á Stöð 2 en fyrstu þættir verða frumsýndir nú á sunnudagskvöld. Leikstjórarn- ir Óskar Jónasson og Ragnar Bragason lýstu því yfir að þeim þætti verra að vera komnir óum- beðið í samkeppni og vildu gjarnan láta innlenda dagskrárgerð njóta sín. Nú hefur komið fram tilkynning um dag- skrárbreytingu frá Stöð 2: Dagvaktinni hefur verið flýtt til klukkan 20.10 en Svartir englar eru á dagskrá RÚV klukkan 20.20. Nýr höfundur mun ryðja sér til rúms á jólabókamarkaðinum í ár. Athafnakonan og framkvæmda- stjórinn Þórey Vilhjálmsdóttir hefur skilað af sér handriti að bókinni Reykjavík barnanna. Bókina skrifar Þórey með mágkonu sinni, Lóu Auðunsdóttur hönnuði, og mun bókaforlagið Salka gefa út. Bók Þóreyjar er lýst sem hug- myndabók fyrir foreldra um hvernig hægt er að eyða tíma með börnum sínum í borg- inni. Líklegt verður að teljast að bók þessi verði vinsæl hjá einstæðum feðrum sem gætu þá kannski fækkað ferðum sínum í Húsdýragarðinn á laugardagsmorgn- um. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Landsþekktir leikarar í „human tetris“ AFTUR Á SKJÁINN Simmi og Jói verða kynnar landssöfnunarinnar „Mænan er ráðgáta,“ en auk söfnunarinnar verður mikil skemmti- dagskrá og fjórir leikarar munu keppa í svoköll- uðu „human tetris.“ YRSA SIGURÐARDÓTTIR Útgefandinn hefur pantað stærra upplag 1. prentunar en nokkru sinni áður á óútkominni bók eftirj Yrsu. JÓI BAKK OG DÓRI TJAKKUR Búa sig nú undir trukkadaginn en á laugardagskvöld koma vörubílstjórar saman, fara í sjómann og krók og gera sér glaðan dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.