Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 36 64 0 9/ 08 Toyota – tækifæri sem þú mátt ekki missa af Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Við njótum ávaxtanna á haustin. Bestu mögulegu fjármögnunarleiðir í boði. Taktu haustið með tilboði og aktu burt í nýjum Toyota. Athugið! Nú er á ný hægt að beygja af Reykjavíkurvegi inn á Nýbýlaveg þegar ekið er frá Hafnarfirði. ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 36 64 0 9/ 08 ALLIR NÝIR TOYOTA BÍLAR Á FRÁBÆRU TILBOÐI Allt að 100% fjármögnun í myntkörfu á bestu mögulegu kjörum. Ég er 100% endurvinnanlegur Endurvinnsla – í þínum höndum Í dag er miðvikudagurinn 17. september, 261. dagur ársins. 6.57 13.22 19.45 6.40 13.06 19.31 Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt floga- kast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifa- laust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í saman- burði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kven- sniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þving- aðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar. EN jöfn réttindi kynjanna eru því miður ekki náttúrulögmál frekar en réttlæti yfirhöfuð og ríkjandi hugarfar hefur tilhneigingu til að snúa blinda auganu að því misrétti sem enn lifir. Þrátt fyrir allt sem áunnist hefur sitjum við enn uppi með launamun kynjanna sem sam- kvæmt síðustu könnun í opinberu stéttarfélagi hefur aukist en ekki minnkað. Þegar búið er að taka allar mögulegar breytur með í reikninginn eru konur í þessu félagi metnar til rúmlega 17% lægri launa en karlar. MIÐALDRA karllæknir sem skoðaði eitt sinn börnin mín kenndi sárlega í brjósti um mig fyrir að eiga bara dætur. Orðrétt taldi mannkertið það reyndar skelfi- lega þunnan þrettánda. Hann sjálf- ur væri hins vegar svo heppinn að eiga tvo drengi sem væru sann- kallaðir grallarar og gleðigjafar, mikið óskaplega sem væri nú gaman að fylgjast með uppátækj- unum. Og sagði því til sönnunar nokkrar skemmtilegar sögur af þessum indælu strákum. Dóttir hans var hins vegar ekki frásagn- ar verð, kannski 17% minna virði. FÆST okkar hinna sem erum svo lánsöm að búa við meiri jöfnuð en þekkist víðast í veröldinni mynd- um þola að dætur okkar fengju síður leikskólapláss en synir, eða þær fengju lélegri kennslu, mat og heilsugæslu eða hefðu ekki möguleika á að fá ágætiseinkunn vegna þess að þær eru stúlkur. Það er því óskiljanlegt að þegar þessar sömu stúlkur koma út á vinnumarkaðinn skulum við með þögn og aðgerðarleysi blessa lakari kjör fyrir þær en þá. Svindlað á okkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.