Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 1
Staða sparisjóðanna: Stór orð á veikum grunni 6 Sagan á bak við Lehman Brothers heyrir sögunni til Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 17. september 2008 – 38. tölublað – 4. árgangur Skuldatryggingarálagið Mikill áhugi á CDS-inu 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ingimar Karl Helgason skrifar „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þús- und manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríf- lega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var ein- huga um að það væri félaginu og þar með hluthöf- um til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flug- rekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var ef- laust rétt ákvörðun á þeim tíma,“ segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgang- ur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíð- ar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út,“ segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eim- skipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endur- fjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi.“ Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töl- uðum ekki við,“ segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem fé- lagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins.“ Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjár- festingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf.“ Sjá síðu 4 XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips fullyrðir að tilboði um endurfjármögnun XL Leisure hafi verið hafnað í fyrra- sumar. Stjórnarmaður í XL segir að allt hafi verið reynt. Lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands hefst á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar komin verða fram „sterk merki um kólnun“, segir í nýrri spá grein- ingardeildar Kaupþings. Óvissuþættir gætu hvort heldur sem er flýtt eða frestað lækkunarferlinu. „Vextir gætu lækkað fyrr eða í desember næst- komandi ef kólnunin verður hraðari, svo sem ef aðstæður ytra versna enn frekar. Forsendur geta skapast fyrir hraða verðhjöðnun og bratt vaxta- lækkunarferli á árinu 2009 ef stöðugleiki eða styrk- ing skapast á gjaldeyrismarkaði,“ segir í spá grein- ingardeildarinnar. Í lok næsta árs er því spáð að stýrivextir standi hér í níu til tíu prósentum. Fram kemur að skortur á trúverðugleika standi helst í vegi vaxtalækkunar á þessu ári, þar sem markaðurinn kunni að túlka of bráða vaxtalækkun sem eftirgjöf og undanlátssemi. Um leið er bent á að hagtölur berist með nokkurri töf og því muni nokkur tími líða frá því að kólnun- in hefst og þar til hún fæst staðfest í tölum. „Þessi skortur á trúverðugleika tefur því vaxtalækkunar- ferlið og felur í sér töluverðan kostnað þar sem nið- ursveiflan verður dýpri en ef vaxtalækkunarferlið hæfist fyrr. Við þetta má bæta að mjög erfitt er að hefja lækkun vaxta svo lengi sem krónan er undir jafnmiklum þrýstingi,“ segir í spánni. - óká Lækkun ekki fyrr en á nýju ári Brann yfir | Kauphöllinni í Moskvu í Rússlandi var lokað í klukkustund í gær eftir að MICEX-vísitalan hafði hrunið um 16,6 prósent. Þetta er þar með versti dagurinn í kauphöll- inni í áratug. Vísitalan endaði í nítján prósenta falli. Óttast samdrátt | Olíuverð fór niður fyrir 90 dali á tunnu í gær- morgun. Mikill taugatitringur hefur verið á fjármálamörkuð- um í vikunni og hafa fjárfest- ar losað um stöður sínar í olíu af ótta við að samdráttarskeið sé að renna upp. Verðbólga eykst | Verðbólga mældist 4,7 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt gögn- um bresku hagstofunnar sem birt voru í dag. Hún hefur ekki verið meiri í ellefu ár og kemur í veg fyrir að Bretar geti lækkað stýri- vexti í bráð. Vondur skellur | Fall á banda- rískum hlutabréfamörkuðum á mánudag er það versta frá hryðjuverkaárásunum á Banda- ríkin 11. september árið 2001. Fljúgandi jákvæðir | Norska ríkisstjórnin veitti samþykki sitt í vikunni fyrir hugsanlegri sölu á norræna flugfélaginu SAS. Lík- legt er að þýski flugrisinn Luft- hansa leggi fram tilboð í félagið. „Björgólfur Guðmundsson hefur aldrei komið nálægt flugrekstri,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Björgólfsfeðga, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að Björgólf- ur Guðmundsson hafi verið stór hluthafi í Eimskip frá árinu 2003 og til þess dags að félagið var selt Avion Group. „Hann var ótengdur félaginu þegar sölu- samningar á flugrekstrareining- um voru gerðir og skrifað var undir ábyrgðir sem nú hafa fall- ið á félagið. Hann var einnig ótengdur félaginu þegar upplýs- ingar komu frá XL–flugfélaginu í aðdraganda skráningar félags- ins í Kauphöll á Íslandi en frétt- ir hafa verið um meinta föls- un þessara upplýsinga. Björgólf- ur kom aftur að félaginu eftir skráningu í Kauphöllinni og eftir að það var aftur orðið aðeins skipafélag,“ bætir Ásgeir við. Hann bendir ennfremur á að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi ekkert komið að Eimskip frá því það var selt til Avion Group. „Það er af persónulegum ástæð- um sem hann tekur nú á sig ásamt föður sínum þær ábyrgðir sem fallið hafa á félagið.“ - bih „Persónulegar ástæður“ 7 Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Svansmerkt prentverk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.