Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 7
H A U S MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 F R É T T I R Með gjaldþroti Lehman Broth- ers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónar- sviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðal lega við bómullar viðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verð- bréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrir- tækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fast- eignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuld- vafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafn- inga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakrepp- an gerði vart við sig fullviss- aði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættu- sömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman af- skrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórð- ungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skulda- bréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í ills- eljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingar- banka, að Merrill Lynch frá- töldum. Ólíkt Merrill átti Leh- man hins vegar lítið af eign- um sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Leh- man út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjald- þrot óumflýjanlegt. - msh S A G A N Á B A K V I Ð Lehman Brothers HÖFUÐSTÖÐVAR LEHMAN OG ENGIN FÆRSLUGJÖLD www.nb.is M iðast við m eðal-yrdráttarvexti á sam bæ rileg um reikningum . Kynntu þér málið og sæktu um á www.nb.is eða hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 550 1800. Nýir viðskiptavinir Netbankans sem sækja um debetkort án færslu- og árgjalda, fá 18,45% yrdráttarvexti fyrstu 6 mánuðina sem þeir eru í viðskiptum. Að auki býðst nýjum viðskiptavinum almennt e-Vildarkort án árgjalds fyrsta árið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.