Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 4
4 18. september 2008 FIMMTUDAGUR ÚKRAÍNA, AP Stjórnarslit urðu í Úkraínu í gær og er reiknað með erfiðum stjórnarmyndunarvið- ræðum eða jafnvel nýjum kosningum. Stjórnarsam- starf flokkanna tveggja, sem báðir vilja að Úkraína tengist Vesturlöndum nánari böndum frekar en að falla í faðm Rússa, entist ekki nema í níu mánuði. Innbyrðis átök og allt að því persónuleg óvild flokksleiðtog- anna, þeirra Viktors Jústsjenko forseta og Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra, urðu stjórninni að falli. - gb Stjórnarslit í Úkraínu: Samstarfið ent- ist í níu mánuði JÚLÍA TÍMOSJENKO Mynd sem birtist í gær af mislægum gatnamótum var gerð af Hönnun og er í eigu Vegagerðarinnar. LEIÐRÉTTING VINNUMARKAÐUR Heildarlauna- greiðslur stóru viðskiptabank- anna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, námu samtals 112 milljörðum króna á síðasta ári. Tæplega helmingur fjárhæð- arinnar, 54 milljarðar króna, fóru til starfsfólks bankanna á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknar- flokksins. Jafnframt segir að á árunum 1998-2005 hækkuðu meðal atvinnutekjur í fjármálageiranum um tæp 65 prósent að raungildi. Er það rúmlega tvöfalt það sem atvinnutekjur almennt hækkuðu að meðaltali. - bþs Launagreiðslur bankanna: Voru 112 millj- arðar árið 2007 Vatnstjón á Suðurnesjum Nokkurt vatnstjón varð í geymslu í húsi við Smáratún í Reykjanesbæ þar sem niðurföll höfðu ekki undan rigningarvatni sem flæddi inn í húsið. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja aðstoðaði við að losa frá niðurföllum og dæla vatni úr geymslunni. LÖGREGLUFRÉTTIR Vöruflutningabifreið valt Vöruflutningabifreið fór út af og valt í Fossfirði skammt frá Bíldudal í gær- morgun. Ökumanninn sakaði ekki. Þakplötur fjúka á Suðureyri Lögreglan á Vestfjörðum fékk til- kynningu í fyrrinótt um að járnplötur væru að fjúka af þaki íbúðarhúss á Suðureyri. Björgunarsveitarmenn festu plöturnar. UMHVERFSIMÁL Ísbreiðan á Norður-Íshafi hefur nú náð hámarks-sumarsamdrætti sínum í ár án þess að slá það met hámarkssamdráttar sem sett var í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum bandarísku Ís- og snjógagnastofnunarinnar (NSIDC) í Colorado, sem fylgst hefur með útbreiðslu íssins á norðurskauti með hjálp gervi- hnatta allt frá árinu 1972. Þann 12. september 2007 mældist flatarmál ísbreiðunnar 4,1 milljón ferkílómetrar, en í ár fór hún niður í 4,5 milljón ferkílómetra áður en hún fór að stækka á ný samfara kólnun haustsins. Fréttavefur BBC hefur eftir Walt Meier hjá NSIDC að þessar niðurstöður sýni samt að ísbreiðan haldi áfram að minnka. - aa Útbreiðsla íshafsíssins: Ekki nýtt met bráðnunar í ár SAMGÖNGUMÁL Hagnaður Íslands- pósts af bréfapósti sem varinn er einkarétti hefur lækkað úr tæpum 300 milljónum árið 2004 niður í ellefu milljónir í fyrra, þrátt fyrir að gjaldskrár hafi verið hækkað- ar umfram kostnað á tímabilinu. Gjaldskrá fjölpósts, þar sem fyr- irtækið er í harðri samkeppni við einkaaðila, hefur ekki hækkað neitt þrátt fyrir að dreifing bréfa og fjölpósts byggi á sama dreifi- kerfi. Forstjóri vill ekki ræða rekstur fyrirtækisins eða skýra einstaka þætti hans. Íslandspóstur, sem er hlutafé- lag í ríkiseigu, hefur hækkað gjaldskrá á bréfum í einkarétti um 56 prósent síðan í apríl 2005. Einkarétturinn hefur hækkað töluvert umfram allar kostnaðar- hækkanir á tímabilinu en hagnað- urinn af þessum hluta rekstursins hefur samt minnkað, farið úr tæpum 300 milljónum króna árið 2004 niður í ellefu milljónir í fyrra. Tekjur Íslandspósts af einkarétti árið 2004 var um 2,1 milljarður króna en voru 2,6 millj- arðar í fyrra. Tekjurnar hafa því hækkað um 577 milljónir á tíma- bilinu en gjöld um 850 milljónir króna. Sem hlutfall af tekjum hefur hagnaður fyrirtækis lækk- að úr 13,3 prósentum árið 2004 í 0,4 prósent í fyrra. Aðspurður vill Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Íslandspósts, ekki skýra ástæður þess að hagn- aðurinn af einkarétti hefur minnk- að eins mikið og raun ber vitni þrátt fyrir hækkanir til að mæta kostnaði. Hann segir allar hækk- anir á gjaldskrá bréfa í einkarétti hafa verið sam- þykktar af Póst- og fjarskipta- stofnun, eins og lög gera ráð fyrir, eftir ítar- legan rökstuðn- ing fyrirtækis- ins. Rökstuðning- ur fyrirtækis- ins, sem birtist í erindum til Póst- og fjarskipta- stofnunar, er ólga á vinnumark- aði, almennar kostnaðarhækkanir og fjármögnun framkvæmda við ný pósthús á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hvað gjaldskrár fyrirtækisins af fjölpósti varðar segist hann ekki geta rætt við blaðamann Fréttablaðsins. „Ég svara ekki samkeppnisaðilum um hvernig við rökstyðjum okkar samkeppn- isgjaldskrár. [Pósthúsið sem sér um dreifingu á Fréttablaðinu er í eigu 365 miðla. innsk. blaða- manns].“ Ingimundur segist þó efast um að verð á fjölpósti sé óbreytt frá árinu 2004; um sé að ræða grunn- gjaldskrá yfir fjölpóst sem segi ekki nema hálfa söguna. Verð byggi á samningum við einstaka viðskiptavini að hluta. svavar@frettabladid.is Hagnaður að engu þrátt fyrir hækkanir Hagnaður Íslandspósts af einkaleyfisrekstri hefur nánast orðið að engu á þrem- ur árum þrátt fyrir hækkanir upp á tugi prósenta á sama tímabili. Forstjóri vill ekki svara því hverju þetta sætir og hafnar því að ræða rekstur fyrirtækisins. INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON PÓSTBURÐUR Tekjur Íslandspósts af einkaleyfisrekstri hafa verið 2,2 til 2,6 milljarðar á ári frá 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 16° 12° 10° 14° 19° 16° 16° 19° 15° 29° 30° 20° 17° 27° 23° 29° 16° 6 Á MORGUN 8-13 m/s LAUGARDAGUR 8-15 m/s austan til, annars hægari 10 10 12 12 13 12 12 12 12 15 10 13 10 13 13 15 10 14 12 15 10 12 12 12 1212 8 12 13 108 HORFUR UM HELGINA Í grófum dráttum má segja að fremur stífar suðvest- lægar áttir verði um helgina. Mikil rigning sunnan til og vestan á laugardag en úr- komulítið austast. Á sunnudag verða víða skúrir, síst þó norðaustan og austan til. Þannig að Austurlandið verður í besta veðr- inu þessa helgina. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar féll um sextán prósent í gær og endaði í lægsta gildi frá upphafi, 42 sentum á hlut. Það hefur fallið um 87 prósent á árinu, þar af um heil fimmtíu prósent í þessari viku einni. Gengi bréfa í líftæknifyrirtæk- inu fór á átján dali á hlut í frum- útboði fyrir skráningu þess á Nasdaq-markaðinn í júlí fyrir átta árum. Á fyrsta viðskiptadegi fór það í rúman 31 dal á hlut áður en það tók að gefa eftir. Dæmi eru um að gengi bréfa í félaginu hafi farið á rúma 60 dali á hlut á gráa markaðnum svokallaða áður en blásið var til frumútboðsins. Gengið hefur sveiflast talsvert síðan þá, fór allt niður í rúma 1,6 dali á hlut árið 2002 áður en það reis á ný og fór hæst í tæpa þrettán dali tveimur árum síðar. Síðastliðin tvö ár hefur verulega hallað á bátinn og fór það lægst í 42 sent á hlut eins og fyrr sagði í gær. Innan þess tíma hefur það sveiflast verulega, um rúm 100 prósent, líkt og tilhneiging er hjá félögum sem flokkast undir aurabréf á banda- rískum hlutabréfamarkaði. Miðað við gengi deCode í gær nam mark- aðsverðmæti félagsins 25,6 millj- ónum dala, jafnvirði rúmra 2,4 milljarða íslenskra króna. - jab Gengi hlutabréfa í DeCode lekur í lægsta gildi nær hvern einasta dag: Fallið um 87 prósent á árinu KÁRI STEFÁNSSON Markaðsverðmæti DeCode nam um 2,8 milljörðum íslenskra króna um kvöldmatarleytið í gær. Það hefur fallið um 87 prósent á rúmum níu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokk flokksins að gera Jón Magnússon þingmann að þingflokksformanni í stað Kristins H. Gunnarssonar, núverandi þingflokksfor- manns. „Verkaskipt- ingin er mál þingflokksins, ekki miðstjórn- arinnar,“ sagði Kristinn í gær. Hann segir vegið að Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni flokksins, með áskorun- inni. Um sé að ræða hluta af tilraun til að grafa skipulega undan formanninum. Ekki náðist í Guðjón Arnar við vinnslu fréttarinnar í gær. - bj Miðstjórn Frjálslynda flokksins: Vilja Kristin úr embætti KRISTINN H. GUNNARSSON GENGIÐ 17.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 172,7131 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 92,34 92,78 164,81 165,61 131,13 131,87 17,571 17,673 15,85 15,944 13,66 13,74 0,8725 0,8777 143 143,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.