Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 8
8 18. september 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Engan sakaði þegar sprenging varð í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Gat kom á spanofn í verksmiðj- unni svo fljótandi málmur slettist á kælileiðslur við ofninn. Við það varð sprenging og kviknaði eldur í kjölfar hennar. Að sögn lögreglunnar gekk mjög vel að rýma verksmiðjuna en slökkvilið, sjúkraflutninga- menn og lögreglumenn frá Borgarnesi og Akranesi voru strax sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistörfum lokið skömmu upp úr klukkan tíu. Töluverðar skemmdir urðu á ofninum og þar í kring. Rann- sókn stendur yfir. - ovd Gat kom á spanofn: Sprenging á Grundartanga Þak á útihúsi að fjúka Björgunarsveitarmenn frá Dalvík voru í gærmorgun kallaðir að Litlu- Hámundarstöðum þar sem þak og þakplötur voru tekin að losna í veður- hamnum. Mönnunum tóks að festa þakið og koma í veg fyrir að það fyki. LÖGREGLUFRÉTTIR Járnplötur á loft Björgunarsveitarmenn frá Árskógs- strönd fóru snemma í gærmorgun í útkall á Hauganes þar sem járnplöt- ur í stafla voru farnar að fjúka um. Mönnunum tókst að fergja plöturnar. Bátur losnar á Skagaströnd Lögreglan á Blönduósi fékk tilkynn- ingu um klukkan hálf fjögur í fyrrinótt að bátur væri að losna í höfninni á Skagaströnd. Starfsmönnum hafnar- innar var gert viðvart og tókst þeim að festa bátinn aftur. 1. Hvað heitir fréttastjóri sameinaðra fréttastofa visir.is og Stöðvar 2? 2. Hvað heitir rúmenska liðið sem sigraði Roma í Meistara- deildinni í fyrrakvöld? 3. Af hvaða ljóðskáldi hefur borgarstjórn Reykjavíkur ákveð- ið að láta gera styttu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss SIMPLY CLEVER FJÓRIR LÍTRAR Á HUNDRAÐIÐ. ÞAÐ ER STÖÐUGLEIKI Í ÞVÍ. EFNAHAGSMÁL „Fjárfestar halda sig nú frá áhættusömum myntum. Íslenska krónan er í þeim flokki,“ segir Þorbjörn Atli Sveinsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Kaupþings. Gengi íslensku krónunnar féll um tæp fjögur prósent þegar verst lét í gær. Fallið gekk lítillega til baka og stóð gengisvísitalan í 176 stigum í dagslok. Krónan hefur nú fallið um 32 prósent frá áramót- um, þar af um 4,3 prósent í vik- unni. Fallið er þyngra í krónu en á öðrum hávaxtamyntum. Þorbjörn segir við þetta bætast að eftir litlu sé að slægjast með kaupum á íslenskum krónum. Vaxtamunurinn á gjaldmiðla- skiptamarkaði, sem haldið hafi uppi genginu framan af árinu, sé nú orðinn lítill, í kringum tvö pró- sent þrátt fyrir háa stýrivexti og sjái fjárfestar sér því eflaust minni hag en áður í kaupum á krónum. „Því virðist stöðunni nú svipa til þess sem var í lok mars,“ segir hann. Á þeim tíma stóð gengisvísital- an fast við 160 stigin og brást Seðlabanki Íslands við með hækk- un stýrivaxta upp á 1,25 prósent á aukaákvörðunardegi auk annarra aðgerða. Hálfum mánuði síðar hækkaði bankinn vextina á ný um 50 punkta og fóru þeir við það í 15,5 prósent. Líkt og í gær hefur gengi krónu sveiflast mikið innan dags og þykir ólíklegt að Seðlabankinn grundvalli ákvörðun stýrivaxta við slíkar skammtímasveiflur. Fremur megi reikna með að Seðla- bankinn horfi til gengisþróunar til lengri tíma líkt og í vor. Samhliða mikilli veikingu krón- unnar nú hafa erlendir gjaldmiðl- ar, svo sem evra og norrænu mynt- irnar, aldrei verið dýrari í krónum talið. Evran stóð í 133,7 krónum í lok gærdagsins og danska krónan í tæpum átján krónum. Banda- ríkjadalur, sem kostaði 94,6 krón- ur í gær, hefur ekki verið dýrari síðan í apríl fyrir sex árum en eft- irspurn eftir Bandaríkjadölum á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum upp á síðkastið hefur ýtt mjög undir hækkun hans síðustu vikur. Viðmælendur Markaðarins segja þróun krónunnar ráðast af ytri aðstæðum fremur en innlend- um. Krónan muni ekki jafna sig að ráði fyrr en skilyrði á erlendum mörkuðum batni og því megi reikna með að aðgengi að erlendu lánsfé aukist ekki fyrr en á næsta ári. Til marks um stöðuna er að svo mikill skortur varð á erlendum gjaldeyri í Noregi að lokað var fyrir gjaldeyrisviðskipti á milli- bankamarkaði þar í fyrradag. Norski seðlabankinn greip strax til aðgerða og jók aðgengi að Bandaríkjadölum til þess að gera bönkum kleift að stunda hefð- bundin viðskipti. jonab@markadurinn.is Krónan aldrei lægri Fjárfestar sjá lítinn hag í kaupum á krónum og snúa við henni baki. Krónan fell- ur fram af hengiflugi við erfiðar aðstæður á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. KRÓNAN OG AÐRAR MYNTIR Gjaldmiðill Síðast í sama gildi Bandaríkjadalur Í apríl 2002 Evra* aldrei dýrari Dönsk króna aldrei dýrari iNorsk króna aldrei dýrar Sænsk króna aldrei dýrari Japanskt jen aldrei dýrara * Evran var innleidd 1. janúar 1999 „Þetta er orðið verulega óþægilegt. Við erum komin að sársaukamörkum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans. Hún bendir á að gengi krónu sé mjög veikt í sögulegu samhengi. Það muni hins vegar leiðrétta sig til lengri tíma litið, en ekki endilega í gegnum nafngengið. Mikilvægt sé að gengisþróun síðustu daga leiði ekki til hærra verðlags, því að það dragi úr líkunum á því að veiking krónunnar gangi til baka. „Því meiri verðbólga, því minni líkur á að krónan gangi til baka. Auðvitað vonar maður að gengið rétti sig af, fremur en að verð- bólgan æði áfram,“ segir hún. Erum komin að sársaukamörkum EDDA RÓS GENGISÞRÓUN FRÁ ÁRAMÓTUM jan feb mar apr maí jún júl ágú sep 200 150 100 50 0 EUR GBP USD ÍSK TÆKNI Heimsins kraftmesta raf- magnsmótorhjól, Killacycle frá Colorado í Bandaríkjunum, verður til sýnis á ráðstefnunni Driving Sustainability ´08 sem fram fer á Hótel Nordica í dag og á morgun. Hönnuður Killacycle-hjólsins og eigandi, Bill Dubé verður með kynningu á tækninni að baki þessu einstaka farartæki, sem sett hefur hvert hraða- og spyrnumetið á fætur öðru á síðustu árum. Í desember síðastliðnum fór það kvartmíluna í fyrsta sinn á undir átta sekúndum, en það er lang- besti spyrnutími sem rafdrifið farartæki hefur nokkru sinni náð. Auk þessa ofurmótorhjóls verða öllu hversdagslegri en þó nýstár- leg farartæki til sýnis og til umfjöllunar á ráðstefnunni, svo sem rafmagnsvespur og rafreið- hjól. Sú þróun sem orðið hefur í rafhlöðutækni á síðustu árum hefur nú gert rafdrif í svo léttum farartækjum að mjög hagnýtum og hagkvæmum kosti til að kom- ast mengunar- en þó áreynslulaust milli staða innanbæjar. Þetta er í annað sinn sem alþjóð- lega ráðstefnan Driving Sustaina- bility er haldin, en rafvæðing öku- tækja, stórra sem smárra, er í brennidepli dagskrár hennar í ár. Meðal annarra dagskrárliða má nefna kynningu á „i MiEV“-raf- bílnum frá Mitsubishi og á tilraun til að fljúga umhverfis hnöttinn á sólarrafdrifinni flugvél. - aa Rafvæðing ökutækja í brennidepli alþjóðlegu ráðstefnunnar Driving Sustainability: Ofur-rafmótorhjól til Íslands RAFKRAFTUR Killacycle í „burnout“ fyrir spyrnu í Woodburn í Oregon í lok ágúst. LJÓSMYND/KILLACYCLE.COM ALÞINGI Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og Hallgerður Gunnars- dóttir, eiginkona hans, héldu í gær í opinbera heimsókn til Rússlands í boði forseta Dúmunnar. Með í för eru þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Guðni Ágústsson og Guðjón Arnar Kristjánsson auk Helga Bernódus- sonar, skrifstofustjóra Alþingis, og Jörundar Kristjánssonar starfs- manns þess. Í heimsókninni verður rætt við forseta rússneska þingsins, aðstoðarutanríkisráð- herra og formenn þingnefnda, sem og fulltrúa íslenskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. - bþs Átta frá Alþingi í Rússlandi: Ræða við rúss- neska pólitíkusa VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.