Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 10
18. september 2008 FIMMTUDAGUR VEÐUR „Við sáum þetta ekki fyrr en í morgun,“ segir Sandra Sveinsdóttir Nielsen, íbúi í Furugerði í Reykjavík, um tvö reynitré sem féllu í garðinum við hús hennar í óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. Hún segir mikið áfall að sjá stór og falleg tré fara með þessum hætti. Það sé þó mikil mildi að trén féllu inn í garðinn en ekki út á götu eða á bíla nágranna þeirra. Hún segir tryggingar ekki bæta tjónið. „Þannig að þessi fallegu tré eru ekki metin til fjár en við eigum þá allavega nóg í arininn í vetur,“ segir Sandra. Nokkuð sá á gróðri á höfuðborgarsvæðinu eftir veðrið í fyrrinótt. Mest var um að greinar brotnuðu af trjám en eitthvað var um að tré rifnuðu upp með rótum. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að um 70 björgunarsveitarmenn af höfuðborgar- svæðinu hafi verið við vinnu á meðan óveðrið gekk yfir. Þeir hafi sinnt á fimmta tug aðstoðarbeiðna af ýmsum toga en sem fyrr hafi verið mest um fok á lausum munum, þakplötum og vinnupöllum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 21 útkalli vegna óveðursins og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 16 útköllum vegna vatnsleka í húsum í fyrrinótt og gærmorgun. Í flestum tilfellum höfðu niðurföll eða holræsi stíflast eða vatn fundið sér leið inn í húsin. Eitthvað var um skemmdir af völdum þessa en engar þeirra eru taldar mjög alvarlegar. - ovd Skemmdir á höfuðborgarsvæðinu af völdum óveðurs sem gekk yfir í fyrrinótt: Trén rifnuðu upp með rótum RIFNUÐU UPP MEÐ RÓTUM Reynitrén tvö við Furugerði rifnuðu upp með rótum í óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL „Þetta er ágætis innlegg í umræðuna og fínt hjá Framsókn- arflokknum að leggja í þessa vinnu,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra um gjaldeyr- isskýrslu Framsóknarflokksins. „Niðurstöðurnar undirstrika þá skoðun okkar Samfylkingarmanna að í raun eru aðeins tvær leiðir færar; styrkt króna eða evra með aðild að Evrópusambandinu.“ Björgvin kveðst vona að í fram- haldi skýrslunnar móti Framsókn- arflokkurinn sér skarpa stefnu í Evrópumálunum því ekki sæki Samfylkingin ein um Evrópusam- bandsaðild. Til þess þurfi breiða pólitíska samstöðu. „Ef þetta verð- ur Framsókn vegvísir að þeirri stefnu að sækja um aðild þá er það gott,“ segir hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýrsl- una jákvæða en sjálfar niðurstöð- urnar koma honum ekki á óvart. Hann segist sammála því að sam- hæfa þurfi betur ríkisfjármál og stefnu Seðlabankans, slíkt hljóti að verða skoðað í þeirri fræðilegu úttekt á peningamálastefnunni sem forsætisráðherra hafi boðað. Þá komi til dæmis fram hve stór gjald- eyrisvaraforðinn þurfi að vera. „Seðlabankinn og peningamála- stjórnin eru grundvallaratriði í hagstjórn en í þessu er ekki ein- hver einn stór sannleikur eða endanleg lausn.“ Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir jákvætt að Framsóknarflokk- urinn skuli fjalla um málin og telur heiðarlegt af honum að viðurkenna hlut sinn „í þeim gríðarlegu hag- stjórnarmistökum sem gerð voru í ríkisstjórnarsamstarfinu langa við Sjálfstæðisflokkinn“ eins og hann orðar það. Jón segir á hinn bóginn alvarlegt – og undirstriki ábyrgðar- leysi Framsóknarflokksins – að hann skuli tala krónuna niður og daðra við Evrópusambandið. „Við búum við krónuna og þetta botn- lausa evrutal dregur athyglina frá raunveruleikanum sem við er að fást,“ segir Jón. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, segir gott hjá Framsóknar- flokknum að gera skýrsluna. „Svona eiga stjórnmálaflokkar að vinna,“ segir hann og kveðst sam- mála þeirri niðurstöðu að kostirnir séu tveir; króna eða evra. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að halda beri krónunni, Íslendingar þurfi hvort eð er að vinna sig sjálfir út úr vandanum og áframhaldandi for- ræði yfir peningamálunum sé mikilvægt. Fórnarkostnaðurinn við evru sé meiri en ávinningurinn. bjorn@frettabladid.is Skýrsla Framsóknar sögð gott framtak Þingmenn úr öllum flokkum segja gjaldmiðilsskýrslu Framsóknarflokksins gott innlegg í umræðuna. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart. Viðskiptaráð- herra vonar að hún vísi framsóknarmönnum veginn í átt að umsókn að ESB. KRISTINN H. GUNNARSSON JÓN BJARNASON ILLUGI GUNNARSSON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON SEÐLABANKI ÍSLANDS Skýrsla gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins beinir á ný kastljósinu að stjórn peningamála. Þingmenn allra flokka fagna skýrslunni og telja hana ágætt innlegg í umræður um efnahagsmál. FRÉTTABLAÐ/HEIÐA JEMEN, AP Sprengjuárásir voru gerðar á bandaríska sendiráðið í Jemen í gær. Árásirnar virðast hafa verið vandlega skipulagðar. Fimm sprengjur voru sprengdar og síðan sátu leyniskyttur fyrir jemenskum hjálparstarfsmönn- um sem fyrstir komu á vettvang eftir að sprengjurnar sprungu. Enginn bandarískur starfsmað- ur sendiráðsins slasaðist, en einn jemenskur öryggisvörður við sendiráðið lést, auk þess sem fjórir jemenskir hermenn og fimm aðrir vegfarendur létu lífið. Einnig létust árásarmennirnir, sem voru sex talsins. Sumir þeirra voru klæddir í jemenska hermannabúninga. „Þessi árás minnir okkur á þá viðvarandi ógn sem okkur stafar af öfgasinnuðum ofbeldismönn- um bæði heima og erlendis,“ sagði Gordon Johndroe, talsmað- ur Bush Bandaríkjaforseta. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði árásina bera öll merki þess, að Al Kaída hafi verið að verki. Hann sagði árásarmönn- unum þó ekki hafa tekist að rjúfa veggi sendiráðsins. Á síðustu árum hefur fjórum sinnum verið gerð árás á þetta sendiráð, en mannfall hefur aldrei verið jafn mikið og í þetta skiptið. - gb Sextán manns lágu í valnum eftir sprengjuárásir á sendiráð í Jemen: Vandlega skipulagðar árásir FYRIR UTAN SENDIRÁÐIÐ Árásin er sögð bera öll merki þess að Al-Kaída hafi verið að verki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...gaman saman! TILBOÐIN GILDA 18. - 21. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is FRUIT PASSION ÁVAXTASAFI APPELSÍNU OG TROPICAL 199 kr/stk. TRÖNUBERJASAFI 1l OCEAN SPRAY 197 kr/stk. 298 kr/stk. ALLT Í EINUM PAKKA! 34% afsláttur ÓTRÚLEGA SVALANDI DÓRU MÖFFINS-MIX 359 kr/pk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.