Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 12
18. september 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna eru missáttir við framkvæmd þinghaldsins í sept- embermánuði og vilja gera á því breytingar. Níu mál urðu að lögum á fram- haldsfundunum og voru sjúkra- tryggingar og þróunarsamvinna þeirra umfangsmest. Um sum mál- anna var varla rætt í þingsalnum. Á hinn bóginn voru viðamikil mál, sem ágreiningur ríkir um, tekin út úr þinginu til frekari meðferðar í ráðuneytum. Á það við um innleið- ingu matvælalöggjafar ESB og skipulagslög. Katrín Jakosdóttir, varaformað- ur VG, segir að þingnefndir hefðu mátt vinna betur í málum í sumar enda þurfi mál að komast á rekspöl eigi þinghald í september að virka sem skyldi. „En að sumu leyti fannst mér þetta ekki takast illa,“ segir Katrín. „Til dæmis var gott að fá tækifæri til að taka upp umræð- ur um efnahagsmálin og stóriðju sem brunnu á mönnum.“ Birkir Jón Jónsson, Framsóknar- flokki, segir þinghaldið hafa verið fullstutt og því hafi umræður um til dæmis efnahagsmál og umhverfis- mál orðið styttri en efni stóðu til. Hann segir að margt megi bæta í septemberþinghaldi framtíðarinn- ar og nefnir fyrirspurnir í því sam- bandi. „Við vörpuðum fram mörg- um spurningum til ráðherra en margir þeirra voru ekki viðstaddir þegar fyrirspurnirnar voru á dag- skrá. Þetta þarf að endurskoða.“ Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, kveðst hreinlega hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ég flutti tvö frumvörp í vetur, þau voru lögð fram í mars, en mér gafst ekki færi á að mæla fyrir þeim í vor. Ég hélt því að ég fengi að tala fyrir þeim núna en það var ekki. Þetta var klæðskerasniðið fyrir ríkisstjórn- ina að koma sínum málum í gegn,“ segir Grétar. „Kannski hugmyndin hafi verið að þetta yrði eitthvert afgreiðsluþing en eiga þá ekki allir að vera jafnir? Á ekki minnihlutinn að fá að koma einhverju að?“ spyr Grétar Mar. Einar Már Sigurðarson, Samfylk- ingunni, er þeirrar skoðunar að septemberþingið hafi tekist vel. Það létti á lokum vorþings og hugs- anlega einnig á almennri pólitískri umræðu á komandi haustþingi. Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðis- flokki, er sama sinnis. „Þetta tókst ágætlega og það var heimikið gert þótt ekki hafi allt klárast,“ segir hann. bjorn@frettabladid.is Vilja breytingar á septemberþinginu Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru ekki að fullu sáttir við framkvæmd þing- haldsins í septembermánuði. Vilja þeir ýmist meiri vinnu í nefndum, rýmri tíma til umræðna eða færi á að flytja mál sín. Stjórnarliðar eru ánægðir. FRÁ ALÞINGI Ögmundur Jónasson tók virkan þátt í umræðum um sjúkratrygginga- frumvarpið á þinginu sem lauk í síðustu viku. Hér hripar hann niður minnispunkta. Lúðvík Bergvinsson situr íhugull að baki honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að láta gera óháða úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg. Borgarfulltrúar Vinstri grænna lögðu tillöguna fram. Í greinargerð sem fylgir henni segir að tilefnið sé ný könnun SFR sem sýnir að kynbundinn launa- munur hefur aukist um þrjú pró- sent hjá Reykjavíkurborg á einu ári, úr 14 prósentum í 17. Launa- munur kynjanna hefur aukist meira hjá opinberum aðilum en á almennum vinnumarkaði. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir mik- ilvægt að borgarstjórn bregðist hratt við vísbendingum um aukinn launamun kynjanna. „Það eru blik- ur á lofti um að staða kvenna sé síst að skána á vinnumarkaðnum og við þurfum að halda vöku okkar, sérstaklega þegar harðnar á daln- um. Svo virðist sem það séu frek- ar konur en karlar sem missi störfin þá,“ segir Svandís. Hún segist mjög ánægð með stuðning Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra við tillöguna, en hún var samþykkt samhljóða. Þá segir hún mikilvægt að fá utan- aðkomandi aðila til að kanna málin. „Ætlunin er að bera niður- stöðurnar saman við kannanir verkalýðshreyfingarinnar. Þá er það heilbrigðismerki að fá reglu- lega skoðun utan frá. Við höfum ekkert að fela hjá Reykjavíkur- borg.“ - kóp Kynbundinn launamunur hjá Reykjavík jókst um þrjú prósent á einu ári: Launamunur kannaður SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Borgarstjórn samþykkti tillögu Vinstri grænna um óháða úttekt á kynbundnum launamun hjá borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SMURT SKORIÐ Býðst að taka þátt í nýjum hátíðarbrönsi á fimm stjörnu hóteli SS ÁLEGG - GERIR ÞAÐ GOTT BEIKON Á KROSSGÖTUM! Skjálfhentur maður sullaði kaffi á eldhúsborðið – munaði 3 sm. HUNANGSSKINKA Í HÁSKA! Naut lífsins í kotasælunni um helgina. DEKURDAGAR HJÁ LÉTTU KJÚKLINGAÁLEGGI! Fór mikinn á góðgerðarsamkomu ásamt létt majónesi, sal ti og grófu brauði LÉTT PEPPE ÓNÍ LÆ UR GOTT AF SÉR LEIÐA! Kranamaður tárfelldi af gleði yfir nestinu sínu í kaffipásu síðdegis. NA T NAUTAVÖÐVANS! Kom fram á flatbrauði á tangódögum í Sandgerði. P P RÓNÍ Í KRÖPPUM DA I! Þóttist vera venju eg skinka í kaff pásu iðnað r anna á Húsavík. RÖGÐ TT BEIKONSKINKA! Fjölskylda úr Hlíðunum tók með sér nesti í sólarlandaferðina. SPÆ IPYLSA Á SPÁNI! leit áralöngu sambandi v ð flatköku – sást eð gerlausu brauði í innkaupakerru. T HANGI EGG Á LAUSU! uðurnesj enn smurðu grimmt í sjö ugsafmæli u helgin . KIND KÆFA TEKIN Í KEFL VÍK! ... og aldrei of snemmt að byrja að hlúa að samverustundum fjölskyldunnar. Skapaðu fallegar gjafir með vönduðum föndurvörum. Smiðjuvegi 5 Kópavogi Sími: 585 0500 Það er eitthvað einstaklega jákvætt og hlýlegt við haustið hjá A4 Skólavörubúðinni... PO RT h ön nu n / A P al m an na te ng sl Ég er 100% endurvinnanlegur Mig langar að endurvinna þig Endurvinnsla – í þínum höndum vaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til Það er í þínum höndum að ákveða h endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu. Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.