Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 16
18. september 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is SKYLDU ÞESSIR VERA MEÐ NUDDSTÓL? Þessir fulltrúar bifvélavirkja tengjast ekki efni greinarinnar. Bílaviðgerðir eru lesendum hug- leiknar. Sigurbjörn Geirsson fór með bílinn í viðgerð hjá BJB pústþjónustu í Hafnarfirði. Hann ræður sér vart fyrir gleði og skrifar: „Á meðan ég var að bíða eftir að bíllinn kláraðist fékk ég ókeypis aðgang að nuddstól sem þarna er fyrir kúnna. Afgreiðslu- maðurinn stillti stólinn fyrir mig og þar sat ég í tuttugu mínútur og fékk þetta svaka góða nudd. Verðið á viðgerðinni var mjög hóflegt og það var snúist í kringum mann þarna.“ Þá hafði Pálmi Halldórsson samband og vildi þakka Toyota fyrir „stórglæsilegar móttökur“: „Ég keypti mér notaðan Toyota Avensis í lok ágúst og það hitti ekki betur á en svo að vélin bræddi úr sér eftir viku. Ég var náttúrlega í algjöru sjokki en fór með bílinn til Toyota. Sá fram á svakalegan kostnað. Þeir létu mig bara borga 20.000 kr. fyrir að gera við vélina og nú er hún nán- ast eins og ný. Mér finnst þetta rosalega flott þjónusta miðað við akstur og aldur bílsins (119.000 km, 2002).“ Enn um bílaviðgerðir: Nudd á bílaverkstæði Gísli Tryggvason tók við starfi umboðs- og talsmanns neytenda fyrir þremur árum. Netsíðan sem hann heldur utan um, neytandi.is, er nú hálfs árs. „Þetta er ekki bara rafrænn upplýsingabækling- ur um neytendamál heldur má þarna finna einfaldar leiðir fyrir neytendur til að kvarta og leita réttar síns,“ segir Gísli. Hann bloggar einnig á slóðinni neyt- endatalsmadur.blog.is og segist þar setja mál í neytendasam- hengi. „Við erum ágætlega sett varðandi reglur og úrræði,“ segir Gísli. „Það þurfa bara fleiri að nýta sér þau. Hins vegar erum við illa sett varðandi verðlag og virka samkeppni.“ Eitt af þeim góðu málum sem Gísli hefur ýtt úr vör er að leggja til við fjármálaráðherra að felldur verði niður virðisauka- skattur og tollur af litlum póstsendingum frá útlöndum. „Ég hef ekki fengið svar enn þá við þessari fyrirspurn. Ég á von á jákvæðu svari enda fékk ég mjög jákvæð viðbrögð við þessari tillögu á embættismanna- stiginu,“ segir Gísli. Neytandi.is hálfs árs Útgjöldin > Verð á herra- og dömuklippingu í ágústmánuði hvers árs. Miðað við verðlag á landinu öllu. 2005 2006 2007 2008 Konur Karlar 6.128 3.605 4.068 2.755 2.454 3.764 3.279 2.106 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS GÍSLI TRYGGVASON 18.–21. september verður 20% endurgreiðsla í Habitat, Stubbasmiðjunni og Eymundsson í Holtagörðum. Gerðu góð kaup með e-kortinu á besta stað í bænum! 20% endurgreiðsla fyrir e-korthafa! Korthafar fá 0,5% endurgrei›slu af allri innlendri veltu auk endurgrei›slu frá samstarfsfyrirtækjum. F í t o n / S Í A – Ein frábær ferð Allt í Holtagörðum Í Habitat, Stubbasmiðjunni og Eymundsson www.si.is Styrkir til vinnustaðakennslu og námsefnisgerðar Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar. Mikilvægt er að nemendum í iðn- og starfsnámi standi til boða námsefni og kennsla við hæfi. SI auglýsa eftirfarandi styrki lausa til umsóknar: • Styrkir til námsefnisgerðar í greinum sem varða iðnað • Styrkir til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum SI Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is. GÓÐ HÚSRÁÐ MJÁLM TRUFLAR SKÁLD ■ Símon Birgis- son leikskáld situr við skriftir í Berlín þessa dagana. Hann segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að amstur hversdagsins og mjálmandi kettir trufli skáld við skriftir. „Þegar maður situr við skriftir er nauðsynlegt að smávægileg verkefni trufli ekki andagiftina. Settu því alltaf í uppþvottavélina um leið og þú ert búinn að borða. Hengdu jafnóðum upp þvottinn úr þvottavélinni og ekki gleyma að gefa kettinum að borða – fátt er meira truflandi fyrir skáld en mjálmandi kettir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.