Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 18
18 18. september 2008 FIMMTUDAGUR © GRAPHIC NEWSHeimild: Ryder CupMyndir: Associated Press Ryder-keppnin er haldin annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer keppnin fram á Valhalla-vellinum í Kentucky, velli sem fær nafn sitt úr norrænni goðafræði. Áttunda holan heitir til að mynda „Þórsham- ar“ og sú tólfta „Hefnd Óðins“. Völlurinn á sér ansi skemmtilega sögu. Fyrir um þrjátíu árum sat Dwight Gahm, verslunarmaður í Louisville, á skrifstofu sinni ásamt sonum sínum. Þeir voru að ræða um golf. Gham var meðlimur í golf- klúbbi í sinni heimasveit en líkt og margir íslenskir kylfingar þekkja í dag var hann orðinn ansi þreyttur á að þurfa að berjast við aðra klúbb- meðlimi um rástíma. Þá fékk hann uppljómun. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að hann átti stórt land í Jefferson-sýslu sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við. Til að gera langa sögu stutta þá fékk hann Jack Nicklaus til liðs við sig og árið 1986 opnaði Valhalla- völlurinn sem í dag er talinn einn allra besti golfvöllur Bandaríkj- anna og þykir hann einkum hentug- ur fyrir stórkeppnir þar sem mikið rými er í kringum völlinn fyrir áhorfendur; um 20 þúsund áhorf- endur komast fyrir við átjándu flöt- ina. Í dag á og rekur Bandaríska golf- sambandið völlinn en nafn Ghams er samt ekki langt undan því átj- ánda holan nefnast „Gham over“. Mesta golfveisla ársins hefst á Valhalla-golfvell- inum í Kentucky í Banda- ríkjunum á morgun. Í íþróttaheiminum er helst hægt að líkja Ryder-bikar- keppninni við heimsmeist- arakeppnina í fótbolta. Trausti Hafliðason skrifar um Ryder-bikarinn í golfi. Það eru ekki bara eitilharðir golf- áhugamenn sem fylgjast með keppninni heldur flykkist ótrú- legasta fólk að skjánum og þá meina ég fólk sem hefur ekki hugmynd um hvað „skolli“ eða „fugl“ merkir. Ástæðan fyrir þessu er sú að Ryder-bikarinn er liðakeppni, þar sem úrslit hverr- ar holu skipta máli og óþarfi er að kunna góð skil á íþróttinni til að hafa gaman af. Þótt Evrópumenn hafi sigrað með ótrúlegum yfirburðum í Ryder-bikarnum undanfarin ár eru flestir golfspekúlantar nú í fyrsta skipti sammála um að lið Evrópu sé sigurstranglegra. Byggja þeir spá sína á því að evr- ópskir kylfingar séu hærra skrif- aðir á heimslistanum og hafi verið í betra keppnisformi en Bandaríkjamennirnir undan- farna mánuði. Jú, reyndar spilar það kannski aðeins inn í líka að maður nokkur að nafni Tiger Woods er fjarri góðu gamni í liði Bandaríkjanna vegna meiðsla. Azinger harður í horn að taka Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig fyrirliðarnir munu ná að stilla saman strengi sinna liða. Hvort þeir nái að úthýsa einstaklings- hyggjunni sem golfíþróttin bygg- ir alla jafna á og efla í staðinn liðsandann. Þegar litið er á feril þeirra sem kylfinga hefur Nick Faldo vinninginn – með yfirburð- um. Það þarf samt ekki að þýða að hann verði betri fyrirliði en Paul Azinger sem leiðir lið Banda- ríkjanna. Azinger þykir nefni- lega harður í horn að taka. Hann talar hreint út og byrgir tilfinn- ingar sínar ekki inni. Á síðasta áratug veiktist hann af krabba- meini en með þrautseigju og jákvæðum hugsunarhætti hafði hann betur í þeim slag. Faldo er reyndar með svipaðan karakter og Azinger sem sína hægri hönd. Varafyrirliði Evr- ópuliðsins er Spánverjinn góð- kunni José Maria Olazabal sem, líkt og Azinger, gekk í gegnum erfið veikindi fyrir fáeinum árum. Montgomery skilinn eftir heima Líkt og alltaf þegar endanleg lið- skipan liggur fyrir heyrast gagn- rýnisraddir. Faldo var þó gagn- rýndur meira en Azinger fyrir sitt val. Þykir mörgum hann hafa verið ansi brattur að skilja Skot- ann Colin Montgomery eftir heima, en Monty, eins og hann er jafnan kallaður, er einhver sigur- sælasti kylfingur Evrópu í Ryder- bikarnum frá upphafi. Þá hafa aðrir kylfingar lýst honum sem miklum leiðtoga, eins konar fyrir- liða úti á velli. Einnig vakti það athygli að Faldo skyldi skilja Írann Darren Clarke eftir heima, en Clarke hefur átt nokkuð gott tímabil, sérstaklega var hann góður í sumar. Clarke átti enn fremur stóran þátt í sigri evr- ópska liðsins á K-Club á Írlandi fyrir tveimur árum. Garcia og Westwood mikilvægir Til þess að Evrópa haldi titlinum þurfa Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingurinn Lee West- wood að halda uppteknum hætti, en þeir eiga gríðarlega góðan feril að baki í Ryder-bikarnum eins og sést á grafinu hér til hliðar. Ef það gerist og hinn írski og tvöfaldi meistari Opna breska meistara- mótsins, Padraig Harrington, nær sér á strik þá verður þetta erfitt fyrir bandaríska liðið. Jafnvel þótt það sé á heimavelli. Mickelson þarf að stíga fram Það sem mun kannski helst vinna með bandaríska liðinu í þessari keppni er að í fyrsta skiptið í mörg ár (jafnvel frá upphafi) er hægt að segja að þeir séu minna liðið. Það gæti unnið með þeim, létt af þeim smá pressu. Til þess að bandaríska liðið nái að ógna því evrópska þurfa Phil Mickelson og Jim Furyk, sem báðir hafa verið afar slakir í Ryder-bikarnum í gegnum tíðina, að stíga fram og leiða hópinn. Ef það gerist getur allt gerst. Nýstirnið Anthony Kim gæti komið mörgum á óvart sem og Kenny Perry. Skemmtilegast verður þó að fylgjast með sleggj- unni Boo Weekley og J.B. Holmes, sem er litríkur karakter. Megi betra liðið vinna – Evrópa. © GRAPHIC NEWSHeimild: Ryder Cup BandaríkinEvrópa Sigur Föstudagur: Stöð 2 Sport Frá kl. 11.55 til 22.30 Laugardagur: Stöð 2 Sport Frá kl. 11.55 til 22.45 Sunnudagur: Stöð 2 Sport3 Frá kl. 16 til 18 Stöð 2 Sport Frá kl. 18 til 23 Þorsteinn Hall- grímsson og Úlfar Jónsson lýsa. Stöð 2 Sport: Beinar útsendingar Golfvöllurinn Valhalla í Kentucky á sér skemmtilega sögu: Eigandinn fékk aldrei rástíma Evrópa sigurstranglegri Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper Hvorum spáir þú sigri? Það er einfalt, Evrópu. Hvað mun ráða úrslitum? Liðsheildin og samheldnin hjá Evrópu. Banda- ríkjamenn hafa alltaf unnið á móti hver öðrum. Hver mun koma á óvart? Oliver Wilson hjá Evrópu því Bandaríkja- menn munu vanmeta hann. Hjá Bandaríkjamönnunum verður það J.B. Holmes – hann er gríðarlegur baráttumaður. Hver mun valda vonbrigðum? Graeme McDowell, vegna þess að hann hefur einfaldlega ekki verið að spila nógu vel upp á síðkastið. Hjá Bandaríkjunum verður það Phil Mickelson. Hann er of mikill egóisti fyrir þetta lið. Hvaða leikmanns saknarðu? Það er fyrst og fremst Colin Montgomery. Ef Evrópa vinnur ekki þá verður afsökunin sú að hann hafi ekki verið með. Hvenær eignast Íslendingar keppanda í Ryder-bikarnum? Það verður vonandi fyrir árið 2050, ég skýt á 2020. Evrópa vinnur á liðsheldinni ÍSLANDSMEISTARARNIR Í HOLUKEPPNI Hvorum spáir þú sigri? Bandaríkja- mönnum, jafnvel þótt það vanti Tiger Woods. Hvað mun ráða úrslit- um? Ég held einfaldlega að það verði hinn gríðarlegi styrkur bandaríska liðsins. Hver mun koma á óvart? Ég held að Anthony Kim gæti komið á óvart. Hver mun valda vonbrigðum? Ég held að það verði Sergio Garcia. Það gera allir gríðarlegar væntingar til hans og ég held að það sé hætta á að hann standist ekki þessa miklu pressu. Hvaða leikmanns saknarðu? Manni finnst náttúrlega alltaf að Tiger Woods eigi að vera með en hann er bara meiddur. Ég held nú samt bara að þetta sé eitthvað væl í honum. Hvenær eignast Íslendingar keppanda í Ryder-bikarnum? Ég held að það verði mjög seint þar sem Íslendingar eru enn langt á eftir bestu þjóðunum. Ég skýt á árið 2040. Sakna Tigers Woods HLYNUR GEIR HJARTARSON ÁSTA BIRNA MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.