Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 34
18. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● bílar Hinn 16. september 1908 stofnaði William Durant fyrirtækið Gen- eral Motors (GM) og í ár fagnar fyrirtækið 100 ára afmæli með því að byrjar framleiðslu á amerískum rafmagnsbíl á ný. Einung- is sýniseintak hefur verið framleitt að svo stöddu, en áætlað er að bíllinn verði tilbúinn fyrir almennan markað í Bandaríkjunum í byrjun vetrar 2010. Á aldarafmælishátíð GM, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í De- troit á þriðjudag, var þessi nýstárlegi bíll kynntur, sem á Banda- ríkjamarkaði ber heitið Chevrolet Volt. Hann er svonefndur teng- il-tvinnbíll og getur gengið fyrir rafmagni ásamt E85, bíódísil, bensíni eða vetni með efnarafal. Rafgeyma bílsins verður hægt að hlaða úr heimainnstungu, en með fullhlaðna geyma á bíllinn að komast um 75 kílómetra einvörðungu á rafmagni, áður en bensín- vélin fer í gang og hleður rafgeymana á ný. Gert er ráð fyrir að Opel-bíll á grunni Volt komi á Evrópumarkað árið 2011. Opel-verk- smiðjurnar þýsku hafa verið í eigu GM frá því árið 1929. Árið 1996 framleiddi GM rafbílinn EV1 í því skyni að uppfylla kröfur stjórnvalda í Kaliforníu um að bílaframleiðendur sem seldu bíla þar byðu upp á loftmengunarlausa bíla. EV1 var fyrsti raf- bíllinn fyrir almenning. Útvaldir viðskiptavinir gátu fengið bílinn á kaupleigusamningi en fengu þó aldrei að eignast bílinn. Þrem- ur árum síðar (eftir að umrædd löggjöf í Kaliforníu hafði verið numin úr gildi) var framleiðslu á bílunum hætt og árið 2003 voru allir EV1-bílar afturkallaðir af GM. Vinsældir bílsins höfðu engin áhrif á GM þar sem fyrirtækið sá ekki möguleika á því að hagnast á framleiðslu hans. Nú ber hins vegar svo við að risinn GM, sem hefur átt í kröggum undanfarin ár, bindur vonir við að það gefi fyrirtækinu góða sókn- arstöðu fyrir næstu eitt hundrað árin að vera meðal frumkvöðla að markaðssetningu rafmagns-tvinnbíla. Það byggir á þeirri trú að sú tækni sé vænlegust til að gera einkabílinn óháðan jarðefnaelds- neyti, án þess að notagildi hans minnki. - aóv, aa 100 ára afmæli GM Lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson lét gamlan draum rætast í vor er hann fékk sér glæsilegan Ford Mustang. „Það er blóð, sviti og tár á bak við þetta farartæki en mér finnst það hverrar krónu virði,“ segir Sveinn Andri þegar hann umbeðinn sýnir Mustanginn sinn. Hann vill samt ekki viðurkenna að bílar hafi verið honum hjartfólgið áhuga- mál til þessa. „Nei, ég hef aldrei verið neinn sérstakur bílakarl,“ svarar hann. „En sem gutti gapti ég samt upp í Steve McQueen í Bullit og fleiri kappakstursmynd- um. Þessi helsti harðjaxl kvik- myndasögunnar og jafnvel utan hennar líka, var átrúnaðargoð á þeim tíma. Mig dreymdi um að eiga Mustang og ég ákvað bara að láta það verða að veruleika um páskana í vor og fjárfesti í þessum bíl.“ Fínheit bílsins er ekki það sem Sveini Andra finnst skipta mestu máli. „Ég legg hins vegar mikið upp úr að ná vissu tilfinningasam- bandi við hann,“ útskýrir hann og rifjar upp kynnin af öðrum sem hann hafði miklar mætur á. „Ég hef einu sinni verið ástfang- inn af bíl. Það var Ford Bronco Ranger sem karl faðir minn átti. Við náðum alveg einstaklega vel saman. Hann var eins og hugur minn og ég tók sérstöku ástfóstri við hann. Ég hefði nú betur hald- ið í þann bíl því þeir þykja í dag alveg ómetanlegir í Bandaríkjun- um, hafa mikið söfnunargildi og eru gríðarlega vinsælir.“ Allar líkur eru á að Mustang- inn hans Sveins Andra sé að öðl- ast svipaðan sess og Broncoinn. Hann segir aðra bíla í eigu hans hafa verið ágæta en fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að koma honum milli staða. „Þessi tengist mér hins vegar tilfinn- ingaböndum. Ég finn það betur og betur. Það er allt svo gott við hann, fallegt hljóð í honum og hann leikur svo vel einhvern veginn.“ - gun Mustanginn tengist mér tilfinningaböndum Sveinn Andri er afar ánægður með Mustanginn sinn og segir allt gott við hann. „Það er svo fallegt hljóð í honum og hann leikur svo vel einhvern veginn,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér sést hinn nýi Chevrolet Volt sem fer í framleiðslu. Að neðan eru myndir af „concept“ bílnum frá því í fyrra. M YN D / A U TO BL O G G RE EN .C O M Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • C t ti tHusqvarna ons ruc on Produc s STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.