Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 48
28 18. september 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. GRETA GARBO LEIKKONA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1905. „Lífið væri svo æðislegt ef við bara vissum hvað við ættum að gera við það.“ Greta Garbo hét fullu nafni Greta Lovisa Gustafsson. Hún var sænsk en fluttist ung til Hollywood þar sem hún skapaði sér frægð og frama við kvikmyndaleik. MERKISATBURÐIR 1544 Karl V keisari og Frans I Frakkakonungur semja um frið en stríð milli Frakka og Englendinga heldur áfram. 1699 Haldið brúðkaup í Skál- holti og Jón Vídalín bisk- up gengur að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Leirá. 1810 Sjálfstæðisdagur Chile. 1977 Jón L. Árnason, sextán ára menntaskólanemi, verður heimsmeistari sveina í skák. Hann tapaði aðeins fyrir Gary Kasparov, þá fjórtán ára gamall, sem lenti í þriðja sæti. 1981 Franska þingið afnemur dauðarefsingu. 1984 Kröflueldum lýkur sem hafa staðið frá 1975. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • REIN Legsteinar í miklu úrvali Kær vinkona og mágkona, Margrét Eiríksdóttir Hlíðarvegi 42, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 5. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólöf Haraldsdóttir Gíslína Einarsdóttir. Valur gerði jafntefli við portúgalska knattspyrnu- liðið Benfica, sem hafði hinn fræga leikmann Eusebio innanborðs, þennan dag árið 1968. Ekk- ert mark var skorað. Mikið Benfica-æði greip ís- lensku þjóðina fyrir leikinn enda var liðið hátt metið og hafði keppt á móti Manchester United í Evrópukeppninni. Eusebio var líka nýbúinn að fá gullskóinn afhentan í Frakklandi og kom beint þaðan hingað. Fólk flykktist á leikinn víðs vegar að af landinu og hefðu varla fleiri komist fyrir. Voru áhorfendur 18.243 talsins, það var vallarmet sem ekki var slegið næstu 36 árin. Valsarar æfðu stíft í sínum frítímum fyrir leik- inn auk þess að hendast út um borg og bý með auglýsingaspjöld. Allir ljósastaurar milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar voru til dæmis þaktir. Leikurinn var á rólegum nótum og ekki síst þótti meistarinn Eusebio koma prúðmannlega fram. Páll Ragnarsson tannlæknir var settur til höfuðs honum og fékk nafnbótina Eusebio- baninn. ÞETTA GERÐIST : 18. SEPTEMBER 1968 Jafntefli í leik Vals og Benfica AFMÆLI KJARTAN RAGNARSSON leikstjóri er 63 ára. SVEINN EINARSSON leikstjóri er 74 ára. EINAR MÁR GUÐMUNDSSON rithöfundur er 54 ára. ÁRMANN SNÆVARR PRÓFESSOR er 89 ára. Konur eru konum bestar nefnist fyrir- lestur Sifjar Traustadóttur dýralækn- is sem hún flytur í dag í Borgarleik- húsinu. Tilefnið er að tíu ár eru liðin síðan fyrsti hópur kvenna útskrifað- ist af Brautargengisnámskeiði sem er fyrir konur með áhuga á fyrirtækja- rekstri. Nú hafa um sjö hundruð lokið slíkum námskeiðum, þær hafa stofnað 330 fyrirtæki og á þeirra vegum starfa þúsundir. Sif var á Brautargengisnámskeiði á vorönn 2005. „Ég henti inn umsókn með engum fyrirvara og fékk inngöngu,“ segir hún. „Með mér voru í kringum þrjátíu konur, sumar búnar að vera lengi með rekstur, aðrar með óljósar hugmyndir og allt þar á milli. Á þess- um tíma var ég að ræða við tvær aðrar konur um samstarf við rekstur Dýra- læknamiðstöðvar og einbeitti mér að gerð viðskiptaáætlunar fyrir þá hug- mynd. Það gekk svona ljómandi vel og ég fékk verðlaun fyrir hana á útskrift- inni. Ég miðlaði til hinna því sem ég lærði og við notuðum þessa áætlun í samningaviðræðum okkar við banka um fjármögnun á fyrirtækinu. Við byggðum Dýralæknamiðstöð í Grafar- holtinu og opnuðum í maí 2007. Þannig að þetta námskeið var geysilega gagn- legt og fyllilega peninganna og tímans virði.“ Sif kveðst á námskeiðinu hafa hlýtt á konur sem komnar voru í rekstur og sögðu frá og fann hversu gott var að hafa góðar fyrirmyndir. Sjálf hefur hún síðan haldið erindi hjá Brautargengi og miðlað þar af reynslu sinni. „Við lærðum meðal annars að koma fram, því nauðsynlegt er að geta kynnt hug- myndir sínar. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því áður og hafði alltaf verið feimin að standa upp fyrir framan fólk og tala. Eftir þetta hefur kjarkurinn aukist.“ Félag kvenna í atvinnurekstri er vett- vangur sem Sif mælir með. „Það hefur góð áhrif á sjálfstraustið að finna að fleiri eru í sömu stöðu og maður sjálfur og því er mikilvægt að mynda tengsl við fólk í viðskiptalífinu. En mig lang- aði ekkert að byrja í golfi bara til þess. Karlar eru meira í stjórnunarstöðum en konur og kannast frekar við bankastjóra og aðra embættismenn. Bæði Brautar- gengi og Félag kvenna í atvinnurekstri eru mikilvæg fyrir konur sem þekkja ekkert til í þessu umhverfi.“ Eins og fram kemur í upphafi blæs Sif á þá klisju að konur séu konum verstar. „Mér finnst ég alltaf geta stólað á konur til að hjálpa mér og veita stuðning,“ segir hún og kveðst hafa góða reynslu af kvennavinnustöðum, enda sé hún á einum slíkum þar sem sex konur vinni saman. Afmælisdagskrá Impru á Nýsköpun- armiðstöð Íslands hefst klukkan 14 í dag í Borgarleikhúsinu. Hún er ókeypis og öllum opin. Þar er Sif meðal átta ræðu- manna. „Mér þykir það heiður en hefði ekki treyst mér í það fyrir nokkrum árum,“ segir hún að lokum. gun@frettabladid.is SIF TRAUSTADÓTTIR DÝRALÆKNIR: BRAUTARGENGI 10 ÁRA Ég get alltaf stólað á konur FRUMKVÖÐULL „Námið var geysilega gagnlegt,“ segir Sif Traustadóttir um Brautargengi sem fagnar tíu ára afmæli með dagskrá í Borgarleikhús- inu í dag, á Akureyri á morgun og Ísafirði hinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjórn Keflavíkurflug- vallar ohf. samþykkti í gær að ráða Björn Óla Hauks- son rekstrarverkfræðing sem forstjóra félagsins. Keflavíkurflugvöllur ohf. er nýtt opinbert hluta- félag sem tekur form- lega við rekstri Flugmála- stjórnar Keflavíkurflug- vallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1. janúar næstkomandi. Alls sóttu 55 um stöðuna. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins segir að Björn Óli þyki hæfastur enda með mikla og víðtæka reynslu og þekkingu til að takast á við yfirstjórn í nýju og öflugu fyrirtæki. Undan- farin sex ár hefur Björn Óli unnið að uppbyggingu flugmála í Kósóvó sem for- stjóri Pristina Internation- al Airport J.S.C og sem verkefnastjóri á vegum Flugmálastjórnar Íslands og Flugstoða ohf. Hann hefur störf hjá Keflavík- urflugvelli ohf. 1. okóber næstkomandi. Nýr forstjóri ráðinn í gær Björn Óli Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Keflavíkurflug- vallar ohf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.