Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 70
50 18. september 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hróss, 6. frá, 8. bar að garði, 9. háttur, 11. í röð, 12. háspil, 14. miklu, 16. kallorð, 17. sönghópur, 18. beita, 20. frú, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. drykkur, 3. klafi, 4. undirbúningspróf, 5. skilaboð, 7. pest, 10. hrygning, 13. dá, 15. gefa frá sér reiðihljóð, 16. rámur, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs,6. af, 8. kom, 9.lag, 11.rs, 12. tromp, 14. stóru, 16. hó, 17. kór,18.áta, 20.fr, 21.stuð. LÓÐRÉTT: 1.malt,3. ok,4. forpróf, 5. sms, 7. farsótt,10.got, 13.mók,15. urra,16.hás,19.au. „Ég borða sjaldnast morgun- mat, en ef ég kemst í gott morg- unverðarhlaðborð, til dæmis á hótelum, þá tek ég oftast kastið á eggjum og beikoni, appelsínu- safa og kaffi.“ Karl Sigurðsson tónlistarmaður. „Haltu vinum þínum nálægt þér en óvinum enn nær,“ segir Pétur Örn Guðmundsson í Buffinu um „óvin sinn“ Hróa rót. Og hefur engar áhyggjur af því að hann sé að upplýsa Hróa um leyndarmál. „Rótarar kunna ekki að lesa.“ Í úrslitaleik Popppunkts í Popp- landi Rásar 2 lögðu Rótarar lið Jesúfeðga, sem skipað er þeim Pétri og föður hans Guðmundi Benediktssyni 16 - 10. Í liði Rótara voru Hrói rót eða Hróbjartur Róbertsson og Golli rót eða Ingólf- ur Magnússon. Hrói rót er rótari hljómsveitarinnar Buff þar sem Pétur Örn er forsöngvari en í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku hafði Pétur Örn látið þess svo um getið að ef Rótarar myndu sigra yrði Hrói rekinn umsvifalaust. Nú, hins vegar, þegar niðurstaðan liggur fyrir hefur Pétur fallið frá því að reka Hróa. Segir ekki ónýtt að hafa svo poppfróðan rótara innan sinna vébanda þó vissulega sé það sárt að tapa fyrir rótara sínum. „Þetta er það eina sem Hrói kann. En þeir eru vel að sigrinum komnir. Voru einfaldlega betri. Við stóðumst ekki pressuna en þeir eru henni vanir, við að halda æstum aðdáendum frá okkur ofdekruðum poppurum. Svo þurfti Hrói líka á farsíma að halda [en verðlaunin voru nýir GSM símar]. Hann hefur bara verið með heima- síma hingað til.“ Þungu fargi er nú af Hróa létt því hann var milli steins og sleggju. En allt virðist ætla að fara á besta veg. „Ingó hafði líka hótað mér því að ef við myndum ekki sigra þá yrði ég rekinn úr hinni vinnunni minni hjá Exton. En það má segja að við höfum náð að krossfesta þá Himnafeðga báða. Neinei, þeir voru ekki léttir. Ætli við höfum ekki bara verið heppn- ari með spurningar,“ segir Hrói og telur rétt við svo búið að reyna að halda mönnum góðum. - jbg Hrói rót heldur starfi sínu hjá Buffinu Útvarpsleikhúsið frumflytur á jóladag leikritið Augu þín sáu mig. Verkið byggir leikstjórinn Bjarni Jónsson á skáldsögu Sjóns sem kom út 1994. Sjón leikur í verkinu, engilinn Freude, og tók upp sitt hlutverk í gær. „Maður skalf aðeins í hnjánum, en ég gerði mitt besta. Það gerði mér auðveldara fyrir að ég skrif- aði hlutverkið sjálfur og þekki það því ágætlega,“ segir Sjón. Hljóm- sveitin múm sér um tónlist og hljóðmynd í verkinu og meðal leikara eru Víðir Guðmundsson, Birgitta Birgisdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. „Þetta er falleg saga um sigur hins góða í seinni heimstyrjöld- inni,“ segir Sjón. „Boðskapurinn er fallegur og hann passar vel á jólunum. Það er gaman að hugsa til þess að öll þjóðin muni sitja við útvarpið með hangikjötið sitt og malt og appelsín, eins og hún hefur gert frá stofnun Útvarpsleikhúss- ins. Ég geri ekki ráð fyrir að það sjáist sála á götunum.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sjón leikur í eigin verki því hann lék Dr. Artmann í Önnu og skap sveiflunum. Hann skrifaði handritið að Reykjavik Whale Watching Massacre sem nú er í tökum en segist ekkert leika í henni. „Nei, það þarf atvinnumenn til að láta drepa sig,“ segir Sjón. „Sú mynd er alveg úr mínum hönd- um. Núna bíð ég bara eftir miða á frumsýninguna.“ - drg Skáldið Sjón leikur engil RÓTARAR LEGGJA JESÚFEÐGA Hrói segir að þeir Ingó rót hafi náð að krossfesta þá Himnafeðga báða - Pétur Örn og Guðmund Benediktsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞAÐ SÉST EKKI SÁLA Á GÖTUNUM Engillinn Sjón með kasóléttri Birgittu Birgisdóttur. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA „Jú, jú, kannski er það dirfska að prenta hátt í þrjátíu þúsund ein- tök en vinsældum Arnaldar virð- ast engin takmörk sett. Enda hefur hann slegið rækilega í gegn hjá þjóðinni jafnt sem erlendis,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Tekin hefur verið ákvörðun um að fyrsta prentun óútkominnar bókar Arnaldar Indriðasonar, sem Forlagið gefur út, verði hátt í þrjátíu þúsund eintök. Er þetta einsdæmi um fyrstu prentun skáldsögu á Íslandi. Harðskafi, bók Arnaldar frá í fyrra, var prentuð í heildina, með endurprentunum, í um 30 þúsund eintökum sem telst vera met. For- lagsmenn gera þannig ráð fyrir því að næsta bók Arnaldar muni seljast enn betur. „Já, við höfum tröllatrú á þessari nýju bók Arn- aldar. Eins að bókin eigi eftir að verða sterk sem gjafavara á næsta jólamarkaði. Þá má þess og geta að bókum Arnaldar er hlutfalls- lega lítið skilað,“ segir Egill Örn. Hann vekur jafnframt athygli á því að fyrsta prentun bóka Arn- aldar hafi verið stærri þar sem hann hefur komið út í öðrum lönd- um enda markaður þar stærri. „Bækur hans eru fáanlegar í yfir sextíu löndum öðrum og hafa yfir fimm milljónir eintaka selst á heimsvísu. Arnaldur er einn af vinsælustu höfundum Evrópu.“ Titill hinnar óútkomnu bókar Arnaldar er Myrká. Er þetta tólfta skáldsaga Arnaldar en níu þeirra hverfast um Erlend lögreglufor- ingja Sveinsson og hans fólk. Svo er einnig með Myrká sem er þá tíunda bókin í þeirri gríðarlega vinsælu bókaseríu. Vitaskuld ríkir leynd um efni bókarinnar en Arn- aldur segir aðspurður að bókin fjalli um nauðgara. „Titillinn er óbein vísun í djákn- ann og þá frægu draugasögu. En, og þó, djákninn vildi draga kon- una með sér niður í kalda gröf sína. Að öðru leyti eru mjög óbein tengsl. En mér fannst þetta sterk- ur titill,“ segir Arnaldur. Metsöluhöfundurinn beinir ekki eingöngu sjónum sínum að skáld- sagna- og krimmagerð heldur er hann nú að skrifa kvikmynda- handrit upp úr bók sinni Grafar- þögn ásamt með Baltasar Kor- máki. „Við erum að vonast til að geta farið með það í gang ein- hvern tíma á næsta ári.“ jakob@frettabladid.is EGILL ÖRN JÓHANNSSON: NÆSTA BÓK ARNALDAR HEITIR MYRKÁ Ný bók Arnaldar prentuð í áður óþekktu upplagi ARNALDUR INDRIÐASON Ný bók hans heitir Myrká, fjallar um nauðgara og er titillinn að sögn höfundar óbein vísun í djáknann fræga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1. Óskar Hrafn Þorvaldsson. 2. CFR Cluj. 3. Tómasi Guðmundssyni. www.takk. is Bandaríska vefsíðan Pitchfork- media hefur lengi verið eitt helsta leiðarkerfi þeirra sem vilja vera með á nótunum í heimi dægur- tónlistar. Nýlega fengu nýjustu plötur Mugisons og Emilíönu Torrini frekar hlandvolga dóma hjá síðunni. Mugison fékk 6,2 af 10 fyrir Mugiboogie og Emilíana fékk 5,9 fyrir Me and Armini. Mugison er hrósað fyrir flottar kynningarmyndir en síðunni þykir tónlist hans of venjuleg og hefðbundin. Plata Emilíönu fær svipaða umsögn. Hún er sögð of bitlaus og passa of vel sem bakgrunns- tónlist á kaffihúsi. Aðeins lagið „Gun“ er sagt geta rifið hlustand- ann upp af kaffihúsa- mókinu. Síðan mælir því með grófari og tilraunagjarnari Emilí- önu næst. Stefán Hilmarsson, söngvarinn góði, bankar nú upp á hjá hinum ýmsu ljósmyndurum en hann er að viða að sér efni fyrir plötuútgáfu Sálarinnar nú í haust. Stefán er þekktur fyrir að vanda vel til verka og skoðar allar myndir sem teknar hafa verið af hljóm- sveitinni nú undan- farna mánuði með það fyrir augum að finna það besta. Næsti bar við Ingólfsstræti undir- gengst nú breytingar en síðast þegar fréttist af þeim ágæta bar var þegar Ragnar Kristinn Kristjáns- son, fyrrverandi sveppagreifi, keypti staðinn og boðaði þá breytingar. Nú hafa Þórdís Guðjónsdóttir og Ágústín hinn spánski – sem marg- ir muna sem vert frá Kaffi List við Klapparstíg – tekið þar öll völd. Og er barinn nú orðinn grænn og vænn því þeim sem þar staldra við og fá sér eitt glas eða tvö býðst nú að kaupa sér spænska smárétti eða tapas. - drg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.