Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 20. september 2008 — 256. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON FRÉTTASTJÓRI Uppáhaldsorðið er skúbb 24 TÆKNI „Ég veit að stjórnendum stendur oft ekki á sama um hvað starfsmenn þeirra eru að gera á Facebook og ég veit til þess að umsækjendur hafi verið útilokaðir vegna niðurstaðna á Google,“ segir Hjörtur Smárason ráðgjafi, sem sérhæfir sig í námskeiðum um hvernig fólk getur verndað orðspor sitt á Netinu. Tæplega sextíu þúsund Íslendingar eru með Facebook-síðu. „Það hafa ýmsir lent í vandræðum, sérstaklega ungt fólk sem hefur verið að sprella eitthvað á Netinu og ætlar svo að finna sér virðulega vinnu. Þá er fólk oftast „gúgglað“ til að kanna bakgrunn þess en þá kemur stundum eitthvað í ljós sem hæfir alls ekki því starfi sem það er að sækja um, til dæmis fyllirísmyndir eða eitthvað annað sem getur þótt óviðeigandi,“ segir Hjörtur. Margir eru ragir við að skrá sig á Facebook en Hjörtur mælir samt með því. „Hver sem er getur sett inn myndir af þér og texta um þig hvort sem þú ert á Facebook eða ekki. Því er mikilvægt að þú farir sjálfur inn á Netið og búir til prófíl ef þú vilt hafa einhverja stjórn á því sem þar er inni.“ - amb / sjá síðu 22 Sérfræðingur segir mikilvægt að gæta orðspors síns á Netinu: Sextíu þúsund Íslendingar á Facebook SJÓNVARP „Já, þetta er samráð. En löglegt og siðlegt samráð. Áhorf- endur græða,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri á Ríkissjón- varpinu. Fréttablað- ið hefur fylgst með væringum milli Stöðvar 2 og RÚV að undanförnu en einhverra hluta vegna var því þannig stillt upp að helstu tromp stöðvanna, Dagvaktin og Svartir englar, voru á dagskrá á sama tíma. Nú hafa Þórhallur og Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, rætt saman og orðið sáttir um dagskrárbreytingu þannig að Svartir englar eru á dagskrá RÚV klukkan 19.40, strax á eftir fréttum, en Dagvaktin er, eins og upphaflega stóð til, klukkan 20.30. - jbg / sjá síðu 42 Samráð dagskrárstjóra: Svartir englar ekki á Dagvakt SKRIÐJÖKLAR SNÚA AFTUR Hljómsveitin Skriðjöklar snýr aftur á KA-balli á Akureyri. FÓLK 42 ÚRKOMUSAMT Í FYRSTU Í dag verða suðvestan 5-13 m/s, stífast með ströndum norðvestan til. Víða rigning fyrir hádegi. Eftir hádegi verða skúrir vestan til en úrkomu- lítið á austurhluta landsins. VEÐUR 4 8 8 13 12 10 ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSIRÁS 2 FYRST OG FREMST Í HLUSTUN VIÐSKIPTI Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar að fylgja dæmi yfirvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi og banna, í það minnsta tímabundið, skortsölu á hlutabréf- um í fjármálafyrirtækjum. Mark- aðurinn hefur heimildir fyrir því að fundað hafi verið í vinnuhópi Fjármálaeftirlitsins, Samtaka fjármálafyrirtækja, Kauphallar Íslands og lífeyrissjóðanna og er jafnvel búist við að tilkynnt verði fyrir opnun markaða á mánudag um breytingar á reglugerð. Heimsmarkaðir tóku talsvert við sér í gær í kjölfar þess að ráðist var til atlögu gegn skortsölum, en Bush Bandaríkjaforseti sagði þá beinlínis hafa það að markmiði að hagnast á því að koma fyrirtækj- um á kné. Á vegum Fjármálaeftir- litsins hefur að undanförnu verið unnið að breytingum á reglum um skortsölu í verðbréfaviðskiptum, en innan ríkisstjórnarinnar og á fjármálamarkaði er vilji til þess að flýta breytingum. Er það af ótta við að þeir skortsalar, sem nú hafa verið útilokaðir frá viðskiptum beggja vegna Atlantshafsins, leiti annað með viðskipti sín og þá geti íslensk fjármálafyrirtæki orðið fyrir barðinu á þeim. Þær upplýsingar fengust hjá Fjármálaeftirlitinu í gær að ekki væri fyrir hendi almenn heimild til að banna skortsölu. Þó er fyrir hendi heimild til þess að stöðva viðskipti með tiltekna fjármála- gerninga en þá þyrfti að stöðva öll viðskipti, ekki bara skortsölu. Skortsala kallast það þegar selj- andi verðbréfa á þau ekki en fær þau lánuð gegn skuldbindingu um að kaupa þau aftur og skila þeim. Lækki verð bréfanna í millitíðinni fæst hagnaður af viðskiptunum þar sem bréfin eru keypt aftur á lægra verði en þau voru seld á upp- haflega. Vegna þessa geta skort- salar beinlínis haft hagsmuni af því að keyra verð á hlutabréfum fyrirtækja niður og geta í ákveðn- um tilvikum hagnast gríðarlega á hruni fyrirtækja, meðan flestir aðrir bíða af því mikið tjón. - bih / sjá síðu 10 Bregðast við hættu af árásum skortsala Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa bannað skortsölu með hlutabréf í tilteknum fjármálafyrirtækjum. Unnið um helgina að slíkum breytingum hér á landi. ÞÆR BESTU MÆTAST Valur og KR mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í dag SLAKAÐ Á FYRIR FRUMSÝNINGU Kristján Jóhannsson stórsöngvari var í góðum höndum Svanhvítar Valgeirsdóttur og Dagbjartar H. Óskarsdóttur förðunarmeistara fyrir frumsýningar á Cavalleria Rusticana og Pagliacci í Íslensku óperunni í gær. Stórsöngvarinn þáði slakandi höfuðnudd hjá Svanhvíti enda nauðsynlegt að vera rétt stemmdur fyrir sýningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞÓRHALLUR GUNNARSSON LÖGREGLUMÁL Um hundrað grömm af hassi fundust við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hassið í ætluðum söluumbúðum. Húsleitin var gerð í kjölfar þess að sérsveitarmenn lögregl- unnar á Suðurnesjum tóku ökumann um klukkan sex síðdegis fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Hassið fannst svo við leit heima hjá manninum. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfir- heyrslu og sleppt seint í gær- kvöld. Maðurinn kom fyrir dómara í gær. Málið telst upplýst. - ovd Fíkniefnafundur á Reykjanesi: Fundu hundrað grömm af hassi 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.