Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 8
8 20. september 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Evrópunefnd stjórn- valda, undir formennsku þing- mannanna Illuga Gunnarssonar Sjálfstæðisflokki og Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Sam- fylkingarinnar, dvelur í Brussel í þrjá daga í næstu viku og hittir nokkra framámenn Evrópusam- bandsins. Meðal annars verður fundað með Olli Rehn, fram- kvæmdastjóra stækkunarmála, og Joaquín Almunia, fram- kvæmdastjóra efnahags- og pen- ingamála. Illugi Gunnarsson segir Brussel förina hafa verið ákveðna fljótlega eftir að nefndin var sett á laggirnar enda talið nauðsyn- legt að nefndarmenn settu sig vel inn í mál. Ekki sé haldið utan nú vegna háværrar umræðu um evru og peningamálastjórn í ljósi efna- hagsástandsins á Íslandi. Engu að síður verði þau mál rædd enda hafi forsætisráðherra nýverið falið nefndinni að skoða hvort fræðilegar hindranir væru fyrir upptöku evru með sérstöku sam- komulagi við Evrópusambandið. „Við munum útskýra vel umræðuna á Íslandi og leggja sérstaka áherslu á að eyða öllum misskilningi um að uppi séu hug- myndir um einhliða upptöku evru,“ segir Illugi. Enn fremur verður embættis- mönnum í Brussel gerð grein fyrir því að ekki ríki sá skilning- ur á Íslandi að hægt sé að taka upp evru án þess að uppfylla skil- yrði Maastricht-sáttmálans. Snýst hann um stöðugt verðlag og viðunandi stöðu ríkissjóða. Illugi bendir á að Evrópusam- bandið hafi áhyggjur af að þjóðir taki upp evru án samþykkis, haldi sig ekki innan Maastricht-skil- yrðanna og grafi þannig undan gjaldmiðlinum. Um hugmyndir um evru-upptöku með sérstöku samkomulagi við Evrópusam- bandið á grunni EES-samnings- ins segir Illugi að þau mál verði rædd og upplýsinga aflað. Spurt verði hvort lagalegar eða tækni- legar hindranir séu í veginum. „Sé sú leið fær er það stjórnvalda að ákveða hvaða skref verða stig- in. Það þarf pólitískan vilja til og þá er að ræða við Sarkozy [for- seta Frakklands] og Merkel [kanslara Þýskalands] og aðra slíka.“ bjorn@frettabladid.is Evrópunefndin eyðir misskiln- ingi í Brussel Í ferð Evrópunefndarinnar til Brussel á að afla upp- lýsinga um málefni ESB og eyða misskilningi um að á Íslandi séu uppi hugmyndir um einhliða upptöku evru. Nefndin hittir framámenn í sambandinu. ILLUGI GUNNARSSON OLLI REHN JOAQUÍN ALMUNIA FÁNABORG Evrópunefnd stjórnvalda hittir nokkra framámenn Evrópusam- bandsins í Brussel í næstu viku. Förin er farin til að afla upplýsinga og eyða misskilningi. NORDICPHOTOS/AFP ÍSRAEL Tzipi Livni, nýkjörinn formaður Kadima-flokksins í Ísrael, glímir nú við að halda saman flokknum um leið og hún reynir að mynda nýja ríkisstjórn. Shaul Mofaz, samgönguráðherra stjórnarinnar, sagði sig úr flokknum eftir að hann tapaði naumlega í leiðtogakjöri fyrir Livni á miðvikudag. Óljóst er hversu mikinn stuðning Livni hefur meðal þeirra sem kusu Mofaz. Hún hefur sagst vilja halda samstarfi núverandi stjórnar- flokka áfram, en leitar jafnframt til annarra flokka. Takist það ekki verður boðað til kosninga. - gb Tzipi Livni í vanda: Reynir að halda Kadima saman BANDARÍKIN, AP Barack Obama hefur saxað töluvert á forskot Johns McCain í skoðanakönnun- um síðustu daga. Eftir að fréttir af efnahagserfiðleikum urðu allsráð- andi í fjölmiðlum virðist sem trú á repúblikönum hafi eitthvað minnk- að. Bæði repúblikaninn McCain og demókratinn Obama hafa lagt áherslu á efnahagsmálin síðustu daga. McCain hvatti í gær stjórn- völd til að hætta að hlaupa undir bagga með fjármálastofnunum sem ramba á barmi gjaldþrots. Obama gerði aftur á móti stólp- agrín að yfirlýsingum McCains um að reka þurfi yfirmann verð- bréfaeftirlits Bandaríkjanna. „Losum okkur ekki bara við einn mann. Losum okkur við alla þessa ríkisstjórn,“ sagði Obama. „Losum okkur við þessa aðgerðar- leysisstefnu gagnvart efnahags- vandanum og setjum einhvern í staðinn sem ætlar að berjast fyrir ykkur.“ Sjálfur leitaði Obama ráða hjá nokkrum helstu hagspekingum Demókrataflokksins, sem höfðu verið Bill Clinton til ráðgjafar á forsetatíð hans. McCain skaut í staðinn á Obama með því að benda á tengsl hans við húsnæðislánasjóðina Freddie Mac og Fannie Mae, sem báðir voru þjóðnýttir nýverið. Einnig sagði McCain að skattahækkanir sem Obama hefði boðað myndu gera illt verra í efnahagsmálum. - gb Efnahagserfiðleikarnir efst á dagskrá hjá forsetaframbjóðendunum: Staða Obamas hefur styrkst OBAMA OG EFNAHAGSRÁÐGJAFARNIR Barack Obama leitaði ráða í efnahags- málum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Auglýsingasími – Mest lesið Í FLENSBORGARSKÓLA Í HAFNARFIRÐI Í DAG KL. 11 Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Allir velkomnir! Dagskrá: Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar Efnahagsvandinn – leiðir til framtíðar Pallborðsumræður Þátttakendur: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Jónas H. Haralz, hagfræðingur Almennar stjórnmálaumræður Ráðherrar sitja fyrir svörum Málefnanefndir Samfylkingarinnar funda frá kl. 9.00 á sama stað. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar fundar frá kl. 9.30. Gestir fundarins verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fundurinn er opinn öllum kjörnum fulltrúum og starfsmönnum verkalýðshreyfingarinnar auk félaga í verkalýðsmálaráði flokksins. 22.-28. september 2008 Styrktu stöðu þína!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.