Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 10
10 20. september 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Aðfaranótt föstudags til- kynntu fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og yfir- maður fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, þeir Henry Paulson, Ben Bernanke og Christopher Cox, stórtæk- ar aðgerðir sem ætlað er að draga úr áhrifum fjár- málakreppunnar. Skort- sölur hafa verið bannaðar, peningamarkaðssjóðir fá ríkistryggingu og ríkið kaupir „eitruð“ skuldabréf. Enn er allt á huldu um smáatriði og útfærslu aðgerðanna, en þau verða mótuð í samstarfi við Bandaríkjaþing nú um helgina. Til þessa hafa aðgerðir bandarískra stjórnvalda vegna fjármálakrepp- unnar fyrst og fremst einkennst af skammtímaaðgerðum á borð við þjóðnýtingu fasteignalánaris- anna Fannie Mae og Freddie Mac eða tryggingarfélagsins AIG. Margir fréttaskýrendur hafa því fagnað því að stjórnvöld virðist nú í fyrsta skipti hafa sett fram víð- tækar aðgerðir sem ætlað er að fyrirbyggja vanda og koma í fram- haldi af umsvifamiklum gjaldeyr- isskiptasamningi bandaríska seðlabankans við nokkra af helstu seðlabönkum heims. Þríþættar aðgerðir Í fyrsta lagi er sett bann við skort- sölu hlutabréfa fjármálastofnana, ríkistryggingu á innistæðum í peningamarkaðssjóðum og stór- felldum kaupum ríkisins á „eitr- uðum“ skuldvafningum úr eigna- safni fjármálastofnana. Ekki er ljóst hversu miklu fé ríkið mun verja til þessara aðgerða, en Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í gær að upphæðin myndi hlaupa á „hundruðum millj- arða Bandaríkjadala“. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að líklega verði stofnuð sérstök ríkisstofnun sem hefði 800 milljarða til umráða til þess að kaupa torseldustu skuldavafninga af fjármálastofnunum, og að auki yrði stofnaður 400 milljarða doll- ara sjóður sem tryggði innistæður peningamarkaðsreikninga með líkum hætti og innistæður á spari- sjóðsbókum eru tryggðar af trygg- ingarsjóði sparifjáreigenda. Brugðist við grafarlegu ástandi Markmið aðgerðanna er að róa fjármálamarkaði og draga úr örvæntingu sem hafði gert vart við sig í kjölfar hruns Lehman Brothers og AIG. Millibanka- markaðir höfðu þornað upp, þar sem fjármálastofnanir hættu að lána hver annarri af ótta við að mótaðili yrði gjaldþrota áður en lánin fengjust endurgreidd. Þá stóðu margir peningamarkaðs- sjóðir mjög tæpt eftir að þeir urðu fyrir fjöldaúttektum. Þar sem peningamarkaðssjóðir kaupa skammtímaskuldabréf fyrir- tækja, hefði hrun þeirra orðið til þess að markaðir fyrir skuldabréf fyrirtækja hefðu hrunið, og þar með hefðu hjól atvinnulífsins stöðvast. Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post hefur eftir þingmönnum í gær að Paulson hafi lýst ástandinu sem grafalvarlegu og að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki væri gripið til róttækra aðgerða þegar í stað. Þótt hag- fræðingar virðist á einu máli um að aðgerðirnar hafi afstýrt hruni fjármálakerfisins hefur verið bent á að allsendis óvíst sé að aðgerðirnar dugi til þess að binda endi á fjármálakreppuna. Losa banka við „eitruð“ verðbréf Rót vandans eru gríðarlegar afskriftir fjármálastofnana, en ástæða þeirra er hrun bandaríska fasteignamarkaðarins og sú sprenging sem orðið hefur í van- skilum á öllum flokkum fasteigna- lána, en vanskilin eru ekki lengur bundin við svokölluð „undirmáls- lán“. Nýjustu tölur sýna þó að ekk- ert lát er á aukningu vanskila á fasteignalánamarkaði, og því er útlit fyrir að afskriftir eigi enn eftir að aukast. Fasteignalánum var pakkað saman með ýmsum hætti í flókna fjármálagjörninga. Þó markmiðið hafi verið að auka öryggi og virkni markaða varð afleiðingin allt önnur. Fjármálakreppan varð til þess að markaður fyrir þessa pappíra þornuðu upp, og stór hluti þeirra varð með öllu verðlaus, enda enginn markaður fyrir þau þar sem verð gæti myndast. Talið er að stóru fjárfestingar- bankarnir og stærstu bankar Bandaríkjanna eigi nærri 500 milljarða dala í slíkum óseljanleg- um, og óverðleggjanlegum bréf- um, og áætlað hefur verið að 2.500 milljarðar að auki séu bundnir í bréfum sem lítill sem enginn markaður er fyrir. Stór hluti eiginfjár margra fjár- málastofnana er því bundinn í þessum „eitruðu“ verðbréfum sem hefur leitt til gríðarlegrar óvissu um raunverulega eiginfjár- stöðu þeirra. Með því að kaupa stóran hluta þessara bréfa af fjár- málastofnunum vonast ríkið til þess að auka tiltrú fjármálafyrir- tækja á hvert öðru og skapa þeim ráðrúm til þess að takast á við afskriftir með skipulegum hætti. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 835 4.056 +5,23% Velta: 11.581 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,78 +2,26% ... Atorka 5,13 +5,99% ... Bakkavör 23,70 +5,33% ... Eimskipafélagið 4,40 +1,15% ... Exista 6,58 +17,29% ... Glitnir 14,34 +5,44% ... Icelandair Group 20,45 +0,74% ... Kaupþing 714,00 +4,69% ... Landsbankinn 22,70 +4,61% ... Marel Food Systems 90,00 +3,21% ... SPRON 3,30 +10,00% ... Straumur-Burðarás 8,42 +4,21% ... Össur 94,00 +2,85% MESTA HÆKKUN EXISTA +17,29% SPRON +10,00% FØROYA BANKI +8,82% MESTA LÆKKUN FRÉTTASKÝRING: Órói á fjármálamörkuðum heimsins Markaðir fagna Fjármálaeftirlitið samþykkti í gær umsókn Byrs sparisjóðs um breytingu í hlutafélag. Breytingin var jafnframt samþykkt á fundi stofnfjáreigenda þann 27. ágúst síðastlið- inn. Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftir- litsins hefur breyting á félagaformi nú, engin áhrif á starfsleyfi sparisjóðsins. Eins og Markaðurinn hefur skýrt frá, hafa viðræður staðið yfir síðustu daga um sam- runa Byrs og Glitnis. Hlutafélagavæðing Byrs var forsenda þess að slíkur samruni gæti orðið og nú þegar þeirri hindrun hefur verið rutt úr vegi, er gert ráð fyrir að til- kynning um samrunaviðræður verði gefin út innan skamms, jafnvel núna um helgina. - bih Byr er orðinn hlutafélag FME gaf samþykki í gær. Samruni við Glitni stendur fyrir dyrum. „Fjármálakerfið er í grundvallar- atriðum traust,“ segir Henry Paul- son, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna. Poulson segir stjórn völd og seðlabanka nú vinna að því að tryggja stöðug- leika á mörkuðum. Ástæðu þess hvernig komið sé segir Paulson vera að leita í „fornfálegu reglu- gerðaverki fjármálamarkaða“. Þá segir hann að yfirstandandi fjár- málakreppu létti ekki fyrr en fast- eignamarkaðir í Bandaríkjunum rétti úr sér. - msh Stokka þarf upp reglur HENRY PAULSON „Í þessum aðgerðum sést svart á hvítu hvernig seðla- bankar beita sér til að efla traust á fjármálamörkuðum. Þessi aðgerð undirstrikar nauðsyn þess að gera fleiri gjaldmiðlaskiptasamninga við erlenda seðlabanka til að styrkja bakland fjármála- geirans,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík. Stærstu seðlabankar heims ákváðu á fimmtudag að dæla 180 milljörð- um dala á gjaldeyrisskiptamarkaði í Evrópu og Asíu til að auka framboð á lausu fé. Mikil eftirspurn hefur verið eftir erlendum gjaldeyri á fjármálamörk- uðum, raunar svo mjög að lokað var fyrir gjaldeyrisviðskipti í Noregi um tíma í vikunni. Norski seðlabankinn jók aðgengi banka að Bandaríkjadölum í kjölfarið. Seðlabanki Íslands gerði tvíhliða gjaldeyrisskipta- samning við norræna seðlabanka um miðjan maí sem veitti bankanum aðgang að 1,5 milljörðum evra. Ólafur segir samningana ytra sýna í verki hvað gert er til þess að treysta starfs- umhverfi fjármálamarkaða. „Það þarf fleiri slíka samn- inga, helst öflugri“ segir Ólafur. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki starfi í Bretlandi og meginlandi Evrópu. Þar liggi forsendur fyrir því að leita eftir skiptasamningi við við Englandsbanka og Evrópska seðlabankann. „Þá sýnist eðlilegt að leita eftir sams konar samning- um við bandaríska seðlabankann, sem gengið hefur fram af alefli við að tryggja fjármálalegan stöðug- leika beggja vegna Atlantsála,“ segir Ólafur. - jab ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Semja á við Bandaríkin Áhrif aðgerða bandarískra stjórn- valda, sem greint var frá síðdegis á fimmtudag, skiluðu sér strax í mik- illi bjartsýni á þarlendum mörkuð- um með mikilli hækkun á gengi hlutabréfa, ekki síst í bréfum fjár- málafyrirtækja, í fyrradag. Sú hækkun hélt áfram af krafti vest- anhafs í gær. Aðgerðin smitaði strax út frá sér á Asíumarkaði í fyrrinótt og þaðan yfir til Evrópu í gær. Þá elti íslenskur hlutabréfa- markaður alþjóðlegu uppsveifluna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 5,23 prósent, sem er þriðja mesta hækk- unin frá upphafi. Metið var slegið 25. mars í vor þegar vísitalan fór upp um 6,16 prósent. Önnur mesta hækkunin, upp á 6,11 prósent, var hins vegar 4. október fyrir sjö árum. Gengi hlutabréfa í Existu hækk- aði langmest í Kauphöllinni gær, eða um 17,3 prósent, samanborið við 4,5 til 5,4 prósenta hækkun við- skiptabankanna. Þá hækkaði gengi bréfa í Spron meira en bréf við- skiptabankanna, eða um tíu pró- sent. Þá skiluðu áhrifin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sér í 3,6 pró- senta styrkingu krónunnar, þeirrar fyrstu síðan 11. september síðast- liðinn. - jab Mikil hækkun víða HLUTABRÉFAMARKAÐIR Lönd Breyting (í %) Bandaríkin: Dow Jones (Bandaríkin)* +3,66 Nasdaq (Bandaríkin)* +3,22 Nikkei (Japan) +3,76 FTSE (Bretland) +8,84 OMX-40 (Norðurlöndin) +9,11 C-20 (Danmörk) +6,18 OMX-30 (Svíþjóð) +8,98 OMX-25 (Finnland) +9,73 OSE (Noregur) +8,86 OMXI15 (Ísland) +5,23 * Fyrir lokun markaða „Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er nú runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Banda- ríkjunum í gær að loknum fundi með Henry Paulson, fjármála- ráðherra landsins, Ben Bernanke seðlabankastjóra og fleirum. Hann fór yfir umsvifamiklar aðgerð- ir ríkisins upp á síðkastið og lagði áherslu á að án þeirra hefði verið hætta á að hagkerfið lenti í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum. - jab BANDARÍKJAFORSETI UM AÐGERÐIRNAR SEÐLABANKASTJÓRINN, FORSETINN OG FJÁRMÁLARÁÐHERRANN FORSVARSMENN BYRS Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. MARKAÐURINN/PJETUR © GRAPHIC NEWS Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2009 Skráning er í fullum gangi. Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567 7752, 557 3734 eða 553 0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.