Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 30
 HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR „Ég hef aldrei tekið slátur og sauma- vélin er allt of sjaldan dregin fram og þá varla til annars en að stytta buxur.“ ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á heimili Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@frettabla- did.is, Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun É g ólst upp við heimabakstur og heimasaumuð föt. Hver flík var nýtt og við yngri systurnar fengum fötin í arf frá eldri systkin- um. Ég man ekki eftir að hafa velt því mikið fyrir mér og stund- um hlakkaði ég til að geta farið að nota eitthvað af eldri syst- ur minni sem mér þótti flott. En auðvitað var líka gaman að fá sín eigin föt sem enginn annar hafði notað. Það þótti líka flott að fá „búðarföt“ þótt mamma væri meistari í að sauma, allt frá joggingbuxum upp í skíðaúlpur. Ég man sérstaklega eftir bleikum hnébuxum með uppábroti sem við systurnar fengum eitt sumarið sem mamma saumaði. Þær voru rosalega móðins og flottar. Þetta var venjan hjá öllum krökkunum í kringum mig. Ég gekk í lítinn heimavistarskóla uppi í sveit og þar var enginn að spá í merkjaföt. Mamma saumaði fermingarfötin mín sem voru sterk- bleikur stuttur jakki með uppábrotnar ermar og pils í anda tísku þess tíma. Gott ef ég fékk ekki permó í hárið. Mamma útbjó líka allar veit- ingarnar í veisluna. Hún bakaði alltaf brauð og kökur til heimilisins og útbjó sjálf matinn ofan í frystikistuna sem dugði fram á vor. Heimalag- aðar kjötbollur og fiskur voru oft á borðum og á sunnudögum var yfirleitt steikt lambalæri. Slátur er ennþá uppáhalds maturinn minn. Nú þegar ég sjálf er að reka heimili þykir það tíðindum sæta ef ég baka eitthvað án aðstoðar Betty Crocker. Ég hef aldrei tekið slátur og saumavélin er allt of sjaldan dregin fram og þá varla til annars en að stytta buxur. Ég hef reynt að kenna tímaleysi um en húsmæður fyrri kynslóða tækju það nú varla gilt. Þær unnu frá morgni til kvölds og ráku mannmörg heimili án þess að gera veður út af því og stoppuðu í sokka á kvöldin. Í þeirri tíð sem nú gengur yfir ætti ég auðvitað að taka mér þær til fyrirmyndar. Baka mitt brauð sjálf í frystinn og hlaða niður kjötbollum í hæfilegum skömmtum sem hægt er að grípa til eftir þörfum. Ég á fín- ustu saumavél. Lærði meira að segja saumaskap í mörg ár svo ekki get ég afsakað mig þar. Nú er bara að duga eða drepast. Hætta að kvarta yfir dýrtíðinni og bregðast við. Stoppum í sokka og tökum slátur og fyllum frystihólfin af kjötbollum með lauk. Ráðagóða húsmóðirin skal endurvakin. Myndlistarkonan Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir býr í notalegri ris- íbúð í hjarta Reykjavíkur. Íbúð- inni, sem hún festi kaup á fyrir um ári, fylgdi gömul Rafha-eldavél sem er í stöðugri notkun enda Guð- laug iðin við eldamennskuna. „Ég elda mikið og hef gaman af en mér skilst þó að eldavélin éti rafmagn,“ segir Guðlaug en vinur hennar sýndi henni það svart á hvítu á dögunum. „Hann sagði mér að fylgjast með rafmagnsmælin- um um leið og hann kveikti á elda- vélinni en hann byrjaði samstund- is að snúast miklu hraðar,“ lýsir Guðlaug en segist þó ekki ætla að skipta og fá sér nýja. „Ég á hvorki flatskjá né bíl svo ég held að ég leyfi mér þetta.“ Guðlaug heillast af gömlum hlut- um en hún gróf gamla mjólkurskil- vindu upp í kjallara móður sinnar sem hún notar sem grænmetis- og ávaxtaskál og tekur hún sig vel út í eldhúsinu. Þá er persa læðan Nóra órjúfanlegur hluti af heimilishald- inu ásamt kærastanum Johnny en hann og Guðlaug eru saman í hljómsveitinni „Peewee Pubble“ þar sem Guðlaug spilar á píanó og klukkuspil. Guðlaug helgar sig þó aðal- lega myndlistinni og sérhæfir sig í stórum olíumálverkum á striga. „Þetta aldagamla listform hefur með reglulegu millibili lent utan- garðs en sú staðreynd heillar mig,“ segir Guðlaug.“ Hún lauk MFA-námi frá lista- háskólanum Villa Arson í Nice í Frakklandi árið 2007 en hún hefur búið erlendis í rúm tíu ár og þar af fimm ár í Nice. Hinn 25. sept ember næstkomandi verður opnuð sýn- ing með verkum hennar í Galerie Premier Regard í París en einungis sex listamenn halda einkasýningu þar á ári. - ve Heillast af gömlum hlutum ● Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir notar gamla Rafha-eldavél hvern dag þótt hún hækki raf- magnsreikninginn og mjólkurskilvinda frá móður hennar kemur að góðum notum. Guðlaug fann mjólkurskilvinduna, sem kötturinn Nóra strýkur sér upp við, í kjallara móður sinnar á Kjalarnesi en hana nýtir hún undir ávexti og grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðlaug Dröfn sérhæfir sig í stórum olíumálverkum á striga. Þetta verk ber nafnið „21st century breathing down my neck“. Ráðagóða húsmóðirin skal nú endurvakin Gengið frá greiðslumati Sótt um íbúðalán Sótt um lengingu og styttingu á lánstíma Á ils.is getur þú: Bráðabirgðamat Ýmsar reiknivélar Netsamtal við ráðgjafa Umsókn um rafrænar afborganir lána Önnur þjónusta á ils.is: 20. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.