Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 62
42 20. september 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. sæti, 6. pot, 8. liðamót, 9. háð, 11. pípa, 12. mokuðu, 14. fáni, 16. í röð, 17. rá, 18. ennþá, 20. frá, 21. sníkjur. LÓÐRÉTT 1. kjaft, 3. skammstöfun, 4. fugl, 5. hagsýn, 7. torskilinn, 10. sunna, 13. framkoma, 15. hæfileiki, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ot, 8. hné, 9. gys, 11. æð, 12. grófu, 14. flagg, 16. hi, 17. slá, 18. enn, 20. af, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. eh, 4. snæugla, 5. séð, 7. tyrfinn, 10. sól, 13. fas, 15. gáfa, 16. hes, 19. na. „Já, Jóhann Páll er orðinn ljósmyndari hjá Séð og heyrt. Hans fyrsta myndaopna verður í næsta tölublaði,“ segir Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt. Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi á Forlaginu, langstærstu bókaútgáfu landsins, lætur sig ekki muna um að reyna fyrir sér á öðrum sviðum en þeim að gefa út bækur þegar svo ber undir. Og nú er nýr ferill í farvatninu. Jóhann Páll hefur reyndar lengi verið áhugamaður um ljósmyndun en ljós- myndun fyrir Séð og heyrt er sérhæfð grein. „Myndaserían, sem er frumraun JPVs á þessu sviði, eru myndir af tvíburum frá Fáskrúðs- firði sem fóru saman til Krítar til að halda upp á sextugsafmæli sitt.“ Eiríkur, sem er nýkominn úr fríi frá Krít, hitti Jóhann Pál á flugvellinum þar en þeir eru vinir frá fornu fari. Voru algjörar samlokur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eiríkur segir svo frá að það hafi ekki tekið nema þrjár mínútur á flugvellinum þá voru þeir búnir að hanna myndaopnu í Séð og heyrt. „Þetta eru stórglæsilegar myndir og Jóhann gefur atvinnumönnunum sem hér eru innan dyra, jafnvel þeim bestu, ekki tommu eftir.“ Eiríkur segir hugmyndaauðgi einkenna myndir Jóhanns. Og sérstök útfærsla. „Og þá ekki síður hvað hann er snöggur að sjá myndbygg- inguna og negla myndina.“ Hvort áframhald verði á störfum Jóhanns Páls fyrir Séð og heyrt er ekki vitað. „En það vona ég að Guð gefi. Maðurinn sýnir alveg ótrúlega hæfileika,“ segir Eiríkur. - jbg JPV ljósmyndar fyrir Séð og heyrt FÉLAGARNIR JPV OG EIR Fyrsta verkefni JPV fyrir Séð og heyrt er myndasyrpa af tvíburum sem fóru til Krítar til að halda upp á sextugsafmæli sitt. Eiríkur segir vin sinn úr menntaskóla sýna ótrúlega hæfileika. „Þetta er alvöru. Á Hótel KEA. Matur og svo er selt inn á dans- leikinn á eftir sem hefst klukkan ellefu,“ segir Ragnar Gunnarsson, alías Raggi Sót, forsöngvari hinna fornfrægu Skriðjökla. Sjálfir Skriðjöklarnir ætla að koma saman í kvöld eftir langt hlé til að spila á dansleik á Hótel KEA á Akureyri. Dansleikurinn tengist lokahófi sem KA („stórveldið“, eins og Raggi orðar það) heldur til heið- urs sínu fótboltafólki. „Það kom bara ekkert annað til greina í kolli þeirra KA-manna en Jöklarnir.“ Skriðjöklarnir verða á heima- velli en þeir sem þekkja sína rokk- sögu vita að hljómsveitin er ein- mitt frá Akureyri. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi eða hvað? „Nei, kannski var það ekki svo. Þannig var það í gamla daga. En eftir því sem maður eldist þá er nú líklegra að manni sé tekið fagn- andi í heimabyggð,“ segir Raggi. Það verða Skriðjöklar í sinni upprunalegu mynd sem munu koma fram við þetta tækifæri, sex stykki en hljómsveitin var stofnuð til að koma tilteknu gengi ókeypis inn á Atlavíkurhátíð ´84 með því að taka þátt í hljómsveitarkeppni sem var fastur liður hátíðarinnar. „Já, og hver veit nema bakraddadúf- urnar og dansararnir Bjarni og Logi mæti á svæðið,“ segir Raggi og segir stoltur frá því að Jöklarnir hafi komið saman einu sinni til að æfa fyrir dansleikinn og til standi að taka aðra æfingu. Tólf laga pró- gramm sé fyrirliggjandi og verði lögin leikin tvisvar til þrisvar eftir því sem líða tekur á nóttina. Og sjálfur lofar Raggi stórkostlegri frammistöðu hvað sig sjálfan varð- ar. „Ég var spurður að því fyrir tíu árum eða svo af manni af hverju ég syngi ekki eins vel og Kristján Jóhannsson? Ég svaraði því til að það væri af því að hann væri svo feitur og feitir menn syngja betur. Nú er ég orðinn jafn spikfeitur og Kiddi Jóh. þannig að ég reikna með því að ég muni syngja betur en nokkru sinni.“ jakob@frettabladid.is RAGGI SÓT: SPIKFEITUR MUN HANN SYNGJA SEM ENGILL Á KA-BALLI Skriðjöklarnir saman á ný SKRIÐJÖKLAR KOMA Í BÆINN Enginn er spámaður í sínu föðurlandi og það átti við um Jöklana í árdaga. En með aldrinum hafa þeir verið teknir í sátt í sinni heima- byggð – Akureyri. RAGGI SÓT Orðinn alveg jafn spikfeitur og Kiddi Jóh. að eigin sögn og mun því syngja eins og engill. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ingi Þór Jónsson Starf: Fram- kvæmdastjóri NICE08 (Nordic International Cultural Events). Aldur: 45 ára. Fjölskylda: Faðir minn heitir Jón Leósson og móðir mín heitir Erla Björgheim Pálsdóttir. Bróðir minn er Páll Leó Jónsson, skólastjóri í Grindavík, og systir mín er Anna Elísabet Jónsdóttir, kennari í Heiðar- skóla. Svo á ég þrjár litlar frænkur. Búseta: Liverpool í Englandi. Stjörnumerki: Sporðdreki. Ingi Þór Jónsson er framkvæmda- stjóri NICE08, norrænnar listahá- tíðar sem haldin er í Liverpool, menningarborg Evrópu 2008. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda Eskimo ehf., og Sóley Ástudóttir, eigandi EMM school of make up, vinna nú hörðum höndum við að taka í gegn versl- unarhúsnæði á Laugavegi 33. Þar munu þær stöllur opna sameigin- lega verslun 2. október og selja vörur E-label sem hannaðar eru af Ásgrími Má Friðriks- syni, betur þekktum sem Ása, og vel valdar snyrtivörur frá ýmsum merkjum sem ekki hafa fengist áður hér á landi. Röskva – samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands – fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og eftir viku verður efnt til mikils fagnaðar á Hótel Borg. Veislustjórar verða þau Guðmund- ur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir en þau voru einmitt saman umsjónarmenn pólitísks þáttar á Skjá einum fyrir margt löngu – ef einhver man svo langt. Búast má við ýmsum sem nú eru áberandi í pólitíkinni svo sem Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, en hún er fyrsti formaður Röskvu, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur alþingismanni sem og Páli Magnússyni, framsóknarmanni og bæjarritara í Kópavogi. Ljósmæður samþykktu miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara í gær eftir langa og stranga kjarabaráttu. Til að fagna áfanganum og samstöðu stéttarinnar söfnuðust ljósmæður á suðvesturhorninu saman á heimili Unnar Friðriksdóttur samninga- nefndarmanni og gerðu sér glaðan dag. Hápunktur kvöldsins var svo hópferð á söngsýningu á kvik- myndinni Mamma Mia! í Háskóla- bíói. Þótti valið á kvikmyndinni einkar viðeigandi. - ag/jbg/kg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við bara ... ræddum saman og komumst að þeirri niðurstöðu að ég gerði dagskrárbreyt- ingu og hann gerði dagskrárbreytingu,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Ríkisútvarps- ins sjónvarps. Fréttablaðið hefur greint frá væringum milli Stöðvar 2 og RÚV en einhverra hluta vegna hefur því verið stillt þannig upp að báðar stöðvar spila út sínum helstu trompum á sama tíma: Dagvakt- inni og Svörtum englum. Leikstjór- arnir Ragnar Bragason og Óskar Jónasson, sem elska friðinn umfram allt, voru báðir með böggum hildar og vildu alls ekki vera leiksoppar dagskrárstríðs, komnir í samkeppni hvor við annan án þess að hafa nokkuð um það að segja. „Þannig að Svartir englar fara í loftið strax að loknum fréttum klukkan 19.40. Og Eva María fer í loftið 20.30. Hvað kom til? „Aðallega það að við sáum báðir að ekki væri gott að leikið íslenskt efni, sem því miður hefur ekki verið of mikið af í gegnum tíðina, lenti á sama tíma. Við viljum allt til vinna að áhorfendur sjái sem mest af því,“ segir Þórhallur. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir Þórhall hafa haft frumkvæðið að því að leysa þennan hnút sem upp var kominn. „Sögulegar sættir. Við þurftum að gera ráðstafanir svo þetta væri hægt. Dagvaktin verður nú á dagskrá eins og upphaflega stóð til: Klukkan 20.30. Við vorum búin að færa hana tuttugu mínútum framar í dagskrána til að forðast hina Svörtu engla.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki ólöglegt samráð segir Þórhallur: „Menn verða að meta það. Ég átta mig ekki alveg á glæpnum. Jú, þetta er samráð en bæði löglegt og siðlegt. Hér eru hagsmunir áhorfenda hafðir í huga. Neytendur eru að njóta þessa samráðs en í öðrum samráðum hafa þeir yfirleitt verið að tapa.“ - jbg Sögulegar sættir Stöðvar 2 og RÚV ÞÓRHALLUR OG PÁLMI Höfðu löglegt samráð og Dagvaktin og Svartir englar eru nú ekki lengur á sama tíma á dagskrá eins og til stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.