Fréttablaðið - 21.09.2008, Page 1

Fréttablaðið - 21.09.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500021. september 2008 — 257. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HANNAÐI LEGSTEIN RABBA Friðgerður Guðmunds- dóttir ekkja tónlistar- mannsins Rabba, segir frá lífinu með honum, sorginni og nýjum starfsframa sem hönn- uður. VIÐTAL 10 HITTUST Í SIRKUSPORTINU, SMULLU Í BÓNUS Lóa Hjálmtýsdóttir og Árni Rúnar Hlöð- versson eru í hljómsveitinni FM Belfast sem brátt gefur út sína fyrstu plötu. 12 Alíslenskt kvöld við skjáinn Fyrsti þáttur Svartra engla fer í loftið á RÚV í kvöld og strax á eftir hefst fyrsti þáttur Dagvaktarinnar á Stöð 2. TÍMAMÓT Tvennir hátíðartónleikar verða haldnir í dag til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi sem er sjötugur. Hátíðardagskrá verður í Þjóðleik- húsinu klukkan fjögur og hátíðartónleikar í Salnum í Kópa- vogi klukkan átta. Þeir eru liður í tónleikaröð sem verður haldin víðs vegar um Reykjavík næstu daga. Þá rifjar Jón Baldvin Hanni- balsson upp áratuga löng kynni sín af tónskáldinu á tímamótasíðu Fréttablaðsins í dag, en hann og Atli Heimir voru bekkjarfélagar í Gaggó Vest og MR. -ve / sjá síðu 14 Sjötugu tónskáldi fagnað: Atli Heimir heiðraður ATLI HEIMIR SVEINSSON SUNNUDAGUR STJÓRNSÝSLA Áætlað er að þátttaka Íslands í heimssýningunni í Sjang- hæ kosti 600 milljónir króna. Ríkisstjórnin ákvað í janúar á þessu ári að Ísland yrði þátt- takandi í heimssýningunni Expo sem verður árið 2010 í Sjanghæ í Kína. Samkvæmt greinargerð Júlíus- ar Hafstein sendiherra er reiknað með að skáli Íslands á heimssýn- ingunni verði eitt þúsund fer- metrar. Framkvæmdastjóri verð- ur ráðinn fyrir verkefnið og áætlað er að tvær nefndir komi að málinu, ein sem heldur utan um fram- kvæmd og kostnað og önnur nefnd sem annast skipulag sýningarinn- ar. Samkvæmt greinargerð Júlíus- ar, sem send hefur verið Reykja- víkurborg með ósk um 50 milljóna króna framlag, hafa nokkur íslensk fyrirtæki nú þegar staðfest þátt- töku í heimssýningunni. Það eru meðal annars viðskiptabankarnir, Bakkavör og ónefnd orkufyrir- tæki. Fram kemur hjá Júlíusi að utan- ríkisráðuneytið geri ráð fyrir að ríkissjóður borgi 350 milljónir króna af áðurnefndum 600 milljónum. „Þegar hafa náðst samningar um aðkomu helstu fjármála- og útflutningsfyrirtækja landsins. Það er því ljóst að viðlíka fjárfest- ing í kynningarstarfsemi á þessu stærsta markaðssvæði heims verð- ur ekki endurtekin í bráð,“ segir í greinargerð sendiherrans. Í umsögn Svanhildar Konráðs- dóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, til borgarráðs segir að mikil tækifæri geti falist í því fyrir Reykjavíkurborg að taka þátt í sýningunni í Sjanghæ. „Sýningin mun ná til mikils fjölda gesta á markaðssvæði sem þegar er orðið mikilvægt í öllum skilningi, ekki síst hvað snertir orkumál og ferðaþjónustu,“ segir í umsögn sviðsstjórans. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki vilji hjá borgar- ráði til að taka þátt í sýningunni. Ráðið hefur hins vegar sent erindi utanríkisráðuneytisins til umsagn- ar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. - gar Verja 600 milljónum í Íslandsskála í Kína Þátttaka Íslands í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010 á að kosta 600 milljón- ir króna. Ríkið leggur fram 350 milljónir og biður Reykjavík um 50 milljónir. EFNAHAGSMÁL „Við höfum gefist upp á verðmerk- ingum í íslenskum krónum,“ segir Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri Öskju, söluaðila Mercedes Benz á Íslandi, sem hefur tekið upp á því að verðmerkja bíla í evrum. Með þessu sé fyrir- tækið að bregðast við óstöðugu gengi krónunnar. „Krónan er handónýtur gjaldmiðill eins og staðan er í dag,“ segir Leifur Örn. Mikið sé um sérpantanir á Benz bílum þar sem viðskiptavinir fái útbúna bíla eins og þeim hentar. Þá sé afgreiðslufrestur oft langur og með þessu vilji fyrirtækið tryggja sig og viðskiptavini fyrir gengissveiflum frá því bíll er pantaður, þar til hann er afhentur. Verð á bílum sem seldir eru af lager sé þó enn gefið upp í krónum enda sé afgreiðslutími þeirra aðeins örfáir dagar. „Við höfum þurft að breyta verðmerkingum daglega og svo þegar kemur að afhendingu bíls hefur ekkert staðist miðað við það sem talað var um í upphafi. Þetta er okkar leið til að allir gangi að hlutunum vísum.“ Leifur Örn segir Öskju hafa tekið þennan háttinn upp fyrir um tveimur mánuðum. „Við erum ekki búnir að einsetja okkur að vera með evruverð til lengri tíma. En á meðan umrót í gengismálum er svona þá sjáum við okkur ekki fært að gera annað.“ - ovd Óstöðugt gengi krónunnar veldur bílasölum miklum erfiðleikum: Bílasalar gefast upp á verð- merkingum í íslenskum krónum BJART EYSTRA Í dag verða yfirleitt suðvestan 8-13 m/s. Bjart framan af degi austan til á landinu annars skúrir. Vaxandi væta með kvöldinu en þurrt að mestu eystra. Hiti 8-13 stig. VEÐUR 4 8 10 12 1210 FÖGNUÐUR KR-stelpur fögnuðu bikarmeistaratitlinum í gær eftir 4-0 sigur á erkifjendunum í Val. Afmælisbarnið Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hér sést fyrir miðri mynd, var hetja KR-inga en hún skoraði þrennu í leiknum. Sjá síðu 22 FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJARAMÁL Kjaradeila Læknafé- lags Íslands og Ríkisins er í hnút eftir að sáttafundi í gær lauk án árangurs. Nýr fundur hefur verið boðaður 1. október og verkfalls- boðun liggur í loftinu. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélagsins, segir tilboð sem læknar fengu með öllu óásættan- legt þrátt fyrir mánaðalangar samningaviðræður. „Það þýðir að við verðum að leita annarra leiða til að leiðrétta kjör okkar en með samningum.“ Læknafélagið hefur sent út viðhorfskönnun til lækna þar sem spurt er til hvaða aðgerða læknar vilja grípa í framhaldinu. Spurð hvort verkfall sé væntanleg niðurstaða segir Birna að tíðinda sé að vænta af aðal- fundi Læknafélagsins sem stendur fyrir dyrum. „Það hefur ekki samist og við þurfum að grípa til annarra aðgerða. Verkfallsboðun er eitt af því sem verður skoðað.“ - shá Kjaradeila lækna í hnút: Verkfallsboðun ekki útilokuð 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.