Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 6
6 21. september 2008 SUNNUDAGUR BELGÍA, AP Róttæka breytingu þarf að gera á stjórnskipan Belgíu til að tryggja bæði flæmskumælandi og frönskumælandi héröðum aukin sjálfstjórnarvöld. Þetta er niðurstaða þriggja manna nefndar, sem sett var á laggirnar til að finna lausn á stjórnarkreppunni sem hefur lamað allt stjórnmálalíf í landinu síðan þingkosningar voru haldnar sumarið 2007. Nefndin, sem skipuð er tveimur frönskumælandi þingmönnum og leiðtoga hins smáa þýskumælandi minnihluta landsins, telur hugmyndir sínar geta bjargað landinu frá því að klofna í tvö ríki. - gb Vandræðin í Belgíu: Vilja breytingar á stjórnarskrá SVÍÞJÓÐ Svíar velta fyrir sér að koma á fót kvótakerfi þannig að sjómenn og útvegsfyrirtæki fái úthlutað fiskveiðiheimild á hverju ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir sænsku ríkisstjórnina í sumar, að sögn Dagens Nyheter. Markmiðið er að bjarga með þessum hætti þorskstofni Svía. Allir hafa rétt á fiskveiðum eins og staðan er í Svíþjóð í dag, eða þar til sænski kvótinn hefur verið veiddur. Til að koma á fót kvótakerfi á íslenska vísu þarf lagabreytingu. Stuðningsmenn nýs kerfis benda hins vegar á að Svíar séu þegar farnir að vinna eftir slíku kerfi, til dæmis með síldarkvótum. - ghs Sænskur sjávarútvegur: Vill íslenskt kvótakerfi NÁTTÚRUVERND Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra opnaði á miðvikudag, að viðstödd- um fulltrúum Framtíðarlandsins, vefsíðu með Íslandskorti sem sýnir orkuframleiðslu á Íslandi. Á kortinu má sjá núverandi virkjanir og svæði þar sem fyrirhugað er að virkja. Fyrirhug- uð virkjanasvæði eru að auki flokkuð niður eftir því hvar í virkjanaferlinu viðkomandi svæði eru. Tilgangurinn með kortinu er að upplýsa almenning um virkjunar- áform á Íslandi. - bj Náttúrukort Framtíðarlandsins: Netkort sýnir virkjanasvæði OPNAÐ Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra opnaði aðgang að náttúrukortinu í Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Landssamtök landeig- enda hafa skrifað Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann beiti sér fyrir því að landeigendur þurfi ekki að bera kostnað af málaferl- um vegna þjóðlendumála. Í bréfi samtakanna segir að þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að landeigendur ættu ekki að bera kostnað af málaferlunum hafi raunin verið önnur. Dómarar ákveði iðulega að greiða lægri kostnað en til falli. Verði ekki bætt úr sé stjórnarskrárvarinn eignarréttur ekki virtur að fullu. Bréfið er dagsett 11. septemb- er, en í fyrradag höfðu engin svör borist frá forsætisráðherra. - bj Landssamtök landeigenda: Þurfa sjálfir að borga kostnað ÓBYGGÐANEFND Sætti landeigendur sig ekki við úrskurði óbyggðanefndar geta þeir höfðað mál, en slíkt hefur oft talsverðan kostnað í för með sér. SKIPULAGSMÁL „Þessi útfærsla okkar eykur skuggavarp lítillega vegna þessarar óvenjulegu bygg- ingar,“ segir Trausti Þór Sverris- son, íbúi á Vegamótastíg 9 og eig- andi Efri-Vegamóta ehf. Hann hyggst reisa þriggja hæða nýbygg- ingu á reitnum auk kjallara og þá verður eldra hús, sem fyrir er á reitnum, endurbyggt sem turn ofan á nýbyggingunni. Borgarráð samþykkti nýlega deiliskipulags- breytinguna. Í Fréttablaðinu fyrir skömmu var vitnað í andmælabréf Andra Björnssonar, veitingamanns á Vegamótum, til skipulags- og bygg- ingasviðs þar sem hann segir að skuggavarp muni koma til með að hafa mjög neikvæð áhrif á sölu í hádegi á Vegamótum. „Mér finnst skipta máli að menn geri ekki úlfalda úr mýflugu,“ segir Trausti Þór. Í deiliskipulagi frá árinu 2002 hafi verið gert ráð fyrir skuggavarpi af húsum sem það skipulag leyfði að byggð yrðu. Skuggavarp sem fylgi breyttu skipulagi sé óverulegt umfram það þó vissulega sé minna skuggavarp af núverandi byggingum. Hann bendir á að klukkan 12 í maí og júní verði skuggavarp á um fimmtungi af veitingasvæði Vega- móta. Skugginn sé svo horfinn klukkan 13. „Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á viðskipti þeirra,“ segir Trausti Þór. - ovd Borgarráð Reykjavíkur samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir Vegamótastíg 9: Skuggavarp eykst á torginu SKUGGAVARP Myndin sýnir skuggavarp klukkan tólf á hádegi í maí og júlí miðað við deiliskipulag frá 2002 annars vegar og miðað við breytt deiliskipulag hins vegar. Örin á myndinni sýnir hvar port Vegamóta er. NOREGUR Norski herinn hefur ákveðið að fella í ár niður hina árlegu flugæfingu sem gengur undir heitinu Norðanvindur. Það er gert vegna fjárskorts. Allir peningarnir sem herinn hafði til umráða til slíkra æfinga fóru, að sögn norska ríkisútvarps- ins NRK, í þátttöku Norðmanna í æfingunni Norðurvíkingi sem haldin var hér við land í byrjun september. Norðmenn voru með fimm orustuþotur á æfingunni, Bandaríkjamenn fjórar og Kanadamenn sex. 400 manns tóku þátt í æfingunni. Fyrirhugað var að halda flugæfinguna Norðanvind í Halkavarre, nyrst í Noregi, í haust. Haft er eftir talsmanni norska hersins að æfingunni hafi verið aflýst vegna þess að eldsneyti sé orðið svo dýrt. - ghs Æfing flughersins féll niður: Féð fór allt í Norðurvíking VÖLDU NORÐURVÍKING Norski flug- herinn sendi fimm orustuflugvélar á Norðurvíking við Ísland og á því ekki pening til að halda flugæfinguna Norðanvind í ár. Styrkir til dansskóla Menntamálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdans- skóla. Styrkjunum er ætlað að efla framboð grunnnáms í listdansi. MENNTUN BÓKMENNTIR Í nýútkominni bók um Bítilinn John Lennon er því haldið fram að Lennon hafi þráð kynmök með Paul McCartney, félaga sínum í hljómsveitinni. Því er einnig haldið fram að Lennon hafi dreymt um að sofa hjá Juliu móður sinni. McCartney og Yoko Ono, ekkja Lennons, samþykktu bæði að leyfa höfundinum Philip Norman að taka við sig viðtal vegna bókarinnar, sem ber titilinn John Lennon: The Life. Þau ku hins vegar afar ósátt við efnistök höfundarins og hafa afneitað bókinni algjörlega. - kg Ný bók um John Lennon: McCartney og Ono bálreið STJÓRNMÁL „Vesturlönd hafa sam- þykkt að bæta þurfi velferð í þró- unarríkjunum en sækjast á sama tíma eftir heilbrigðisstarfsmönn- um frá þessum ríkjum með þeim afleiðingum að ekki er hægt að bólusetja börn.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins og formaður velferðar- nefndar Norðurlandaráðs, um til- mæli nefndarinnar þess efnis að Norðurlöndin taki frumkvæði að alþjóðlegu samkomulagi um hvernig ráðningu heilbrigðis- starfsmanna frá þróunarlöndun- um skuli háttað. Skal það byggjast á samstarfi um að auka menntun heilbrigðisstarfsmanna í þróunar- löndunum og að sama skapi aðgerðum sem miða að því að þró- unarlönd haldi heilbrigðisstarfs- mönnum sínum í heimalandi. Siv segir tvennt þurfa að koma til. Að vesturlönd geri átak í að efla heilbrigðis- stéttirnar í þró- unarríkjunum og geri heil- brigðisstörf heima fyrir eft- irsóknarverðari fyrir ungt fólk. Það gerist með bættri kennslu og kjörum. „Hin ríkari lönd þurfa að vera sjálfbær hvað þetta varðar,“ segir Siv. Ekki stendur til að banna ráðn- ingar fólks frá þróunarríkjum en að sögn Sivjar þurfa vesturlönd að hætta að lokka til sín starfsfólk með markvissum hætti, líkt og tíðkist. Það sé gert í gegnum sér- stakar ráðningarskrifstofur og því þurfi að linna. „Þetta er sið- fræði sem gengur ekki upp,“ segir Siv og nefnir sem dæmi að fleiri læknar frá Benín starfi í Frakk- landi heldur en í Benín og á Manchestersvæðinu í Bretlandi séu fleiri heilbrigðisstarfsmenn frá Malaví heldur en í Malaví. Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis hefur fengið tilmæli vel- ferðarnefndar Norðurlandaráðs til umfjöllunar en þau hafa ekki verið afgreidd. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru engir heil- brigðisstarfsmenn frá þróunar- ríkjunum við störf á Landspítal- anum. bjorn@frettabladid.is Þróuðu ríkin hætti að lokka til sín starfsfólk Norðurlandaráð vill að vesturlönd hætti að lokka til sín heilbrigðisstarfsfólk frá þróunarríkjunum. Fleiri læknar frá Benín starfa í Frakklandi en í heima- landinu. Félagsmálanefnd Alþingis fjallar um tilmæli Norðurlandaráðs. BEÐIÐ EFTIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Bólusetningar barna í þróunarríkjunum þurfa að sitja á hakanum þar sem heilbrigðisstarfsfólk er oft á tíðum lokkað til vesturlanda. Norðurlandaráð vill að Norðurlöndin fari sameiginlega fyrir aðgerðum sem miða að því að stöðva þróunina. NORDICPHOTOS/AFP SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR   FÓLK Íslenska tónlistarhátíðin London Airwaves var haldin á átta skemmtistöðum í Shoreditch-hverfinu í London á föstudagskvöld. Hátíðin þótti heppnast ágætlega og var vel sótt. Íslensku hljómsveitirnar FM Belfast og Steed Lord komu fram. Íslensku listamönn- unum var vel fagnað af samlöndum þeirra sem sóttu hátíðina. Talið er að um tvö þúsund manns hafi sótt London Airwaves. Hr. Örlygur, sem hefur veg og vanda af Iceland Airwaves-hátíðinni, sá um skipulagningu London Airwaves. Að sögn Þorsteins Stephensen, eiganda Hr. Örlygs, hefur mikil vinna farið í að koma hátíðinni á laggirnar. Þannig hefur fjöldi Íslendinga unnið í London undanfarið. Auk þess hafa tvö bresk fyrirtæki unnið að kynningarstarfsemi og nokkrir þarlendir einstakling- ar hafa hjálpað við kynningar. Þetta skilaði sínu því talsvert var fjallað um London Airwaves í breskum fjölmiðlum í síðustu viku og víða var mælt með hátíðinni sem einum af athyglisverðustu viðburðum helgarinnar. -hdm Íslenska tónlistarhátíðin London Airwaves var haldin í fyrsta sinn á föstudag: Fjölmenni á íslenskri tónlistarhátíð ÍSLENDINGAR Á LONDON AIRWAVES Hljómsveitin FM Belfast kom fram á London Airwaves á föstudagskvöld. Sveitinni var vel fagnað, sérstaklega af Íslendingum á svæðinu. KJÖRKASSINN Tekur þú inn lyf daglega? Já 15,9% Nei 84,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Bregður þér við fréttir af hryðjuverkaárásum? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.