Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 10
10 21. september 2008 SUNNUDAGUR É g ákvað að skella mér í hönnunarnám en ég var reyndar byrjuð í Iðnskólanum í Hafn- arfirði áður en Rabbi dó. Ég lét gamlan draum rætast og fór í Listaháskól- ann því mig langaði alltaf að læra hönnun en lífið leiddi mig annað. Ég held samt að það séu engar til- viljanir og ég hafi átt að gera þetta allt. Ég fór að kenna fötluðum börnum og það var undirbúningur undir það sem átti seinna að verða. Það er aldrei of seint að fara að læra það sem mann langar til og nú er ég næstum búin með námið þótt ég hafi ákveðið að taka það á aðeins lengri tíma en ætlað er því mér liggur ekkert á,“ segir Frið- gerður þegar við setjumst niður einn sólríkan dag í sumarbústað hennar í Tunguskógi inn af Ísa- firði. „Ég er búin með allan verklega hlutann og sýndi útskriftarverk- efnið mitt á Kjarvalsstöðum á útskriftarsýningu Listaháskólans í vor. Það voru einingar úr bylgju- pappa sem Kassagerðin fram- leiddi fyrir mig. Mig vantaði bara nokkur eintök en varð að panta 1.000 stykki í hverjum lit. Ég gerði þrjá liti og var því með vörubretti á sýningunni með 3.000 einingum af pappakössum sem ég hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að gera við. Síðan mætti Eyjólfur í Epal við upphaf sýningarinnar og bauðst til að kaupa af mér lager- inn minn.“ Fyrir hönnuð sem er að taka sín fyrstu skref er vart hægt að hugsa sér meiri viðurkenningu og skilrúm Friðgerðar eru nú til sölu í Epal og á leið á hönnunar- sýningar erlendis. En hvers vegna skilrúm sem lokaverkefni? „Upphaflega hug- myndin varð til uppi í Listahá- skóla þar sem margir eru að vinna í sama rými og alltaf er verið að slást um þau örfáu skilrúm sem til eru og eru handónýt og ljót. Ég hugsaði því skilrúmin inn í vinnu- stúdíó en fólk hefur verið að nota þau heima í stofu og víðar. Mér fannst mikil viðurkenning og heið- ur að Eyjólfur skyldi kaupa þau af mér því hann fylgist vel með og fáir hafa jafn mikið vit á hönnun og hann.“ Keyrði mig í kaf Þegar Rabbi greindist með MND var þekkingin á sjúkdómnum mjög takmörkuð á Íslandi og þau Friðgerður helltu sér út í að afla sér upplýsinga um þennan ban- væna taugasjúkdóm. „Ég var á kafi í MND-félaginu með Rabba því þegar hann greindist var ekki til stafur um MND á íslensku,“ segir hún. „Ég var svo forvitin og vildi vita sem mest um sjúkdóm- inn þannig að ég fór á fullt í að afla mér upplýsinga. Ég þýddi allt það efni sem ég komst yfir og gaf út tvö blöð á ári í tíu ár um MND. Ég setti upp heimasíðu samtakanna og gaf út bæklinga sem voru ætl- aðir heilbrigðisstéttum jafnt sem almenningi því fólk vissi ekkert hvað þetta var. Ég hellti mér í þetta af fullum krafti og tók líka á móti nýgreindu fólki og fjölskyld- um þess.“ Rabbi þjáðist af MND í 18 ár og allt fjölskyldulífið snerist um sjúkdóm hans. Eftir því sem honum hrakaði mæddi meira á Friðgerði sem tileinkaði sig umönnun eiginmanns síns. Rabbi var miklu meira en maki í hefð- bundnum skilningi því líf hans og barátta varð þungamiðjan í lífi Friðgerðar. Eiginlega er nánast útilokað að svara því en hvernig tekst manneskjan á við það þegar hún hefur tileinkað líf sitt öðrum með þessum hætti og hvað er eftir þegar því lýkur? „Það breyttist allt eftir að Rabbi greindist með MND,“ segir Frið- gerður. „Það er svo skrýtið að ég vissi það 27 ára gömul að maður- inn minn væri að deyja frá mér og hann var þá 32 ára. Við vorum svo ung en við vissum að frá dauða hans var engin undankomuleið. Við héldum að þetta yrðu þrjú ár og kannski í mesta lagi fimm ár sem hann myndi lifa og því fylgdi auðvitað mikil sorg. Við vorum með þrjá stráka og hann átti eina dóttur fyrir en samt leyfði maður sér ekki að syrgja af því að lífið er hér og nú. Ég held að það hafi verið hluti af því að ég brann upp að ég lokaði inni svona mikla sorg. Maður leyf- ir henni ekki að koma fram á meðan maki manns er enn til stað- ar. Við vorum ákveðin í að njóta hverrar stundar en samt var þessi nagandi sorg alltaf undirliggjandi. Auðvitað setti þetta sitt mark á okkur öll en Ragnar var bara nýfæddur þegar pabbi hans var greindur. Hann vissi alltaf að pabbi hans kæmi til með að deyja frá honum, en Ragnar er mjög andlega tengdur og var alveg viss um að Rabbi færi ekki fyrr en hann væri orðinn unglingur.“ Eftir því sem líf Rabba fjaraði út þvarr kraftur Friðgerðar. „Ég keyrði mig út og eiginlega alveg í kaf þremur árum áður en Rabbi dó. Það var ágætis tímapunktur fyrir mig að hugsa um hvað mig langaði að gera. Ég fór í þetta nám og held að það hafi bjargað mér mjög mikið því námið hefur átt hug minn allan. Strákarnir okkar eru líka yndislegir og þeir hafa veitt mér mikla lífsfyllingu. Þeir eru á fullu í tónlistinni og ég fylg- ist vel með því. Ég elti þá á rokk- hátíð til Englands í sumar og tók yngsta strákinn, sem er fjórtán ára, með. Þetta var bara metal í tjaldi. Við sáum KISS, Judas Priest og fleiri góða sem var mjög gaman. Líf mitt snýst því enn að mestu um drengina mína og skólann en hann er svona „mitt“ ef þannig má að orði komast.“ Síðustu árin voru yndisleg Lát Rabba skildi eftir sig mikið tómarúm í lífi Friðgerðar þrátt fyrir að þau hafi alltaf vitað hvert stefndi og örlög hans væru óum- flýjanleg. „Fyrstu tvö árin eftir að Rabbi dó fannst mér ég alltaf þurfa að flýta mér heim og var eiginlega ekki róleg neins staðar,“ segir hún. „Rabbi átti svo erfitt með að vera einn heima seinustu árin og mér fannst því svo skrýtið að verða einhvern veginn frjáls eftir að hann var farinn. Breyting- in er gífurleg en ég hef verið mjög róleg og fer lítið út að skemmta mér. Ég þarf að hugsa mikið um heilsuna því ég var gjörsamlega útbrunnin á sál og líkama og stóð ekki í lappirnar. Það lagaðist sem betur fer en síðustu árin okkar Rabba voru alveg yndisleg. Undir svona kringumstæðum er það fjölskyldan sem skiptir mestu máli þannig að við vorum bara öll saman að njóta samvistanna. Þegar svona steðjar að þá er okkur gefið að geta hugsað um hvað það er sem skiptir máli. Ef Rabbi hefði farið snögglega hefðum við aldrei haft þennan tíma til að njóta þess að vera til. Við fengum því kannski meiri tíma til að vera saman en margir aðrir sem eru lengur í hjónabandi,“ segir Friðgerður þakklát þrátt fyrir allt. Hún var bara sautján ára þegar þau Rabbi byrjuðu saman en hann var fimm árum eldri. „Þó að hann hafi dáið ungur bjó ég lengur með honum en ég var í foreldrahúsum og meira en helminginn af ævinni,“ segir hún. „Við erum bæði frá Ísa- firði og hann að hluta til frá Súg- andafirði en við kynntumst hérna. Ég var bara smástelpa þegar hann var byrjaður að spila og fékk alveg stjörnur í augun að sjá þessa fínu hljómsveit með flotta trommaran- um. Við vorum vissulega búin að taka eftir hvort öðru talsvert löngu áður en við byrjuðum saman.“ Hannaði sjálf legsteininn Friðgerður og Rabbi héldu alltaf mikilli tryggð við Vestfirði og Rabbi var ákveðinn í að fá að hvíla í kirkjugarðinum á Ísafirði. „Hann var orðinn þreyttur og tilbúinn að fara,“ segir Friðgerður þegar hún rifjar upp dánardag Rabba í full- kominni yfirvegun og sátt. „Dag- inn sem hann dó var byrjað að mixa plötuna hans og það voru forsetakosningar en þegar hann vaknaði um morguninn sagði hann: „Þetta verður góður dagur.“ Við vissum að þetta væru síðustu dagarnir en það er gott að geta dáið með því hugarfari að vera sáttur. Það er yndislegt og ekki öllum gefið þó að þeir fái fleiri daga.“ Friðgerður hannaði sjálf mjög persónulegan legstein fyrir Rabba úr gleri og steini og í honum tókst henni að túlka bæði andann og efnið á einfaldan og táknrænan hátt. „Mér fannst aldrei annað koma til greina en að hanna legsteininn hans sjálf því við gerðum allt sjálf,“ segir hún. „Rabbi var allan tímann heima, dó þar og við vorum með kistulagninguna heima. Við áttum stóran bíl fyrir fatlaða og ókum með hann í kistunni hingað vestur. Þetta var allt svo heimilis- legt hjá okkur þannig að ég gat ekki hugsað mér að fá eitthvert fyrirtæki til að búa til legstein- inn. Ég teiknaði legsteininn í bústaðnum og fór síðan upp í fjall til að finna rétta steininn. Ég setti hann í kerru og hann var sagaður samkvæmt óskum mínum. Síðan fékk ég aðstöðu hjá Dagnýju Þrastar listakonu og skar og sand- blés glerið. Að sjálfsögðu naut ég faglegrar ráðgjafar en við þetta allt fannst mér ég vera að binda endahnútinn á þetta ferli. Þetta var tilfinningalegt hjá mér og ein- hver lokapunktur sem skipti mig miklu máli. Ég gat ekki þvingað fram að gera þennan stein. Þetta var bara ferli sem ég þurfti að ganga í gegnum til að vaxa frá þessu. Það hefur allt sinn tíma, efnið og andinn, það þýðir ekkert að pressa á eitt eða neitt.“ Ég held að það hafi verið hluti af því að ég brann upp að ég lokaði inni svona mikla sorg. Maður leyfir henni ekki að koma fram á meðan maki manns er enn til staðar. Við vorum ákveðin í að njóta hverrar stundar en samt var þessi nagandi sorg alltaf undirliggjandi. Hannaði legstein fyrir Rabba Þjóðin fylgdist með hetjulegri baráttu tónlistarmannsins Rabba við MND-sjúkdóminn sem dró hann til dauða fyrir fjórum árum. Friðgerður Guðmundsdóttir, ekkja Rabba, stóð eins og klettur við hlið eiginmanns síns og fylgdi honum fram á síðasta dag. Hún segir Lofti Atla Eiríkssyni frá lífinu eftir Rabba en hún er að skapa sér nafn sem hönnuður og fannst ekki annað koma til greina en að hanna sjálf legsteininn á leiði eiginmanns síns. LEGSTEINNINN Friðgerður teiknaði leg- steininn og fór svo upp í fjall til að finna rétta steininn. FRIÐGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Eftir því sem líf Rabba fjaraði út þvarr kraftur hennar. Hún endurskoðaði stöðuna og ákvað að hefja nám í hönnun, ákvörðun sem hún er mjög sátt við enda hafi námið átt huga hennar allan. MYND/LOFTUR ATLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.