Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 14
14 21. september 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Ævintýraskáldsagan Hobbitinn eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien kom út þennan dag fyrir 71 ári. Bókin fjallar um leiðang- ur hobbitans Bilbó Bagga sem hann tekst á hendur með þrett- án dvergum og galdramannin- um Gandálfi til Fjallsins eina þar sem þeir ætla að endurheimta fjársjóð úr höndum drekans Smeygins. Tolkien reiknaði aldrei með því að bókin næði einhverj- um vinsældum en hann skrifaði hana fyrir börnin sín nokkrum árum áður en hún kom út. Fyrir slysni rataði sagan inn á borð hjá starfsmanni útgáfufyrirtækisins George Allen & Unwin sem gáfu Hobbitann út árið 1937. Í ljós kom að bókin náði vel til fullorðinna lesenda ekki síður en barna og varð svo vinsæl að útgefandinn fór fram á fram- hald. Tolkien skrifaði þá Hringa- dróttinssögu. Hann var yfir ára- tug að koma bókinni saman og hugsaði sér hana í upphafi sem barnabók í beinu framhaldi af Hobbitanum. Þegar leið á vinnslu bókarinnar varð hún þó á myrkari og alvarlegri nótum. Hringadróttinssaga kom út í þremur bindum á árunum 1954 til 55 og náði strax gífurlegum vinsældum. Tolkien settist í helgan stein árið 1959 og lést árið 1973 tveimur árum á eftir konu sinni Edith. MERKISATBURÐIR 1919 Reykjanesviti skemmist í jarðskjálfta 1936 Franska herskipið l´Au- dacieux kemur til Reykja- víkur en það er næsthrað- skreiðasta skip í heimi 1963 Eiríkur Kristófersson skip- herra fær æðstu orðu sem Bretar veita erlend- um mönnum, meðal ann- ars fyrir björgun breskra sjómanna 1985 Óperan Grímudansleikur- inn eftir Verdi er frumsýnd í þjóðleikhúsinu. Kristj- án Jóhannsson er meðal flytjenda 1996 John F. Kennedy yngri giftist Caroline Bisset 1964 Malta fær sjálfstæði undan yfirráðum Bret- lands BILL MURRAY LEIKARI ER 58 ÁRA „Ég vil ekki vera þessi gaur sem muldrar ofan í drykk- inn sinn á barnum.“ Bill Murray er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið en hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, jafnt gamanhlutverk sem alvarleg. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Groundhog Day og Lost In Translation. ÞETTA GERÐIST: 21 SEPTEMBER 1937 Hobbitinn eftir Tolkien kemur út Leiðir okkar Atla Heimis lágu fyrst saman í landsprófi í Gaggó Vest haust- ið 1953. Hann var þá fimmtán vetra sveinn en bráðger, andlega og líkam- lega. Svo mjög að hann var þá þegar þjóðkunn persóna. Hann hafði samið lag við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og lagið hafði verið spilað í ríkisútvarpinu fyrir fréttir. Rödd Péturs Péturssonar, þular, sagði djúpum rómi: Lagið er eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Þar með var Atli Heimir, í augum okkar bekkjarfélaganna, stiginn upp á Ólympstind þar sem fyrir voru höfuð- snillingar eins og Jón Leifs, Páll Ísólfs- son og Sigvaldi Kaldalóns. Síðan er liðin meira en hálf öld. Á þeim tíma hefur Atli Heimir staðið við fyrirheit æsku- mannsins um það sem koma skyldi. Höfundarverk hans er svo mikið að vöxtum og fjölskrúðugt að furðu sætir. Að baki býr skapandi hugur, óbilandi viljastyrkur og vinnugleði sem spyr ekki um umbun við verkalok. Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir með bekkjarfélögum. Atli Heimir hélt til tónlistarnáms til Kölnar þar sem hann nam ekki aðeins handverk tón- skáldsins og hljómsveitarstjórans held- ur gerðist handgenginn þýskum kúlt- úr. Mínar leiðir lágu til Bretlandseyja og Skandinavíu. Það gátu liðið mörg ár milli þess að við hittumst. En það var ævinlega eins og við hefðum kvatt hvor annan í gær. Svona reynast þau vináttubönd, sem menn bindast á ungl- ingsárum. Uppeldi ólíkra menningar- heima fær engu um það breytt. Þetta var rúmum áratug eftir stríð. Þjóðverjar voru að skríða upp úr rúst- unum og að reyna að koma sálartöt- rinu í samt lag eftir að hafa tapað glór- unni í sjálfstortímingaræði nazismans. Stundum hef ég heyrt spurningar eins og þessar: Af hverju semur hann Atli ekki músík eins og Beethoven, Schu- bert og Schumann? Svarið er: Af því að hann er uppi á annarri öld: Öld öfga, ofbeldis og tortímingar. Schubert og Sveinsson eru ekki samtímamenn. Músík Atla byggir að vísu á því besta sem þýsk músíkhefð býður upp á - og það er ekki smátt. En hann er ein- skis manns attaníossi eða hermikráka. Hann er skapandi hugsuður undir aga tónlistarformsins og kemur til skila sálarháska og tilfinningaróti tvíræðr- ar tilveru, sem einkennist af ofsa og hraða en leitar engu að síður hjálpræð- is í hinu fagra og friðsæla. Atli Heimir er tónskáld „í anda tímans.” Ég held að það sé nauðsynlegt að skilja þetta til þess að skilja Atla. Meist- ari hans, Günther Raphael, var gyðing- ur. Helförin var öllum í fersku minni. Menntaðasta þjóð Evrópu hafði hrokk- ið af hjörunum og hrasað út í botnlausa villimennsku. Stockhausen, hinn meist- ari Atla Heimis, skildi þetta aldarfar og túlkaði það. Atli skildi það líka. Og funi og fjör æskumannsins bauð ekki upp á málamiðlanir. Náin kynni Atla Heimis af Pólverjanum Bodan Wodiczko, sem var lengi stjórnandi íslensku sinfóníu- sveitarinnar og kom henni á legg, bætti við nýrri vídd um lífsreynslu þeirrar kynslóðar sem á undan okkar fór, og varð fórnarlamb hatursins. Útkoman hjá Atla varð helst til mergjuð og stríð fyrir vanafasta góð- borgara, íslenska, sem voru vanir að líta á músík sem huggun harmi gegn. Margir tóku Atla Heimi ekki í sátt fyrr en frægð hans barst að utan með tón- skáldaverðlaunum Norðurlandaráðs árið 1976. Upp úr því fór hann að verða dús við sína elskulegu þjóð rétt eins og Halldór Laxnes að fengnum Nóbels- verðlaunum tveimur áratugum fyrr. Höfundarverk Atla Heimis á meira en hálfri öld er ótrúlegt að vöxtum, inn- taki og formi. Sex sinfóníur, fimm óp- erur, ballettóratórían Tíminn og vatn- ið við ljóðabálk Steins Steinarr, tónlist fyrir leikhús, þ.m.t. fyrir söngleiki og balletta, sónötur, einleikir og tvíleikir, kammermúsík, tónlist fyrir ljóðasöng, allt frá epískum ljóðabálkum til hinn- ar lágværu vögguvísu, út í rapp og ról og búgívúggí. Ballettinn sem tónskáld- ið tileinkaði henni Bryndísi um daginn er t.d. þannig, að Helgi Tómasson ætti fullt í fangi með að færa hann upp með sínum úrvalsdönsurum úr öllum heims- hornum, án þess að bæta við svo sem einni anacondaslöngu í corps de ballet. Atli Heimir er alltaf að koma okkur á óvart. Hann býr til kliðmjúk lög við vögguvísur og barnagælur; hann syng- ur angurvær næturljóð, tregablandna mansöngva og hástemmda lofsöngva. Hann heillast af höfuðskáldum og ljær ljóðum þeirra vængi. Pablo Neruda, Steinn Steinarr, Einar Ben., Jónas Hall- grímsson, Heinesen, Fagraskógar- skáldið og margir fleiri. Þessi hispurs- lausi heimsborgari hefur m.a.s. komið upp Fífilbrekkuhópi sem syngur Jónasi lof í höfuðborgum heimsins. Verk Atla hljóma út um allar trissur: í tónleikahöllum og óperuhúsum, í leik- húsum, á ballettfjölum, í kirkjum og guðshúsum, í leikskólum og á torgum og gatnamótum. Atli Heimir hefur sama hátt á og gömlu meistararnir. Hann semur lög eftir pöntun, ýmist fyrir tón- leikahús eða tónlistarflytjendur. Þetta handa Manuelu, hitt handa Áshildi. Það er gaman að fylgjast með því hversu greiðir gagnvegir liggja milli hins sjö- tuga framúrstefnumanns og okkar efni- legustu tónlistarflytjenda af yngstu kynslóð. Þar er ekkert kynslóðabil. Við vinir Atla, sem höfum reynt að fylgjast með honum og ferli hans í rúm- lega hálfa öld, höfum svo sem flest- ir hverjir verið að bjástra við eitt og annað, hver eftir sínu upplagi og lund- arfari. Sumir hafa reynt að stytta sam- ferðarmönnum stundir á leiksviði eða reynt að skerpa skilning þeirra með tilskrifum. Aðrir hafa jafnvel reynt að breyta þjóðfélaginu til að gera það meira spennandi. Flest höfum við þóst hafa nóg fyrir stafni og þarflegt að iðja. Að lokum hljótum við að spyrja okkur sjálf, hvort eitthvað hafi þokast áleið- is eða hvort við erum öll að lokum til ónýtis dauð? „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt sem lifað er fyrir og barist er móti“, eins og skáldjöfurinn Einar Ben. yrkir í Norðurljósum og Atli Heim- ir ljær vængi tónlistarinnar. Einhvern veginn segir mér svo hugur um að löngu eftir að verk okkar hinna eru gleymd og grafin, verði enn uppi fólk á Íslandi sem rýnir í aldarfar okkar tíma með því að hlusta á tónlist Atla Heim- is. Og tónlistarflytjendur og unnendur sem spreyta sig á að flytja verk hans eða njóta þeirra. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON : SKRIFAR UM ATLA HEIMI SVEINSSON SJÖTUGAN Tónskáld í anda tímans TÓNSKÁLDIÐ VIÐ VINNU SÍNA Atli Heimir Sveinsson stendur á sjötugu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Bjarna Hannesar Ásgrímssonar frá Suðureyri v/Súgandafjörð, Höfðabraut 7, Akranesi. Auður Minný Árnadóttir Anna Bjarnadóttir Sólrún Bjarnadóttir Benedikt Bjarnason Stella Hjaltadóttir Anton, Bjarni Ingi, Dagur og Auður Líf. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Jóhann Ólafsson Riba rafvirkjameistari, lést á heimili sínu mánudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. María Jóhannsdóttir Börkur Valdimarsson Carmen Josefa Jóhannsdóttir Hilmar Bendtsen Pedro Ólafsson Riba Íris Barkardóttir Róbert Barkarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Rannveig Sigurðardóttir, Marklandi 2, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans laugardaginn 13. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi og Krabbameinsfélag Íslands. Sigrún Þórarinsdóttir Ólafur Þór Kjartansson Sigurður Þórarinsson Helga Sigríður Þórarinsdóttir Edda Ólafsdóttir Rúnar Helgason Þóra Ólafsdóttir Vignir Óðinsson Óli Valur Ólafsson Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson Helga Þóra Siggeirsdóttir Viktoría og Adam Fannar Vignisbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.