Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 16
Léttsteikið kjötið og kryddið aðeins. Látið vatnið flæða yfir og malla í hálftíma. Léttsteikið lauk og papriku sem er fyrst skorin í fjóra parta. Maukið papriku, tómata, tómatpuré og hvítlauk í mixara og setjið út í pottinn ásamt lauk, teningum og kryddi – nema piparnum. Bætið gulrótum út í þegar súpan hefur soðið í klukkutíma og látið hana malla áfram í hálftíma. Setjið kartöflurnar út í rétt áður en suðunni lýkur. Klippið spínatið út í og stráið svarta piparnum yfir um leið og súpan er borin fram. Hér um allstóra uppskrift að ræða. VERSLUN SÆLKERANS matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir, Roald Eyvinds- son og Hrefna Sigurjónsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnars- dóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: MATREIÐSLUBÓKIN Upphaflega var þetta austurrísk gúllassúpa sem ég hef síðan þróað gegnum árin,“ segir Þórey bros- andi. „Ég nota lambakjöt í súpuna og leik mér með kryddin. Það er til dæmis stutt síðan ég fór að setja í hana karrí og þar áður chili- duft. Grunnurinn er þó alltaf sá sami. Paprikan er undirstöðukrydd, bæði fersk og í duftformi. Í gúllassúpunni voru sveppir en þar sem tengdapabbi borðar þá ekki og flest börnin mín eru á móti þeim líka þá sleppi ég þeim.“ Þórey býr í Hlaðhömr- um í Grafarvogi. Það skýr- ir nafn súpunnar sem kraum- ar í pottinum. - gun LEIKIÐ MEÐ KRYDD Ilmur af kryddaðri kjötsúpu kætir vitin þegar komið er í dyrnar hjá húsfreyjunni Þóreyju Jónsdóttur sem rekur gistiíbúðir undir nafninu Eyjasól með eiginmanni sínum, Jóni Karli Snorrasyni flugstjóra. „Maðurinn minn féll alveg fyrir þessari súpu og þegar maður fær hvatningu þá er gaman að eldamennskunni,“ segir Þórey. Grunnurinn er alltaf sá sami en svo má breyta til með kryddi. Þegar vindurinn næðir, himinninn gránar og skýin skvetta duglega úr sér hefur fólk óneitanlega tilhneigingu til að halda kyrru fyrir og njóta þeirra þæginda sem í boði eru heima við. Þörfin fyrir að láta fara vel um sig magnast oft á þessum árstíma og oftar en ekki kemur matur þar við sögu, enda skapast hugguleg stemning við að gæða sér á heitum sælkeradrykk eða halda huggulegt matarboð fyrir vini og fjölskyldu. Haustið er uppskerutími og þá eru kistur og kæliskápar margra stútfull af ýmsu góðgæti úr garðinum. Rótargrænmetið er kjörið í ylvolga kjötsúpu til að hlýja sér á síðkvöldum og berjaupp- skeran bragðast vel í ýmiss konar eftirréttum og á rist- aða brauðið á morgnana. Heitt súkkulaði klikkar ekki og til að safna smá fituforða fyrir kaldan veturinn er gott að fá sér væna slettu af rjóma út á herlegheitin. Auk þess er afar rómantískt að setjast með elskunni sinni á kvöldin og bragða á heitu eðalsúkku- laði eða krydduðu tei. Haustið býður upp á notalegheit og þó svo hinar fallegu hauststillur hafi ekki enn látið á sér kræla og veðrið hafi fram að þessu verið fremur hryssingslegt má auðveldlega láta fara vel um sig heima við. Þegar húmar að hvet ég ykkur því til að stinga tánum í þykka sokka og bregða ykkur í uppáhalds-joggingbuxurnar og bestu peysuna. Útbúið síðan eitthvert góðgæti fyrir fjölskylduna, hvort sem það er frá grunni eða einfaldlega hitað í ofni, og njótið þess að dekra aðeins við ykkur í mat og drykk. Hjúfrið ykkur síðan saman undir teppi og horfið á uppáhalds- myndina ykkar eða spilið saman skemmtilegt spil. Þótt veðrið sé nátengt innsta eðli Íslendingsins þá er óþarfi að láta sér leiðast eða fara á bömmer, eins og maður segir. Gerið frekar það besta úr hlutunum og njótið inniverunnar. Njótið þeirra samverustunda sem gefast þegar veðrið heldur fólki heima við og menn nenna síður að hendast út um víðan völl og „neyðast“ til að eyða tíma saman. Sú neyð getur orðið hin hreinasta nautn. NOTALEGHEIT AÐ HAUSTI Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar HAMRASÚPA SEM LEIKUR VIÐ BRAGÐLAUKANA 2 kíló lambakjöt í bitum Ólívuolía til að steikja úr 10 gulrætur 3 laukar 3 paprikur rauðar 3-5 hvítlauksrif (kínverskur hvítlauk- ur) 3-4 dósir tómatar eða 1 kg íslenskir tómatar, léttsoðnir 3-5 tsk. paprikuduft McCormic 3-5 tsk. karríduft McCormic 2-3 tsk. chiliduft McCormic 4 kjötteningar 3 msk. tómatpuré frá Himneskri hollustu 2 kg kartöflur soðnar 1 1/2 l vatn 3 dl matreiðslurjómi 2-3 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar 1/2 poki spínat MEÐLÆTI Rjómi léttþeyttur Steinselja til skreyt- ingar Brokkál soðið Brauð Salt og pipar Hollt og gott! FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA 2 matur Í Gallerí Kjöti og Fiskisögu má finna mikið úrval af kjöti, fiski og meðlæti en verslunin er til húsa á tíu stöðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. „Við leggjum mikla áherslu á gæði,“ segir kjötiðnaðarmaðurinn Ingibjörg Ingimundardóttir, sem hefur starfað hjá versluninni í fimm ár og nefnir dæmi: „Nautahakkið er til dæmis sérvalið með í mesta lagi þrjú prósent fitu; við bjóðum upp á norðlenskt lambakjöt sem er bragðmeira en það sunnlenska og ham- borgararnir okkar eru úr hreinu kjöti. Þá notum við hvorki MSG né rotvarnarefni svo eitthvað sé nefnt.“ Bæði er hægt að fá kjöt og fisk í hefðbundnum sem framandi búningi í verslununum og auk þess ýmsa tilbúna rétti. „Fólk getur fengið allt í matinn á einum stað og erum við með fylgivörur eins og bakaðar kartöflur, salat til steikingar, suðrænt kartöflusalat, kartöflugratín og bæði heitar og kaldar sósur. Þá erum við með forrétti eins og grafið lamb og naut, laxapaté, sjávarréttarpaté, andalifur, humar og krækling en auk þess eftirrétti eins og súkkulaðisouffle, súkkulaðimús, gulrótarköku, franska súkkulaðiköku og expressó- köku,“ segir Ingibjörg. Í hillum verslunarinnar má síðan finna olíur, grjón og fleira til eldamennskunnar. Gallerí Kjöt og Fiskisaga FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Sigríður Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar Sæl- keraferð um Frakkland, hefur lengi verið búsett í Frakklandi. Hún veit að Frakkar finna hamingjuna í matargerð og verja löngum og góðum stundum við matborðið með fjöl- skyldu og vinum. Í bókinni býður hún í sælkeraferð um öll héruð Frakklands, lýsir stað- háttum, sögu og stemn- ingu staðanna og ber á borð krásir sem eru ein- kennandi fyrir hvern stað. Áhersla er lögð á nýtt og ferskt hráefni ásamt miklu grænmeti sem tónar vel við þægi- leg og svöl haustkvöld. Í bókinni eru til dæmis uppskriftir að rababara- tertu, kjúklingasúpu, svínasteik í ofni með plómum og rauðkáli, kúrbíts- súpu með beikoni, fiskisúpu frá Marseille, möndlu- tertu með jarðarberjum og lambalæri fylltu með kryddsmjöri. Sælkeramatur á franska vísu A Aðal-réttur E Eftir-rétturM Með-læti Hvunndags Hvunndags og til hátíðabrigða Grænmeti Smá- réttir Drykkir Fiskur Kökur D S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.