Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 49
matur 11 tmatur ningi Verkefnið Stefnumót hönnuða og bænda felst í því að nemendur hönnunardeildar LHÍ vinna með bændum að nýstárlegum vörum úr íslensku hráefni. pipar og salt 1 msk olía 3 msk hveiti 1 tsk paprikuduft chili-pipar á hnífsoddi (má sleppa) Skerðu lifrina á ská í 1 cm þunnar sneiðar og hreinsaðu burt æðar. Skerðu sveppina í tvennt eða fernt. Bræddu smjörið á stórri, þykkbotna pönnu, settu sveppi, lauk, hvítlauk og timjan á pönnuna og steiktu sveppina við góðan hita í nokkrar mínútur, þar til þeir hafa tekið góðan lit. Hrærðu oft í þeim á meðan og kryddaðu með pipar og salti. Taktu sveppi og lauk af pönnunni og bættu olíunni á hana. Blandaðu saman hveiti, papriku- dufti, chili-pipar, pipar og salti á diski, veltu lifrarsneiðunum upp úr blöndunni og steiktu þær við háan hita í um 1 mínútu á hvorri hlið. Settu lifrina á hitað fat ásamt sveppunum og berðu fram með rifsberjasósu, kartöflum og grænu salati. RIFSBERJASÓSA 400 g rifsber (má nota önnur ber) 100 g hrásykur (eða hvítur sykur) 100 ml vatn, og meira eftir þörfum 1 skalottlaukur, saxaður smátt nokkrar ræmur af appelsínuberki (aðeins guli börkurinn) nokkrar timjangreinar pipar og salt Taktu um 50 g af berjum frá og hreinsaðu. Settu afganginn í pott ásamt sykri, vatni, lauk, appelsínu- berki og timjani, hitaðu að suðu og láttu malla í um 10 mínútur. Helltu öllu í sigti sem sett er yfir skál og pressaðu safann mjög vel úr berjamaukinu. Helltu safanum aftur í pottinn og láttu sjóða áfram þar til hann er farinn að þykkna dálítið. Settu hreinsuðu berin út í og láttu sjóða í nokkrar mínútur í viðbót. Bættu við vatni ef sósan verður of þykk. Smakkaðu og bragðbættu með pipar og salti eftir smekk. Trönuber eru í senn sælgæti í matargerð, falleg fyrir augað og búa yfir miklum lækningamætti. Algengast er að gera úr þeim sósu sem þykir ómissandi með kalkúni á enskum jólaborðum og þakkargjörðar- hátíðum vestra. Berin eru ljúffeng í bakstur en talin of beisk til að maula ein og sér. Trönuberjadjús fæst ýmist sykraður eða ósætur og vinsælt er að blanda því saman við aðra ávaxtasafa vegna beiskju. Í trönuberjum er mikið af heilsusamlegum efnum og góð viðbót við mataræði á haustin þegar umgangspestir herja á. Þau eru rík af andoxunarefnum og þykja verndandi fyrir hjarta, æðakerfi og ónæmiskerfið og veita vörn gegn krabbameini. Trönuberjadjús er vatns losandi, hann hindrar myndun nýrnasteina og dregur úr margs konar sýkingum. TRÖNUBER MEÐ TÖFRAMÁTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.