Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 58
22 21. september 2008 SUNNUDAGUR 1. deild karla í fótbolta Haukar-Stjarnan 1-5 0-1 Birgir Birgisson (5.), 0-2 Þorvaldur Árnason (41.), 0-3 Björn Pálsson (65.), 0-4 Halldór Orri Björnsson (71.), 1-4 Úlfar Pálsson (77.), 1-5 Halldór Orri Björnsson (83.). Selfoss-ÍBV 3-1 1-0 Sævar Þór Gíslason (22.), 2-0 Viðar Örn Kjartansson (32.), 3-0 Sævar Þór Gíslason (48.), 3-1 Arnór Ólafsson (82.). KS/Leifur-Leiknir R. 1-6 Njarðvík-Þór 3-1 Víkingur R.-Fjarðarbyggð 2-0 KA-Víkingur Ó. 1-0 LOKASTAÐAN Í 1. DEILD 1. ÍBV 22 16 2 4 43-17 50 2. Stjarnan 22 14 5 3 47-22 47 3. Selfoss 22 14 4 4 54-36 46 4. KA 22 9 5 8 31-27 32 5. Víkingur R. 22 8 5 9 32-30 29 6. Haukar 22 8 4 10 36-42 28 7. Leiknir R. 22 7 5 10 33-40 26 8. Þór 22 7 4 11 31-42 25 9. Fjarðab. 22 5 9 8 31-37 24 10. Víkingur Ó. 22 5 9 8 19-29 24 11. Njarðvík 22 4 7 11 26-42 19 12. KS/Leifur 22 1 9 12 17-36 12 ÚRSLIT FÓTBOLTI KR varði bikarmeistara- titil sinn í kvennaflokki þegar liðið gjörsigraði Íslandsmeistara Vals, 4-0, í úrslitum Visa-bikars- ins í gær. Það var aðeins í byrjun leiks að Valsstelpur gerðu einhverja atlögu að marki KR þrátt fyrir að sækja gegn stífri sunnanátt. Þegar um 10 mínútur voru liðn- ar af leiknum tóku KR-ingar öll völdin á vellinum. 1.019 áhorfend- ur á vellinum sáu afmælisbarnið Hólmfríði Magnúsdóttur skora fyrsta markið á 28. mínútu eftir góða stungusendingu Hrefnu Huldar Jóhannesdóttur. Valsstelp- ur fengu tvö færi til að jafna metin fyrir hlé en voru einstak- lega illa upplagaðar og virkuðu aldrei líklegar. Yfirburðir KR í síðari hálfleik voru miklir. Hólmfríður kom KR í 3-0 með tveimur keimlíkum mörk- um áður en Hrefna Huld negldi síðasta naglann í kistu Valsstelp- na með fjórða markinu eftir góða sendingu Olgu Færseth. „Ég átti von á þeim ákveðnari í síðari hálfleik en það er stundum auðveldara að sækja á móti vind- inum. Við spiluðum meira í fætur í seinni hálfleik og þá fór þetta að ganga,“ sagði Helena Ólafsdóttir þjálfari KR í leikslok. Þjálfari Vals orðlaus í leikslok Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals átti varla orð til að lýsa frammistöðu síns liðs sem lék sinn langlélegasta leik á tímabil- inu. „Sorglegt. Ég tel að við höfum komið vel undirbúin til leiks. Mér fannst hugarfarið frábært í öllum undirbúningnum og ég las það í mannskapinn að við myndum spila til sigurs en frammistaðan var í engu samræmi við það sem manni fannst í upphitun og fyrstu 10 mínútur leiksins. Við vorum ekki með í 80 mínútur. „Ég á ekkert svar við því hvað var að. Það var bara allt. Liðið hefur aldrei spilað svona illa og það er áhyggjuefni að við getum spilað svona illa. Við eigum aldrei möguleika í seinni hálfleik. Við sköpuðum okkur ekki eitt færi og ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Elísabet eftir að hafa séð KR lyfta bikarnum. Kveðjuleikur Helenu Helena Ólafsdóttir stýrði KR í síð- asta sinn í bili að minnsta kosti og gat ekki hugsað sér betri endi á þjálfaratíð sinni hjá KR. „Þetta gat ekki verið betra. Frá- bær leikur hjá stelpunum og mér fannst við klárar í dæmið. Það voru allir með hausinn í lagi og með viljann að vopni. Þetta var eins og best verður á kosið.“ Valur hafði skorað 45 mörk í sex síðustu leikjum sínum á undan og kom mátleysisleg frammistaða Vals Helenu óneitanlega á óvart. „Það er hálfgert spennufall. Þetta voru fleiri mörk en maður átti von á og ég er mest ánægð með að við náðum að halda þeim á núllinu og skora sjálfar fjögur. „Við lögðum það upp þannig að fá ekki þessa holskeflu á okkur. Við stóðumst það. Við vitum að við erum með frábæra vörn. Við spil- uðum inn á kosti hverrar annarrar allan tímann,“ sagði Helena. KR lagði leikinn upp með því að sækja hratt og nýta sér hraða leik- manna eins og Hólmfríðar til að stinga sér inn fyrir vörn Vals. „Það var frábært hjá Fríðu að setja þessi þrjú mörk og hún sýndi það og sannaði að hún er frábær leikmaður. Liðið var að spila í heildina rosalega vel,“ sagði Helena. -gmi Frábær afmælisdagur Hólmfríðar Afmælisbarnið Hólmfríður Magnúsdóttir fór fyrir frábæru liði KR í yfirburðasigri Vesturbæjarliðsins á Íslandsmeisturum Vals. Hólmfríður skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins áður en Hrefna Huld Jóhannesdóttir bætti því fjórða við og innsiglaði þar með 4-0 sigur KR sem varði VISA-bikartitil sinn frá því í fyrra. KVEÐJULEIKURINN Helena Ólafsdóttir stýrði KR-liðinu í sínum síðasta leik í bili þar sem hún hyggst taka sér frí frá þjálfun. Hún getur varla hugsað sér betri endi en þennan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL YFIRBURÐIR KR-stúlkur höfðu góða ástæðu til þess að fagna vel og innilega í leikslok í gær þegar þær unnu frækinn sigur gegn erkifjendunum í Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Toppbaráttuliðin Stjarnan og Selfoss voru í sviðsljósinu í gærdag þegar lokaumferð- in í 1. deild karla fór fram. Selfyssingar sigr- uðu 1. deildarmeistara ÍBV á Selfossi en það dugði skammt því Stjarnan vann Hauka að Ásvöllum og tryggðu sér þar með farseðilinn í efstu deild á ný eftir nokkurra ára fjarveru þar. „Haukaleikurinn var náttúrulega bara algjör snilld og það var frábært að enda tímabilið með þessum hætti,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan tapaði ekki leik í seinni umferð 1. deildarinnar og endaði mótið svo með stæl þegar liðið rúllaði Haukum upp 1-5 í lokaleikn- um. „Við reyndum bara að hanga í toppliðunum og gefast ekki upp en ég skal viðurkenna það að mér fannst við á tímum vera helvíti langt frá þeim. En einhvern veginn gekk þetta á end- anum allt saman upp. Við vorum svo að segja alveg lausir við meiðsli og liðsandinn í hópnum var algjörlega til fyrirmyndar. Við vorum í raun aldrei í umræðunni en þegar upp er staðið þá endum við mótið einungis þremur stigum á eftir toppliði ÍBV og það er mjög ánægjulegt,“ segir Bjarni. Bjarni kvaðst ekki geta beðið eftir því að stýra liðinu í efstu deild. „Við fögnum þessum áfanga vel og síðan fá menn stutt frí áður en undirbúningurinn fyrir Landsbankadeildina hefst. Við erum með til- tölulega ungt lið og lítið af leikmönnum sem hafa reynslu af efstu deild en tilhlökkunin að leika þar er mikil,“ segir Bjarni. Selfoss gerði allt sitt til þess að komast í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins og sigraði topplið deildarinnar, ÍBV, nokkuð örugglega á heimavelli sínum 3-1. Markakóng- ur deildarinnar, Sævar Þór Gíslason, fór fyrir sínum mönnum og skoraði tvö mörk fyrir Sel- foss. - óþ Gríðarleg spenna var í 1. deild karla í fótbolta í gærdag þegar lokaumferð deildarinnar fór fram: Stjörnumenn komnir aftur í efstu deild STJÖRNUSIGUR Stjarnan tryggði sér farseðilinn í efstu deild með glæsibrag í gær með 1-5 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdótt- ir fagnaði 24 ára afmælisdegi sínum með því að skora þrennu í bikarúrslitaleiknum og leiddist það ekki. „Þetta er klárlega besti afmælis- dagurinn lengi. Við mættum mjög vel stemmdar til leiks. Það er dagsformið sem ræður úrslitum og við komum betur stemmdar í leikinn.“ „Þetta eru tvö bestu liðin á landinu og við vorum betri í dag. Við höfum skipst á að vinna og við sigruðum með stæl í dag. Við vorum betri í dag og erum klárlega betra liðið. Við ætluðum að halda bikarnum í Vesturbæn- um,“ sagði afmælisbarnið. - gmi Hólmfríður Magnúsdóttir: Besti afmælis- dagurinn LÍF OG FJÖR KR-stúlkur skemmtu sér vel í leikslok eftir frækinn sigur gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Olga Færseth átti frábæran leik líkt og allt lið KR í bikarúrslitunum og lagði upp tvö mörk. Hún segist ekki vita hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur á ferlinum. „Ég vissi það ekki í fyrra og ég veit það ekki heldur núna. Ég leyfi vetrinum að líða og skoða svo mín mál. Óneitanlega er farið að draga af manni en mér finnst ég ennþá skila helling til liðsins og á meðan svo er þá hlýt ég að skoða mín mál.“ „Ef við spilum okkar leik vinnum við hvaða lið sem er hér á Íslandi. Við höfum verið sjálfum okkar verstar þegar við höfum klúðrað hlutunum í sumar. Ef við spilum okkar leik erum við með besta liðið, en þetta hefur verið svolítið rautt sumar í allri umfjöllun.“ KR-stelpur lýstu því yfir í fjölmiðlum fyrir leik að þær séu með betra lið en Valur. „Ég myndi segja það, 4-0,“ sagði Olga glettin á svip að lokum. - gmi Olga Færseth: Erum bestar SIGURSTURTA Afmælisbarnið Hólmfríður Magnúsdóttir fær hér væna sturtu frá liðsfélögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.