Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 62
26 21. september 2008 SUNNUDAGUR LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta á tónlist í tölvunni við vinnuna. Ég hef verið að hlusta mikið á tökulög upp á síðkastið, til dæmis Bob Dylan- lögin Farewell Angelina með Jeff Buckley, Most of the Time með Lloyd Cole og Isis með White Stripes. Örn Úlfar Sævarsson, ráðgjafi og hug- myndasmiður á auglýsingastofunni Fíton. Hvað er að frétta? Ég er að leggja lokahönd á plötuna sem kemur út núna í október. Hef verið mestan part sumarsins í London að taka hana upp og nú er svo bara að fara að æfa fyrir spilerí og öllu því sem fylgir. Augnlitur: Brúnn. Starf: Tónlist. Fjölskylduhagir: Á fjölskyldu vel dreifða um allan heim. Er í sambandi en bý með æskuvinkonu minni, hundi og tveimur kisum. Hvaðan ertu? Fædd í London, ættuð frá Srí Lanka og Íslandi, þar sem ég er svo alin upp. Ertu hjátrúarfull? Nei Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það er margt, en ég get nefnt heimildarþætti og ég hef mikið gaman af stuttum breskum gamanþáttum. Uppáhaldsmaturinn: Kjúklingarétturinn hennar mömmu og karrýið hennar ömmu. Fallegasti staðurinn: Ísland iPod eða geislaspilari: Plötuspilarinn þegar ég er heima, annars er það iPod. Hvað er skemmtilegast? Að fá óvæntar, góðar fréttir. Hvað er leiðinlegast? Að fá slæmar fréttir. Helsti veikleiki: Kæruleysi. Helsti kostur: Kæruleysi. Helsta afrek: Hálftíma viðtalsþáttur í beinni á RÚV, hef sjaldan verið jafn stressuð. Mestu vonbrigðin? Að fá stöðumælasekt. Hver er draumurinn? Að komast í langt og gott ferðalag. Koma svo við á Srí Lanka. Hver er fyndnastur/fyndnust? Pabbi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Vanvirðing og ranglæti. Hvað er mikilvægast? Að reyna að vera góð. HIN HLIÐIN LOVÍSA ELÍSABET SIGRÚNARDÓTTIR Hefur gaman af breskum gamanþáttum 10.09.1982 Í kvöld er stór og mikil stund í íslensku sjónvarpi. Fyrsti þáttur Svartra engla fer í loftið á RÚV kl. 19.40 og fyrsti þáttur Dagvaktar- innar hefst þar strax á eftir á Stöð 2, kl. 20.30. „Ég er úti í Berlín akkúrat núna, en ég næ vonandi fyrsta þættinum í endursýningu þegar ég kem heim,“ segir Sólveig Arnarsdóttir, sem leikur Katrínu, hina vösku rannsóknarlögreglukonu í Svört- um englum. „Ég er ekki með Stöð 2, en ég sé Dagvaktina pottþétt þegar hún kemur út á spólu. Mér fannst Næturvaktin alveg æðis- leg.“ Katrín, löggan sem Sólveig leik- ur, er ein fjögurra aðalpersóna Svartra engla. „Hún er svaka töff- ari en fer samt eftir bókinni,“ segir Sólveig. „Hún hefur ýmislegt út á vinnubrögð félaga sinna að setja enda eru þessi fjögur mjög ólík.“ Sex þættir verða sýndir af Svört- um englum og þeir tengjast inn- byrðis. Fyrstu þrír eru gerðir eftir bókinni Skítadjobb og þrír seinni eftir Svörtum englum. Báðar skrif- aði Ævar Örn Jósepsson. „Ég ætla að poppa og hafa það notalegt yfir báðum þáttunum,“ segir Jörundur Ragnarsson sem leikur hinn tvístígandi Daníel í Dagvaktinni. „Mér finnst alveg frábært að það sé boðið upp á tvo íslenska þætti sama kvöldið.“ Jörundur vill lítið segja um það hvort eitthvað rætist úr lúðanum Daníel í nýju seríunni. „Það eitt get ég sagt að hann gengur í gegn- um algjört helvíti,“ segir hann, leyndardómsfullur. Og það verður ekki meira. Aldrei. „Við vorum allir sammála um að við myndum klára þessa karaktera núna. Það verður engin Millivakt eða Bak- vakt. Planið er að þjóðin sitji límd við tækin þegar ellefti og síðasti þátturinn verður sýndur, 30. nóv- ember.“ - drg Alíslenskt kvöld við skjáinn „Já, Þröstur Leó gefur sig út fyrir það að vera eini maðurinn á Íslandi sem er svokallaður laga- raðari. Og starfar við þetta í hjá- verkum. Við heyrðum af þessu og ákváðum að treysta honum fyrir því að raða lögunum upp. En þetta hefur verið atvinnuleyndarmál svipað og samplið hans Charlie Watts á plötu Herberts,“ segir Björn Jörundur. Ný tólf laga plata er væntanleg frá hljómsveitinni Ný dönsk og kemur hún í allar betri plötuversl- anir fyrstu vikuna í október. Hún er sérstök um margt, til dæmis er Daníel Ágúst nú með eftir tólf ára hlé. Og hljómsveitin greip til þess að fá sérstakan mann til þess að raða lögunum á diskinn. Oft er þetta hausverkur og hreint ekki eins einfalt mál að ákveða hvaða lag á að vera númer tvö og hvaða lag númer sjö eins og ókunnugir kynnu að halda. En það eru ein- mitt slík vandamál sem leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sérhæfir sig í að leysa. „Já, þetta er meira en að segja það. Eins og Jón [Ólafsson] sagði: Þá losnum við við rifrildin og lætin. En það eru nokkrir í hljóm- sveitinni og hver og einn hefur sína skoðun á því hvar hvaða lag á að vera á disknum,“ segir Þröstur Leó sem tók að sér að raða lögun- um tólf upp í þá röð sem hentar. Meðal annars til að forða því að allt fari í hund og kött innan hljómsveitarinnar. „En þetta er voðalega gaman. Þeir leyfa mér alveg að ráða þessu. Þröstur segir svo frá að hann hafi fengið lögin 12 í hendur og hlustað á þau fram og til baka. Læra að þekkja lögin. Svo raðar hann þessu upp eftir tilfinningu fremur en einhverri formúlu. „Já, og passa upp á að þetta fari vel saman. Að það séu til dæmis ekki þrjú lög með Birni Jörundi í röð.“ Þetta er langt í frá fyrsta verkefni Þrastar á þessu sviði. Hann til dæmis raðaði lögunum á disk Heimilistóna og svo hefur hann tekið Beina leið með KK og endur- raðað lögunum þar. „Ég veit ekki hversu mikill sérfræðingur ég er. Ég er bara maðurinn úti í bæ sem kaupir plöturnar. Ég hef tekið gömlu plöturnar þeirra og leikið mér að því að endurraða á þær. Laga þetta til. Eina platan þar sem mér hefur ekki tekist að hrófla við neinu til betri vegar er The Wall með Pink Floyd. En svo eru náttúrlega sumir diskar sem ekki hafa gengið nógu vel af því að þar er ekki rétt raðað,“ segir leikar- inn og lagaraðarinn Þröstur Leó – léttur og ánægður með að þetta leyndarmál sé nú loksins komið fram: „Þá get ég kannski farið að einbeita mér alfarið að þessu og hætt að leika.“ jakob@frettabladid.is BJÖRN JÖRUNDUR: ÁKVÁÐUM AÐ TREYSTA ÞRESTI LEÓ FYRIR ÞESSU Eini lagaraðari landsins ÞRÖSTUR LEÓ OG NÝ DANSKIR Með því að láta Þröst alfarið stjórna því hvernig lögin raðast á diskinn forðar hljómsveitin hugsan- legu rifrildi og látum í tengslum við það verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGUR Í GEGNUM HELVÍTI Jörundur Ragnarsson er Daníel lúði. TÖFF EN EFTIR BÓKINNI Sólveig Arnars- dóttir er Katrín lögga. „Ég fór í söngprufur ásamt nokkrum öðrum leikurum þar sem ég söng Vísur Soffíu frænku. Fyrst hvarflaði það ekki að mér að ég væri að fara að leika þetta hlutverk en mér fannst mjög gaman að vera beðin,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sem mun leika Soffíu frænku í Kardi- mommubænum, sem verður sett- ur upp í fimmta sinn í Þjóðleik- húsinu í byrjun næsta árs, undir leikstjórn Selmu Björnsdóttur. „Kardimommubærinn var fyrsta barnaleikritið sem ég sá þegar ég var fjögurra ára gömul. Ég varð svo hrædd að mamma varð að fara með mig upp á sval- ir, því ég var ekki róleg fyrr en ég var komin í nógu mikla fjar- lægð frá sviðinu. Ætli það hafi ekki bara verið Soffía sem hræddi mig svona,“ segir Edda Björg og hlær. Frá því að Kardimommubær- inn var fyrst settur upp 1970 hafa leikkonurnar Emilía Jónsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikið Soffíu frænku. Edda Björg segir hlut- verkið ekki vera vandalaust og leitar ráða hjá þeim sem áður hafa leikið hana. „Guðrún Step- hensen sagði mér að það væri viss kúnst að leika Soffíu, því þó að hún sé ströng og vilji aga er hún góð og vill öllum vel. Það er því fín lína sem maður verður að dansa á og það má því alls ekki gera hana að vondum fýlupúka,“ segir Edda Björg að lokum. - ag Fimmta leikkonan í hlutverki Soffíu frænku HRÆDDIST SOFFÍU Edda Björg sá Kardimommubæinn fyrst þegar hún var fjögurra ára og hræddist þá Soffíu frænku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.