Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 22. september 2008 — 258. tölublað — 8. árgangur TVÍHÖFÐI LÍTUR UM ÖXL Uppreisnin gegn endalausu mali í útvarpi mistókst Tvíhöfði gefur út nýjan geisladisk FÓLK 30 Leikur víking fyrir ASÍ Júlíus Brjánsson leikur víkingahöfðingja í nýrri sjónvarpsauglýs- ingu fyrir ASÍ. FÓLK 30 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Sá innanstokksmunur sem ég tengist mest þessa dagana er borðstofuborð sem ég á í ástar- haturs-sambandi við,“ segir Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður þar sem hann situr og handmálar á það borðdúk í tyrkneskum stíl.„Ég hef verið að mála litríkar mottur beint á gólf og húsgögn meðfram því að mála myndir, og fékk þetta borð til mí í ff i sýningunni Trommusóló í Kling og Bang-galleríi 4. október,“ segir Davíð Örn, viss um að sakna borðsins sárt þegar það fer aftur til sinna gömlu eigenda að sýningu lokinni. „Mér er farið að þykja vænt um borðið en það er dálítið pirrandi ástand að grúfa sig ofan í þ ð daglangt þ „Heimili mitt og vinnustofa eru eitt og skreytt Ikea-húsgögnum um allt. Mér hefur þótt gaman að flikka upp á afkáraleg húsgögn og hafa nokkrar kommóður og litlir skápar sem ég hef fengist við ratað heim til annarra, semallir virðast sáttiÖ Ekkert fullkomnara en guð Í gamla hluta Reykjavíkur situr listamaður með pensla og liti við gamalt borðstofuborð. Í hjarta hans hrærist söknuður og fæð á mublu sem í framtíð mun færa öllum gleði en kostar nú streð, krafta og tíma. Davíð segir það verða að koma í ljós hvort litadýrð og munsturgerð standist tímans tönn og kannski verði hógvær dúkur kominn yfir handmálaðan borðdúkinn á jólum 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BLÓM setja fallegan svip á heimilið og geta einnig stuðlað að jafnvægi í réttu samhengi. Það er í það minnsta eitt af þeim atriðum sem talað er um í feng shui-fræðunum en námskeiðið Feng shui fyrir heimili er í boði hjá Mími símenntun 7.-14. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.mimir.is. Næsta námskeið hefst 26. sept. n.k. fasteignir 22. SEPTEMBER 2008 Húsið, sem er í Reynilundi í Garðabæ, er teiknað af Albínu Thordarson arkitekt og skipt-ist niður með eftirfarandi hætti: Flísalagt anddyri með fataskáp, parketlagt hol og forstofuher-bergi. Því næst endurnýjað baðherbe i önd. Eldhús, sem er opið við borð-stofu, með upprunalegri innrétt-ingu og góðu skápaplássi.Í húsinu er parketlagt hjóna-herbergi með fataskápum. Þaðan er gengið út á sólpalli skemmtilegan svip á húsið. Við má bæta að húsinu fylgir tvöfaldur bílskúr. Hiti er í stétt-um við húsið og í bílaplani. Garðurinn er sé l Endaraðhús með fallegum garði Heimili fasteignasala hefur til sölu endaraðhús á einni hæð í Garðabæ. Parketlögð stofan er björt og rúmgóð og þaðan er útgengt á verönd. HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • www.husin.is Fr u m Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali … það borgar sig! ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA?Það kostar þig EKKERT að skrá eignina þína hjá okkur.Löggiltir fasteignasalar með þér alla leið. Sími 511 5005 OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 BORÐLAMPAR DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON Handmálar dúka og mottur á húsgögn • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Vel staðsett raðhús ásamt fallegum garði Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Breyta bakaríi í hárgreiðslustofu Hanna Kristín Jónsdóttir og Guð- laug Helga Guðlaugsdóttir vinna hörðum höndum að því að breyta bakaríi í hárgreiðslustofu. FÓLK 30 Stórsigur í Noregi Skáksveit Rima- skóla er Norður- landameistari grunnskóla 2008. TÍMAMÓT 16 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 s tu nd ir M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. LÖGREGLUMÁL Afskipti voru höfð af um tvö hundrað einstaklingum í sérhæfðri aðgerð gegn handrukk- urum, sem gerð var að frumkvæði Ríkislögreglustjóra, árin 2005 og 2006. Tugir einstaklinga höfðu verið handteknir þegar aðgerðinni var hætt. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra telur ástæðu til að hrinda frekari aðgerðum af stað. Fórnarlömb handrukkara eru oft á tíðum skelfingu lostin og þora ekki að segja sögu sína undir nafni eða leita eftir aðstoð lögreglu. Ríkislögreglustjóri ákvað í maí árið 2005 að hrinda af stað sam- eiginlegum aðgerðum sérsveitar- innar og nokkurra lögregluliða gegn handrukkurum. Ákvörðunin var tekin eftir mikla umræðu í samfélaginu á þeim tíma um ofbeldisverk þeirra og einnig vegna þess að komið hafði fram ótti meðal þolenda við að leggja fram kærur til lögreglu. Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir aðgerðina, sem var stefnt gegn þekktum brotamönnum, hafa staðið yfir í rúmt ár og að árangur hafi verið góður. Þá komu upp tugir fíkniefnamála við aðgerðina og haldlögð voru barefli og vopn í mörgum tilfellum. „Það skal tekið fram að höfð voru afskipti af sömu einstaklingum í fleiri en eitt skipti. Það er vitað að þessir menn láta sér ekki segjast og halda áfram fyrri iðju þrátt fyrir afskipti lög- reglu.“ Jón segir að ekki hafi verið um samhæfðar aðgerðir að ræða síð- ustu tvö ár. „Ég tel hins vegar að full ástæða sé til að gera þetta með reglubundnum hætti.“ Fréttablaðið hefur rætt við ein- staklinga sem þekkja samskipti við handrukkara. Þeir segja það mis- skilning að þeir beiti sér eingöngu til að ná inn fíkniefnaskuldum. Vandinn sé mun útbreiddari og við- skiptaskuldir sem og aðrar skuldir komi við sögu. Viðmælendur blaðs- ins áttu það sameiginlegt að hafa ekki leitað liðsinnis lögreglu vegna efasemda um hvernig meðferð mála þeirra yrði háttað. - shá Tugir ofbeldismanna stunda handrukkun Aðgerð lögreglu sýndi að tugir manna stunda handrukkun á höfuðborgar- svæðinu. Yfirlögregluþjónn telur ástæðu til að hrinda frekari aðgerðum af stað. VÍÐA SKÚRIR Í dag verða yfirleitt suðvestan 8-13 m/s. Nokkuð bjart lengst af í dag austan til á landinu, annars rigning eða skúrir. Hiti 8-13 stig. VEÐUR 4 8 9 10 12 10 UMHVERFISMÁL „Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóða- vandamáli síðari tíma,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður, sem á föstudaginn stóð fyrir vörtu- hreinsun meðfram Krýsuvíkur- vegi. Vörtur eru vörður sem ferða- menn hlaða á ferðamannastöðum. Þó að flestar þeirra séu í smærri kantinum var sú stærsta sem Ari og félagar felldu á föstudaginn einn og hálfur metri á hæð. „Vörður og vörðubrot eru menningarverðmæti sem ekki má hrófla við en vörtur eru ómenn- ingarlýti sem hreinsa þarf jafnóðum,“ segir Ari. - ovd Náttúrusóðavandamál: Felldu ferða- mannavörtur VARTAN FELLD Ari og félagar felldu um 1.200 ferðamannavörtur við Krýsuvíkur- veg á föstudaginn. MYND/STEFÁN HELGI VALSSON VIÐSKIPTI Stjórnir fjármálafyrir- tækjanna Glitnis og Byrs hafa hafið viðræður um sameiningu bankanna, að frumkvæði Glitnis, og verður það formlega tilkynnt til Kauphallar Íslands í dag. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar taki stutt- an tíma, enda er umtalsverð hag- ræðing talin nást með samrunan- um, jafnvel allt að fjórir milljarðar króna á ári. Er þá einkum horft til lánskjara og rekstrarkostnaðar. Markaðurinn greindi frá óform- legum viðræðum um samrunann í síðustu viku, en síðustu hindrun- inni var rutt úr vegi á föstudag þegar Fjármálaeftirlitið samþykkti að Byr yrði hlutafélag. Samkvæmt upplýsingum Mark- aðarins hefur nánast verið gengið frá fjármögnun Glitnis út 2009. Nýr sameiginlegur banki verður með eigið fé töluvert yfir tilskild- um lágmörkum um eiginfjárhlut- fall fjármálafyrirtækja; tæplega þrettán prósent. Menn sem vel þekkja til á bankamarkaði gerðu því skóna í gærkvöld að hluthafar Byrs fengju í sinn hlut tæpan fjórð- ungshlut í sameinuðum banka. Jafnvel er búist við að tilkynnt verði í vikunni um samrunavið- ræður Landsbankans og Straums, en enn er beðið samþykkis eftir- litsstofnana vegna samruna Kaup- þings og SPRON. - bih Fundað stíft um samruna íslenskra fjármálafyrirtækja um helgina: Glitnir og Byr sameinast BJÖRGUN Spænskur karlmaður, sem bjargað var af hálendi Íslands í fyrradag, er enn á sjúkrahúsinu á Húsavík. Þar fær hann meðal annars meðferð vegna ofkælingar. Gangnamenn fundu manninn við Krossá í Bárðardal og hafði hann þá verið villtur og matarlaus í fjóra daga utan þess sem hann át nokkur ber sem hann fann. Búist er við að maðurinn verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á morgun eða miðvikudag. - ovd Villtur í fjóra daga: Lifði á berjum HK-ingar féllu Fylkir bjargaði sér frá falli úr Lands- bankadeild í gær á kostnað HK, sem er fallið. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG SPENNA FH-ingar héldu spennu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu með því að leggja topplið Keflavíkur 3-2 í gær. Keflavík dugði jafntefli til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Stuðningsmenn FH trylltust af fögnuði þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. - Sjá síður 24 og 26. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.