Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 2
2 22. september 2008 MÁNUDAGUR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is LANDBÚANAÐUR Hamprækt á Íslandi gengur vel. Góð uppskera í Eyjafirði sýnir að jurtin þrífst vel hérlendis og er næsta skref að ákveða og afla þekkingar á vinnsluaðferðum á henni. Margt er í boði að sögn Sveins Elíasar Jónssonar, bónda og athafna- manns á Árskógsströnd sem kenndur er við bæinn Kálfskinn, en Sveinn er einn þriggja sem hafa stofnað fyrirtækið Hamp- Tech og stendur að ræktun plönt- unar hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í vor að athafnamaðurinn Sveinn, sem orðinn er hálfáttræður, hefði feng- ið leyfi til að flytja inn nokkrar tegundir fræja af hampplöntunni. Hann tók þó skýrt fram að þær plöntur sem hann hefði hug á að sjá vaxa upp tengdust alræmdasta afbrigði plöntunnar ekki hið minnsta, það er að segja þeirri sem notuð er til að framleiða vímuefni af kannabistegund. Þegar fræin komu hingað til lands var þeim svo sáð í moldu í Skagafirði, Eyjafirði, Hvanneyri, Gunnarsholti og undir Eyjafjöll- um. Eins og sést á meðfylgjandi myndum gekk ræktunin sérlega vel í Eyjafirði en Sveinn segir að á Möðruvöllum hafi fyrst verið hægt að sá auk þess sem þar hafi vöxturinn verið bestur. Sveinn segir mikilvægt að vera vakandi fyrir þeim möguleikum sem landið okkar býður upp á í landbúnaði og þeim tækifærum sem hlýnandi veður á norður- slóðum skapar. Ekki síst núna þegar aðföng hafa hækkað mikið í verði. Úr hampi megi meðal ann- ars búa til fatnað, pappír, trefja- plast, eldsneyti, fóður og lyf. Úr þessari fyrstu hampuppskeru hér á landi standi til að prófa að vinna etanól, spæni, arinkubba og fóður- blöndu. Nú þurfi að efla samstarf við vísindafólk áður en stefnan á framleiðslu verður mörkuð frekar. „Það hefur mikið verið spurt um þetta og mikill spenningur er í fólki,“ segir Sveinn og nefnir sem dæmi um áhugaverð verkefni að Kanadamenn séu byrjaðir að nota hampolíu í framleiðslu á krabba- meinslyfjum. Þá séu Svíar komnir framarlega í vinnsluaðferðum á hampi. Þá segir Sveinn mikils virði að vísindamenn við Háskólann á Akureyri hafa mikinn áhuga á framleiðslunni. „Það veitir ekki af því að fá slíka menn til liðs við sig ekki státar maður af mörgum gráðum sjálfur,“ segir athafna- maðurinn Sveinn á Kálfskinni að lokum. karen@frettabladid.is Hamprækt á Íslandi með allra besta móti Hamprækt gengur betur í Eyjafirði en annars staðar á landinu. Uppskeran hefur verið góð og sýnir að jurtin þrífst vel hérlendis, segir bóndi sem hefur stofnað fyrirtækið Hamp-Tech. Prófa á að vinna etanól og spæni úr uppskerunni. HAMPUR Margir möguleikar felast í hamprækt bæði fyrir landbúnað og lyfjaiðnað. MIKIL SPRETTA Eins og sést á myndunum hafa plönturnar vaxið þeim Sveini á Kálf- skinni og Ólafi Eggertssyni, stórbónda á Þorvalds eyri undir Eyjafjöllum, yfir höfuð en með þeim á myndinni er félagi þeirra Eiríkur Sveinn. SKIPULAGSMÁL Ekki er vitað hve- nær hafist verður handa við upp- byggingu á Barónsreit, en hug- myndir um 25.000 fermetra miðborgarkjarna þar voru kynntar fyrir ári síðan. Reiturinn verður í óbreyttri mynd enn um sinn, því forhönnun og undirbúningi fyrir deiliskipu- lagsferli er ekki lokið. Eftir það tekur við lokahönnun og deiliskipu- lagsvinna. Að henni lokinni gætu framkvæmdir hafist. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignafélaginu Samson Propert- ies hafa ekki orðið neinar sérstakar tafir á verkefninu. Samvinna við skipulagsyfirvöld hafi verið góð, en svona umfangsmikil verkefni taki langan tíma. Ekki fæst uppgefið hvenær áætlað er að ljúka yfir- standandi hönnunar- og skipulags vinnu eða hefja framkvæmdir. Alþjóðleg lánsfjárþurrð hefur ekki haft áhrif á framgang verk- efnisins, enn sem komið er, sam- kvæmt sömu upplýsingum. Tíð stjórnarskipti hafa verið í Reykja- víkurborg og kann það að hafa haft sitt að segja um hversu langan tíma undirbúningurinn hefur tekið. - kóþ Ekkert bólar á uppbyggingu á 25.000 fermetra miðborgarkjarna: Barónsreitur óbreyttur áfram MIÐBORGARKJARNINN Hugmynd Samsons gerði ráð fyrir 25.000 fermetra uppbyggingu frá Skúlagötu og að Lauga- vegi. Hún var kynnt fyrir ári. MYND/SAMSON EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitinu verður veitt meira svigrúm til að grípa til aðgerða gegn markaðs- framkvæmdum sem geta talist ógna fjármálastöðugleika. Samkvæmt tilkynningu sem viðskiptaráðuneytið sendi frá sér í gær er breytingunni meðal annars ætlað að styrkja heimildir Fjármálaeftirlitsins til að banna eða setja skorður við skortsölu hlutabréfa. Í Fréttablaðinu á laugardaginn er sagt frá því Fjármálaeftirlitið hefði ekki heimild til að banna skortsölu. Breytingin á við reglugerð 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik. - ovd Verja fjármálastöðugleika: Auknar heimild- ir gegn skortsölu STJÓRNMÁL Ummæli Davíðs Oddssonar í viðtali við Stöð 2 eru ekki samboðin seðlabankastjóra að mati Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í viðtalinu sagði Davíð að atlaga væri gerð að krónunni, og að hana gerðu lýðskrumarar af versta tagi. Árni Páll sagði í Silfri Egils í gær að framganga seðlabankastjóra ætti að vera til fyrirmyndar og til samræmis við stefnu bankans. Ummælin hefðu ekki verið samboðin seðlabanka- stjóra, sem ætti að vinna í lýðfrjálsu ríki að framkvæmd peningamálastefnu. Hann sagði jafnframt að ef krónan ætti að eiga möguleika á að lifa sem sjálfstæður gjaldmiðill yrði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. - þeb Ummæli Davíðs Oddssonar: Ekki samboðin seðlabankastjóra KÍNA, AP Að minnsta kosti 43 létust og tæplega 90 særðust í eldsvoða í næturklúbbi í Kína á laugardagskvöld. Næturklúbburinn var í borginni Shenzhen í suðurhluta Kína. Tæplega þúsund manns voru á staðnum þegar eldurinn braust út. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum sem kveikt hafi verið í á sviði staðarins. - þeb Eldsvoði á næturklúbbi: 43 látnir eftir eldsvoða í Kína LÖGREGLUMÁL „Þetta er mesta magn fíkniefna sem við höfum lagt hald á í einni aðgerð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki eftir húsleit sem lögreglan gerði í húsi á Sauðárkróki á laugardag. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum um er að ræða, eða tegund fíkniefnanna, þar sem málið er enn í rannsókn. Kona sem býr í húsinu var handtekin og hefur hún verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25. september. Í kjölfar húsleitar- innar á Sauðárkróki gerði lög reglan leit í húsi á höfuð- borgarsvæðinu þar sem einnig fundust fíkniefni auk vopna. - ovd Húsleit á Sauðárkróki: Mikið magn fíkniefna fannst Salmann, kemur ekki til greina að fá lóð undir mosku í Moskvu? „Nei, það er nóg af moskum í Moskvu.“ Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi. Félagsmenn eru orðnir langeygir eftir lóð undir mosku í Reykja- vík en átta ár eru liðin síðan félagið óskaði eftir lóð. ÁRNI PÁLL ÁRNASON BANDARÍKIN, AP Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, hvatti í gær bandaríska þingið til þess að samþykkja með hraði áætlun Bandaríkja- stjórnar um stofnun 700 milljarða dollara sjóðs. Sjóðurinn er ætlaður til þess að kaupa upp skuldir banka og fjármálastofnana. Þá ætlar ríkisstjórnin að tryggja fé til nýrra húsnæðislána. Paulson hvatti jafnframt önnur ríki til þess að grípa til svipaðra aðgerða. Hann kom fram í fjölda sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum á laugardag þar sem hann ræddi þessi mál. Um helgina fundaði hann einnig með forystumönnum í báðum deildum banda- ríska þingsins og er stefnt að því að samkomulag um aðgerðirnar verði afgreitt á næstu dögum. Samkvæmt tillögunni munu fjármálastofnanir með umtalsverða starfsemi í Bandaríkjunum geta selt skuldir til sjóðsins. Lítið hefur verið gefið upp um til- löguna, að öðru leyti en hversu mikið er áætlað að sjóðurinn kosti og hverjir muni geta nýtt sér hann. Tilkoma sjóðsins yrði stærsta inngrip bandarískra stjórnvalda á fjármálamarkaði frá kreppunni miklu árið 1929. - þeb Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir liggja á stofnun 700 milljarða dollara sjóðs: Bandaríkjaþing bregðist hratt við FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Henry Paulson ásamt forsetanum George Bush, sem hefur varið tillögu um 700 milljarða sjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GOLF Bandaríkin tryggðu sér Ryder-bikarinn í golfi í gær með því að sigra Evrópuliðið með 16,5 vinningum gegn 11,5. Þegar síðasti keppnisdagur hófst höfðu Bandaríkin forystu, 9-7. Evrópuliðið þurfti fjórtán vinninga til að halda bikarnum sem það hafði unnið þrjú skipti á undan. Það tókst hins vegar ekki því Bandaríkjamenn fengu 7,5 vinninga gegn 5,5 á lokadeginum. Bandaríkjamenn hömpuðu Ryder-bikarnum síðast árið 1999. - shá Ryder-bikarinn 2008: Öruggur sigur Bandaríkjanna SIGUR Sigur Bandaríkjanna var sannfær- andi og sigurvíman ósvikin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.