Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 6
6 22. september 2008 MÁNUDAGUR Helga Kress segir farir sínar hol- óttar vegna viðskipta við fiskbúð- ina Fiskisögu við Ægisíðu. Hún skrifar: „Þar varð mér á að kaupa eitt kíló af nýuppteknum Horna- fjarðarkartöflum. Mér fannst pok- inn nokkuð dýr, kr. 420. Í Hag- kaupum á Eiðistorgi blasti aðeins síðar við mér nákvæmlega sami poki á kr. 196. Ég fór aftur í Fiski- sögu til að fá leiðréttingu, datt ekki annað í hug en pokinn hefði óvart verið stimplaður inn sem tveggja kílóa poki. En það var nú eitthvað annað. Verðið á einu kílói af þessum kartöflum kostar virkilega í Fiskisögu kr. 420. Afgreiðslu- maðurinn sagðist vel vita að sami poki kostaði kr. 196 í Hagkaupum, en það væru aðrir sem réðu. Það væri gaman að fá skýringu á þess- um mikla verðmun, á hvaða verði Fiskisaga kaupir kartöflurnar og hvernig megi réttlæta álagning- una. Birgir Ásgeirsson, rekstrar- stjóri Fiskisögu, svarar: „Vegna mistaka var útsöluverðið á kart- öflunum ranglega slegið inn í sölukerfi okkar. Við fengum ábendingu um þetta fyrir stuttu og var verðinu breytt um leið. Við erum að stórbæta vöruúrval í öllum verslunum okkar og því er mikill innsláttur í gangi þar sem svona mistök geta átt sér stað. Hið rétta útsöluverð okkar er 195 kr. fyrir eitt kg og 360 kr. fyrir tvö. Um leið og við biðjumst velvirð- ingar á þessum mistökum fagna ég öllum ábendingum sem við- skiptavinir okkar koma með.“ Fiskisaga hlýtur nú með glöðu geði að endurgreiða öllum þeim sem keyptu kartöflurnar á vit- lausu verði mismuninn. Helga Kress kaupir kartöflur: Skandall á ári kartöflunnar! UMVHERFISMÁL Bæjarstjórn Akraness vill miklar breytingar á núverandi umsókn Sementsverk- smiðjunnar um starfsleyfi áður en Umhverfisstofnun samþykkir nýtt leyfi. Hið fyrirhugaða starfsleyfi mætti mikilli andstöðu á Akranesi. Sérstaklega var gagnrýnt að í raun yrði starfrækt sorpbrennsla í Sementsverksmiðjunni sem óskar eftir að fá að nýta aðra orkugjafa en kol við vinnslu sína. Meðal þess sem bæjarstjórnin vill er að skýrt komi fram í starfs- leyfinu að ekki sé um að ræða brennslu á úrgangi heldur muni eldsneyti sem unnið sé úr úrgangi utan verksmiðjunnar leysa kol af hólmi að hluta til. Gerð er krafa um að brennsla beinamjöls og kjöt- mjöls og annars lífræns úrgangs verði felld út úr leyfinu. Einnig um að eldsneyti í föstu formi sé flutt á staðinn í rykþéttum vögnum. Bæjarstjórnin vill sömuleiðis að úrgangur sem nota á sem eldsneyti sé ekki forunninn á verksmiðju- svæðinu. Þá eru gerðar kröfur um hærri hita í gjallofni og um hámarksgildi rokgjarnra lífrænna efna og díox- íns í útblásturlofti frá ofninum auk ýmissa mælinga sem fari fram tíðar en nú er gert ráð fyrir. - gar Bæjarstjórn Akraness sendir Umhverfisstofnun tillögur um Sementsverksmiðjuna: Sementsverksmiðjan má ekki brenna kjötúrgangi SEMENTSVERKSMIÐJAN Akurnesingar vilja ekki að Umhverfisstofnun samþykki nýtt starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna að óbreyttu. MYND/HÖRÐUR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HOLLAR OG GÓÐAR En stundum á vitlausu verði. SVEITARSTJÓRNARMÁL Samningur sem Ísafjarðabær gerði við ráð- gjafarfyrirtækið Alsýn sem meðal annars átti að fela í sér fimmtíu ný störf í sveitarfélaginu gæti verið í uppnámi. Halldór Halldórsson bæjarstjóri hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með framgang verkefnisins. Atvinnumálanefnd Ísafjarðar- bæjar hefur lokið endurskoðun á samningnum, sem undirritaður var í október í fyrra. Ekki verður greint frá niðurstöðum hennar fyrr en þær hafa verið kynntar bæjarráði í dag. Samningurinn er til tveggja ára með endurskoðunarákvæði eftir níu mánuði sem nú hafa runnið sitt skeið. „Við vorum að gera okkur ákveðnar vonir og gerðum miklar kröfur í samræmi við töluvert háar greiðslur til fyrirtækisins og það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. „Það er kannski engum að kenna heldur hefur verkefnið ekki heppnast.“ Sam- tals greiðir Ísafjarðarbær Alsýn tæpar 1,3 milljónir á mánuði sam- kvæmt samningnum. Miðað við þær greiðslur og að hann sé til tveggja ára þýðir að samtals hljóði hann upp á rúmar 31 millj- ón. Guðmundur Þór Kristjánsson, fulltrúi í atvinnumálanefnd, gagn- rýndi Halldór á bb.is vegna ummæla sem höfð eru eftir þeim síðarnefnda á sama fréttamiðli. Þar segir hann að verkefnið hafi engan veginn gengið eftir. Guð- mundur segir að ummæli bæjar- stjórans hafi breytt afstöðu full- trúa minnihlutans í nefndinni og þau séu „freklegt inngrip í störf atvinnumálanefndar og móðgun við nefndina og formann hennar,“ eins og segir á bb.is. „Auðvitað hlýtur verkefnið að hafa heppnast jafn vel eða illa án tillits til þess hvaða skoðun ég hef á því,“ segir Halldór. „Hins vegar tek ég þessari gagnrýni þannig að það hafi verið ótímabært af minni hálfu að tjá mig um þetta þar sem nefndin hafi verið að vinna í mál- inu. Það er alveg skiljanlegt sjón- armið en hugsun mín var alls ekki sú að segja nefndinni fyrir verk- um.“ jse@frettabladid.is Mistókst að skapa 50 störf á Ísafirði Ísafjarðarbær íhugar að segja upp samningi við ráðgjafarfyrirtæki en mark- miðið var að skapa fimmtíu ný störf. Minnihlutinn gagnrýnir bæjarstjórann fyrir ummæli um verkefnið, sem kostar tæpar 1,3 milljónir á mánuði. FRÁ ÍSAFIRÐI Verkefni sem miðar að því að skapa fimmtíu störf á Ísafirði hefur ekki gengið eftir og því er óvíst um framhaldið. Ísafjarðarbær greiðir ráðgjafarfyrirtæki tæpar 1,3 milljónir samkvæmt samningi. HALLDÓR HALLDÓRSSON Bregður þér við fréttir af hryðjuverkaárásum? Já 47,5% Nei 52,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.