Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 8
8 22. september 2008 MÁNUDAGUR Viðskiptaráðuneytið Evra á Íslandi Hvort - hvernig - hvenær? 11:30 Skráning og léttur hádegisverður. 12:00 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, setur ráðstefnuna. 12:10 The legal possibilities for adopting the Euro under European law. Peter Dyrberg, Evrópuréttarstofnun HR. 12:50 Er sjálfkrafa evruvæðing farin af stað? Eiríkur Bergmann Einarsson, Evrópufræðasetur, Bifröst. 13:30 Kaffihlé 13:50 Evruvæðing og fjármálastöðugleiki. Friðrik Már Baldursson, Rannsóknarstofnun í fjármálum, HR. 14:30 Áhrif fjölmyntarsamfélagsins á vörumarkað. Emil B. Karlsson, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Bifröst. 15:10 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri er Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital. Tekið er við skráningum á skraning@ru.is Dagskrá 23. september kl. 12:00-15:10 í Þjóðmenningarhúsinu. Ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Viðskiptaráðuneytisins. SAMFÉLAGSMÁL Báðir forsjárfor- eldrar eiga rétt á upplýsingum um barn sitt frá skólanum. Sumir skólar virðast fela lögheimilisfor- eldri vald til að ákveða hvort hitt kynforeldrið fái upplýsingar og gera hinu foreldrinu því erfitt fyrir að sinna hagsmunagæslu og skyldum sínum sem foreldri. Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi en hún flutti erindi um upplýsingagjöf skóla á mennta- þingi fyrir skömmu. Valgerður bendir á að eitt af markmiðum nýju grunnskólalag- anna sé að auka þátttöku foreldra í skólastarfi og tryggja tengsl þeirra og samstarf við stjórnend- ur skóla og skólasamfélagið almennt. Samkvæmt lögum séu foreldrar þeir sem fari með forsjá barns í skilningi barnalaga. Lögin skilgreini hins vegar foreldra aðeins þá sem fara með forsjá og tala bara um eitt heimili þótt börn- in eigi tvö. Oft komi þetta niður á feðrunum. „Meðlag er greitt með 15 þús- und börnum í landinu en ekki er gert ráð fyrir samvinnu við tvö heimili. Lögin eru því lítið í takt við samtímann. Við setjum lög þar sem ekki er tekið tillit til marg- breytileika fjölskyldugerða,“ segir hún. „Allt kerfið gengur ein- göngu út á að hafa samskipti við forsjárforeldra barns. Fari barnið á milli tveggja heimila þá hefur annað heimilið ekki aðgang að upplýsingum um til dæmis heima- lærdóm barnsins.“ Skólar virðast fela forsjárfor- eldri, sem barnið hefur lögheimili hjá, vald og ábyrgð á að upplýsa hitt foreldrið, til dæmis um for- eldraviðtöl og heimanám. Skólar hafa oft ekki fullnægjandi upplýs- ingar um það hvernig forsjá barns er háttað. Vinnureglan er oft sú að lögheimilisforeldri hafi lokaorð um hvort hitt foreldrið óháð forsjá fái aðgang að upplýsingum frá skóla. Lögheimilisforeldið er það foreldri sem setur inn upplýsing- ar þegar börn eru skráð í skóla og er tilviljunarkennt hvaða upplýs- ingar fara inn. Það foreldri sem fer með forsjá en barnið á ekki lögheimili hjá þarf að sækjast sér- staklega eftir aðgangi. Valgerður spyr hvort verið sé að svipta börn rétti til ábyrgðar beggja foreldra þar sem forsjár- laust foreldri sé ekki foreldri sam- kvæmt lögum og hvort forsjár- lausir foreldrar og stjúpforeldrar séu vannýtt auðlind. Hún leggur til að skólinn horfi á báða foreldr- ana sem jafn mikilvæga í lífi barna, tryggi báðum heimilum upplýsingar og viðurkenni að stjúpfjölskyldan sé hið hefð- bundna fjölskylduform hjá mörg- um nemendum. ghs@frettabladid.is Forsjárlausir foreldrar fá oft lítið að vita Forsjárforeldrar eiga rétt á upplýsingum frá skóla. Skólar veita hins vegar ekki alltaf báðum foreldrum upplýsingar. Lögin gera ráð fyrir einu heimili og taka ekki mið af margbreytileika fjölskyldugerða. HEFUR EKKI UPPLÝSINGAR „Fari barnið á milli tveggja heimila þá hefur annað heimilið ekki aðgang að upplýsingum um til dæmis heimalærdóm,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. Auglýsingasími – Mest lesið 1. Hvað veldur bílasölum mikl- um erfiðleikum? 2. Eftir hverju eru múslimar langeygir? 3. Hvað á þátttaka Íslands í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010 að kosta? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 NEYTENDUR „Þetta byrjaði með einni lítilli kók sem kostaði 350 kall,“ segir Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem dr. Gunni sem í gær fagnaði eins árs afmæli Okur- síðunnar. Á síðunni hefur neytendum boð- ist að senda dr. Gunna ábendingar um okurverð á vörum og eða þjón- ustu. „Ég hélt að þetta myndi gufa upp á viku en þetta hitti í mark hjá okurpíndri þjóð,“ segir dr. Gunni en á síðunni eru nú tiltekin 1.220 okurdæmi. Í færslu á síðunni í tilefni af afmælinu tilkynnir hann að Okur- síðan fari jafnvel að færa út kvíarn- ar í bættu formi. „Þetta yrði meira „átómatískt“ og síðan meira í stíl við gestabók en núna er þetta dálítil handavinna fyrir mig,“ útskýrir dr. Gunni. Hann ætlar sér þó að hafa aðgengi að síðunni svo hann geti tekið út ósiðsamlegar færslur og vonast hann til að nýja útfærslan verði tilbúin á næstunni. Hann segir að öll athyglin, sem síðan hefur fengið hafi hjálpað helling og í kjölfar fjölmiðlaum- fjöllunar komi alltaf stórir skaflar af okurtilkynningum. Í tilefni af afmælinu birtir dr. Gunni lista yfir „topp 10 - vondu gæjana og topp 10 - góðu gæjana.“ Slóð á Okursíðu dr. Gunna er: eyjan.is/goto/drgunni/ - ovd Eins árs Okursíða dr. Gunna hefur slegið í gegn hjá okurpíndri þjóð: Byrjaði með einni lítilli kók ÍSLENSKU NEYTENDAVERÐLAUNIN Dr. Gunni tekur við íslensku neytenda- verðlaununum úr hendi Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra 14. maí síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TOPP 10 - VONDU GÆJARNIR 1. 10/11 og aðrar „klukkubúðir“. 2. Lyfja, Lyf og heilsa og fl. apótek. 3. Byko og Húsasmiðjan. 4. Icelandair. 5. Leifsstöð. 6. Apple á Íslandi. 7. Krónan. 8. Te & Kaffi / Kaffitár. 9. Sambíóin. 10. BT. TOPP 10 - GÓÐU GÆJARNIR 1. Santa María, Laugavegi. 2. Lyfjaver. 3. Dússa-Bar, Borgarnesi. 4. Tjöruhúsið, Ísafirði. 5. Símabær. 6. Hraunberg söluturn. 7. Ikea. 8. Tölvuvirkni. 9. Fiskbúðin Hafberg. 10. Bónus. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.