Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 10
10 22. september 2008 MÁNUDAGUR IÐNAÐUR „Auðvitað væri æskilegt að það væri samkeppni á þessum markaði, en Jarðboranir eru með þessa einokunarstöðu á íslenskum markaði og ekkert annað fyrir- tæki treystir sér til að bjóða í verkin,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar (OR). Því hafi margt verið reynt til að fá önnur fyrirtæki til að bjóða í. Hjörleifur undirritaði á þriðju- dag samning við Jarðboranir upp á rúma þrettán milljarða um bor- anir á Hellisheiði, en þriðjungur samningsins er valkvæður þannig að OR getur kosið að láta bora eftir hentisemi. Tilboðið nam níu- tíu prósentum kostnaðaáætlunar. „Það sem bjargaði okkur í þetta skiptið var að Jarðboranir héldu að það kæmi annað tilboð, því Ístak hafði sýnt þessu áhuga,“ segir Hjörleifur. Til að auka líkur á samkeppni hafi OR bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða peningaverð- laun þeim fyrirtækjum sem byðu í verkið, en fengju það ekki. Þetta dugði ekki til, því ekkert fyrirtæki bauð sig fram, þrátt fyrir að aug- lýst væri á EES-svæðinu. „Nei, og það kom ekki heldur þegar við buðum út boranir í Djí- bútí á dögunum. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hindrar erlenda aðila í að sýna þessu áhuga, en dettur í hug að þeir hafi einfald- lega of mikið að gera,“ segir Hjör- leifur, en jarðvarmi er eftirsóttur um þessar mundir. Annað sem komi til greina sé smæð verk- anna. En getur ekki verið að þau séu of stór, þannig að minni innlendir aðilar veigri sér við því að bjóða? „Ég held að það sé miklu frekar að hafa þau í stærra lagi. Verkefn- in þurfa að vera nógu stór til að laða erlendu fyrirtækin til lands- ins. Og eins ef minni innlendir aðilar þurfa að leigja bora í verkin frá útlöndum, þá er betra að hafa almennilegt verk,“ segir hann. En hvað er þá til ráða í framtíð- inni? „Það er góð spurning og við munum skoða það,“ segir Hjör- leifur. Jafnvel gæti komið til greina samstarf við Hitaveitu Suð- urnesja og Landsvirkjun, til að stækka útboðin enn. klemens@frettabladid.is RV U n iq u e 0 90 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Svansmerkt RV hreinsiefni - með ferskum ilmi Á tilboði í september 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur Jarðboranir í einokunarstöðu Forstjóri Orkuveitu harmar að einungis eitt fyrirtæki geti boðið í stór verkefni. Verðlaun voru í boði fyrir þá sem þorðu að bjóða. Ekkert tilboð frá útlöndum, þrátt fyrir auglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu. ■ Jarðboranir voru stofnaðar árið 1945. Fyrirtækið var áður í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins þang- að til Atorka keypti það árið 2006. ■ Fram að þeim tíma var samstarfið mikið og Guðmundur Þóroddsson, þáverandi forstjóri Orkuveitunnar, var jafnframt stjórnarformaður Jarðborana. ■ Í síðasta stóra útboði OR fengu Jarðboranir einnig samninginn, upp á átta milljarða króna. Þá voru Ístak og Íslenskir aðalverktakar með hærra tilboð. Þeir héldu sig fjarri góðu gamni í þetta sinn. ■ Vegna nýs samnings um boranir á Hellisheiði þurftu Jarðboranir að gangast undir verkábyrgð sem nemur 10 prósentum af samningsupphæð- inni. ■ Jarðboranir fá greitt eftir því sem verkinu miðar. ■ Samstarf Jarðborana og Orkuveitunnar hefur verið afar gott, að sögn forstjóra Orkuveitu. ■ Geysir Green Energy er nú eigandi Jarðborana. SAMSTARFSAÐILAR Í ÁRATUGI HJÖRLEIFUR B. KVARAN OG BENT S. EINARSSON FORSTJÓRI JARÐBOR- ANA SKRIFA UNDIR Eins og fram kom í Fréttablaðinu í lok ágúst verða fimmtíu holur boraðar á Hellisheiði fyrir rúma 13 milljarða. MYND/ORKUVEITAN STJÓRNMÁL „Ég vísa því algerlega á bug að þetta hafi nokkuð með árásir á formanninn að gera eða kynþáttamál,“ segir Þóra Guð- mundsdóttir, formaður kjördæma- félags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og fulltrúi í miðstjórn flokksins um átök innan flokksins. Hún segir Kristni H. Gunnars- syni þingflokksformanni hafa tek- ist að snúa umræðunni á haus. Kristinn velji að segja átökin í flokknum vera aðför að formann- inum, Guðjóni Arnari Kristjáns- syni. „Sem þau eru ekki heldur er þetta megn óánægja með Kristinn sjálfan og hans framgöngu gagnvart flokksfélögum.“ Hún átelur framkomu Kristins gagn- vart almennum flokksmönnum. Sjálf hafi hún ekki átt í neinum úti- stöðum við Kristin. „Í kjölfar stofnunar kjördæmafélaganna í Reykjavík breyttist hegðun hans gagnvart okkur í Reykjavík. Til- gangur stofnunar félaganna var að efla flokksstarf í Reykjavík en Kristinn túlkar þetta sem aðför gegn sér.“ Hún segir halla á hlutföll í flokknum enda komi formaður og þingflokksformaður báðir úr sama kjördæmi. „Það er ekkert launung- armál að okkur finnst eðlilegt að Reykjavík fái meira vægi.“ - ovd Segir átök innan Frjálslynda flokksins snúast um megna óánægju með Kristin: Umræðunni snúið á haus ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR SPÁNN, AP Tíu manns slösuðust þegar öflug bílasprengja sprakk í bænum Ondarroa í Baskalandi á Spáni í gærmorgun. Sprengjan var sprengd fyrir utan lögreglustöð í bænum og olli talsverðum skemmdum á byggingum. Þrír lögreglumenn og sjö almennir borgarar, þar á meðal fimmtán ára stúlka, slösuðust í sprengingunni. Önnur sprengja var sprengd nokkrum klukkustundum fyrr í borginni Vitoriu, höfuðborg Baskalands. Þar slasaðist enginn. Lögregla hefur greint frá því að aðskilnaðarsamtökin ETA séu ábyrg fyrir tilræðunum. - þeb Sprengingar í Baskalandi: Tíu særðir eftir bílasprengju LÖGREGLUMÁL Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Reykjanes- brautinni aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á ljósastaur. Nokkurt krap var á veginum þegar slysið varð vegna hagléls fyrr um nóttina. Þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut í gær- morgun með þeim afleiðingum að bíll hans hafnaði á rafmagns kassa. Engan sakaði í þessum óhöppum en bílarnir eru báðir nokkuð skemmdir auk þess sem ljósa- staurinn og rafmagnskassinn eru talsvert skemmdir. - ovd Hálka og krap vegna hagléls: Útafakstur á Reykjanesbraut LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgarnesi tók mann fyrir akstur undir áhrifum áfengis aðfaranótt sunnudags. Áður hafði lögreglan veitt aksturslagi mannsins eftirtekt þegar hún mætti honum á gatnamótum Skorradalsvegar og Borgarfjarðarbrautar. Við eftirgrennslan fannst bíll mannsins utan vegar og leikur grunur á að maðurinn hafi ætlað að fela sig fyrir lögreglunni. Var hann því færður á lögreglu- stöð til skýrslu- og sýnatöku en sleppt að því loknu. - ovd Ölvunarakstur í Borgarfirði: Faldi sig fyrir lögreglunni KÍNA Mörg lönd hafa stöðvað inn- flutning á kínverskum mjólkurvör- um eftir að melamín fannst í þurr- mjólk fyrir ungbörn og fleiri vörum. Bandaríkjamenn hafa stöðvað innflutning á fiski frá Kína af ótta við að melamín leynist í fisk- inum. Í Japan hefur kínverskt sæta- brauð verið innkallað. Kínversk stjórnvöld óttast að hneykslið hafi neikvæð áhrif á útflutning. Yfirmaður matvæla- fyrirtækis hefur verið dæmdur til dauða fyrir mútur. Forseti Kína ávítaði nýlega embættismenn fyrir vanrækslu í starfi og kínverska rík- isstjórnin lofaði nægum birgðum af ómengaðri þurrmjólk. Ráðist var í aðgerðirnar í kjölfar eins versta matvælahneykslis sem komið hefur upp í landinu. Fjögur kínversk ungbörn hafa látist, yfir 100 eru hætt komin og tæplega 13 þúsund börn eru veik eftir að hafa drukkið þurrmjólk drýgða með melamíni. Melamín hefur einnig fundist í mjólk, ís og jógúrt. Rannsókn kínverskrar lög- reglu stendur yfir. Yfirvöld hafa fundið melamín í um sjötíu mjólk- urvörum frá meira en tuttugu fram- leiðendum. Mesta melamínið hefur fundist í þurrmjólk frá Sanlu. Verslanir hafa tæmt hillur með þurrmjólk og öðrum vörum. Tæplega 70 af 175 kínverskum þurrmjólkurframleiðendum hafa stöðvað framleiðslu sína og þrír stærstu framleiðendurnir, Yili, Mengniu og Sanlu, hafa dregið framleiðslu sína af markaði. Sænska fyrirtækið Arla, sem hefur verið í samstarfi við Mengniu, hefur ákveðið að hætta framleiðslu í Kína. Í Hong Kong hefur þurr- mjólk frá Nestlé verið afturkölluð. Melamín getur leitt til nýrnasteina og þvagvandamála. Skemmdir á nýrum geta leitt til dauða. Í Kína var melamín notað til að vatns- blönduð mjólkin sýndi hærra prót- eininnihald. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Reykjavíkurborg, telur að engar líkur séu á melamínmeng- un í innfluttum vörum á Íslandi. - ghs Kínversk stjórnvöld óttast að matvælahneykslið hafi neikvæð áhrif: Mörg lönd stöðva innflutning Á SJÚKRAHÚSI Kínverskt foreldri með barnið sitt á sjúkrahúsi eftir að hafa gefið því melamínmengaða þurrmjólk. MELAMÍN EKKI Á ÍSLANDI Melamín hefur aldrei fundist í þurrmjólkurdufti á Íslandi. Fyrir meira en tuttugu árum varð hins vegar slys á fæðingardeildinni á Landspítalanum þar sem sjald- gæfur sýkill, sakasaki, fannst í þurr- mjólkurdufti fyrir ungbörn. Þegar mjólkin var endurupphituð náði sýkillinn að fjölga sér mikið. Þrjú börn sýktust, eitt barn lést og tvö urðu fyrir skaða. Málið var rann- sakað og skaðabætur greiddar. SIGUR Í HÖFN Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal fagnaði sigri sínum á Bandaríkjamanninum Andy Roddick innilega í gær. Þeir áttust við í nauta- atshring í Madríd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.