Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 12
12 22. september 2008 MÁNUDAGUR 22.-28. september 2008 Styrktu stöðu þína! DÓMSMÁL Eigendur jarðarinnar Eiðis á Langanesi ætla aftur að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna úrgangs sem skilinn var eftir á Heiðarfjalli þegar ratsjár- stöð hersins þar var lokað. Eigendur Eiðis hafa áður stefnt Bandaríkjunum fyrir íslenska dómstóla en málinu var vísað frá. Eigendurnir vilja að Bandaríkja- menn hreinsi margvíslegan meng- aðan úrgang, meðal annars gríðar- legt magn blýrafgeyma og spenna með PCB-olíu, sem þeir segja ógna ferskvatnsbirgðum inni í fjallinu. Bæði bandarísk og íslensk stjórnvöld hafa vísað öllum kröf- um landeigendanna á bug, jafnvel þótt yfirvöld í Þistilfirði hafi tekið undir kröfurnar, nú síðast í bréfi hreppstjóra Langanesbyggðar til sendiherra Bandaríkjanna í febrúar. Í bréfi Langanesbyggðar er vísað til þess að við brottför bandaríska herliðsins frá Íslandi aflétti utanríkisráðuneytið leynd af sérstökum viðauka við varnar- samninginn frá 8. maí 1951. Þar sé skýrt ákvæði um að hernum beri hreinsa til eftir sig eins vel og hægt sé. Það hafi ekki verið gert á Heiðarfjalli og úr því verði að bæta. Bréfi Langanesbyggðar hefur enn ekki verið svarað. Í drögum að nýrri stefnu eig- enda Eiðis er einnig vísað til hins leynda viðauka. „Með því að leyniskjal þetta hefur verið opinberað þá er orðin breyting og ljóst er orðið að í varnar samningnum er ákvæði um að Bandaríkin hafi samningsskuld- bindingar í þessu máli, sem þau hafa ekki staðið við, en þeim ber að uppfylla,“ segir í stefnu- drögunum og vitnað til áttundu greinar viðaukans frá 1951: „Eigi er Bandaríkjunum skylt að afhenda Íslandi samningssvæðin við lok samnings þessa í sama ástandi, sem þau voru í, er Banda- ríkin fengu þau til afnota. Þó skulu Bandaríkin við brottför af samn- ingssvæðunum, eftir því sem við verður komið, flytja burtu úrgangsefni, eyða þeim eða á annan hátt ganga frá þeim,“ segir í viðaukanum. „Einföld staðreynd málsins er sú, að Bandaríkin eru með úrgangs- efni í viðvarandi og áframhaldandi geymslu inn á fyrrum samnings- svæði, eigninni H-2 á Heiðarfjalli á Langanesi án nokkurs samnings við eigendur og í algjöru heimild- arleysi og ólöglega frá upphafi,“ segir í væntanlegri stefnu. Eigendur Eiðis eru bræðurnir Björn og Hákon Erlendssynir og bræðurnir Vilhjálmur Auðun, Sig- urður og Jón Ársæll Þórðarsynir. gar@frettabladid.is Leynd aflétt og enn stefnt á Heiðarfjalli Eigendur Eiðis á Langanesi höfða nýtt dómsmál til að freista þess að knýja Bandaríkin til að hreinsa upp mengaðan úrang eftir ratsjárstöð á Heiðarfjalli. Vísa þeir í viðauka við varnarsamninginn sem leynd var yfir þar til í fyrra. Á HEIÐARFJALLI Landeigendur telja að þúsundir tonna af úrgangi með spilliefnum og öðru mannvirkjarusli hafi verið grafnar og skildar eftir þegar ratsjárstöðinni á Heiðarfjalli var lokað árið 1970. NÁTTÚRUVERND Fyrirtæki sem reka jarðvarma- virkjanir þurfa að taka á loftmengun frá virkjununum af meiri festu, segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Hann segir að hingað til hafi verið farið fram af meira kappi en forsjá. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands fundu nýverið dæmi um verulegar skemmdir á mosa í nágrenni Hellisheiðar- virkjunar og Reykjanesvirkjunar. Talið er að brennisteinsmengun frá virkjununum valdi skemmdunum, þótt það hafi ekki verið staðfest. „Jarðvarmabransinn er ekki eins grænn og menn vilja meina,“ segir Bergur. Þar vísar hann til staðbundinnar loftmengunar, auk þess sem gróðurhúsalofttegundir séu losaðar frá jarðvarmavirkjunum. Slík losun er þó mun minni en frá sambærilegum orkuverum sem brenna olíu, kolum eða gasi. Bergur bendir á að svokallað orkuver sex hafi verið tekið í notkun við Reykjanesvirkjun síðastliðið vor, og mögulega hafi aukin orkuframleiðsla haft þessi áhrif. Bergur segir tvær lausnir á loftmengun frá jarðvarmavirkjunum. Annars vegar geti fyrirtækin fjárfest í betri mengunarvörnum. Hins vegar mætti skilgreina ákveðið þynningar svæði í nágrenni slíkra virkjana, og sætta sig við mengun á slíkum svæðum. - bj Landvernd segir farið fram af meira kappi en forsjá við jarðvarmavirkjanir: Bregðast þarf við mengun frá jarðvarmavirkjunum DAUÐUR MOSI Á mynd sem starfsmaður Náttúrufræði- stofnunar tók við Reykjanesvirkjun nýverið sést hvernig mosi hefur drepist í nágrenni virkjunarinnar. MYND/SIGURÐUR H. MAGNÚSSON Mikið um ölvunarakstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók átta ökumenn fyrir ölvunarakstur í fyrrinótt. Nokkur erill var hjá lögregl- unni þá nóttina en engin alvarleg mál komu upp. Ók ölvaður í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum tók öku- mann fyrir ölvunarakstur í Reykjanes- bæ í fyrrinótt. Maðurinn var færður á lögreglustöð til skýrslutöku en sleppt að því loknu. LÖGREGLUFRÉTTIR INDLAND Lögreglan í Nýju-Delí hefur handtekið þrjá íslamska vígamenn sem taldir eru viðriðnir sprengjuárásir í borginni í síðustu viku sem varð 21 að bana. Mennirnir þrír voru handteknir seint á laugardagskvöld. Mennirnir eru taldir tengjast öfgahópi sem hefur verið í tengslum við íslamska stúdenta- hreyfingu sem var bönnuð árið 2001. - kh Þrír handteknir í Nýju-Delí: Grunaðir um sprengjuárásir Bílvelta í Mjóafirði Ökumaður bíls slapp lítð meiddur þegar hann velti bíl sínum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um hádegis bil í gær. Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum og fékk far hjá vegfaranda til Ísa- fjarðar. Bíllinn er nokkuð skemmdur. Óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Vestfjörðum tók tvo öku- menn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og sýnatöku. Óku undir áhrifum áfengis Lögreglan á Selfossi tók tvo ökumenn fyrir akstur undir áhrifum áfengis aðfaranótt sunnudags. Þeir voru færðir á lögreglustöð til skýrslu- og sýnatöku en sleppt að því loknu. LÖGREGLUFRÉTTIR FÉLAGSMÁL Öryrkjar, sem hafa lága aldurstengda örorkuuppbót, njóta mests ávinnings vegna reglugerðar sem nýlega hefur verið undirrituð. Áætlað er að tekjur rúmlega 750 örorkulífeyr- isþega hækki um 10 þúsund eða meira á mánuði. Hækkunin getur mest numið um 16 þúsund krónum á mánuði. Reglugerð tryggir lífeyris- þegum ákveðna lágmarksfram- færslu og miðast greiðslur við 1. september. Eftir breytinguna hafa lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í þrettán ár, samkvæmt tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðu- neyti. Samtals munu ríflega 4.000 einstaklingar fá greiðslur á grundvelli reglugerðarinnar, um 2.100 ellilífeyrisþegar og tæplega 1.900 örorkulífeyrisþegar. - ghs Lífeyrisþegar: Fá hækkun með nýrri reglugerð OKTÓBERFEST Stúlka í hefðbundnum bæverskum klæðnaði tók þátt í opn- unarhátíð Októberfests í München í Þýskalandi á laugardag. Búist er við því að um sex milljónir manna leggi leið sína til borgarinnar á meðan hátíðin stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.