Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 14
14 22. september 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G S amgöngur í sátt við umhverfið, meðal annars raf- væddar samgöngur, voru til umfjöllunar á ráðstefnu í Reykjavík í liðinni viku, Driving Sustainability 08. Ráðstefnan, sem nú er haldin annað árið í röð, er til marks um vaxandi áhuga, og einnig grósku, sem er í þróuninni í átt til umhverfisvænni samgangna. Meðal helstu tíðinda á ráðstefnunni var undirritun iðnaðar- ráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, og forsvarsmanna japanska bílaframleiðandans Mitsubishi á tveimur vilja- yfirlýsingum. Markmið þeirra er að sögn ráðherrans að stuðla að því að gera Íslendingum kleift að nýta sem mest innlenda orkugjafa í samgöngum og segir hann þær áfanga að því marki að Ísland verði óháð olíu og bensíni. Yfirlýsingarnar snúast annars vegar um prófanir hérlendis á rafbílum og hins vegar um þróun þjónustunets fyrir rafbíla og fleira sem styður langtímaáform um að íslenskt samfélag verði í framtíðinni óháð jarðefnaeldsneyti. Í samtali við Fréttablaðið á laugardag sagði Össur að ríkis- stjórnin þyrfti að tryggja breytingar á skattareglum og lögum til að ýta undir komu rafbíla á íslenskan markað. Það er mat hans að með samstilltu átaki ráðuneyta, ekki síst fjármálaráðu- neytis ætti að takast hratt að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa með það að lokamarkmiði að gera Ísland algerlega óháð olíu og bensíni. Allt útlit er fyrir að á allra næstu árum muni framboð á fjöl- skyldubílum sem ganga fyrir rafmagni aukast verulega. Það getur því skipt sköpum um það hvort þessi farartæki teljast raunhæfur valkostur að ytra umhverfið greiði fremur fyrir notkun þeirra en hitt. Hér er þá átt við hvort tveggja að þjón- usta við rafknúna bíla sé aðgengileg og skattaumhverfið aðlað- andi. Ljóst er að vaxandi áhugi er meðal almennings á að ferðast á umhverfisvænni hátt en tíðkast hefur. Til marks um það er aukinn áhugi neytenda á sparneytnum bílum og sístækkandi hópur hjólreiðamanna sem farnir eru að láta í sér heyra og gera kröfur um að komið sé til móts við þarfir þeirra. Einnig má nefna Vespuæðið sem gripið hefur þjóðina. Orð eru til alls fyrst og viljayfirlýsingar til marks um góðan hug. Það sem telur eru þó raunverulegar aðgerðir. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, ekki síst hvernig iðnaðarráðherra gengur að virkja ríkisstjórn Íslands í því verkefni að greiða fyrir notkun umhverfisvænni farartækja. Ekki má heldur gleyma því að almenningur getur lagt sitt af mörkum með því að nota almenningssamgöngur, sameinast í bíla, hjóla og ganga. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að það er ekki sjálfsagður hlutur að nota orkufrekt farartæki nánast eins og yfirhöfn. Markið sett á að gera Ísland óháð olíu: Rafbílar boðnir velkomnir STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um heil- brigðismál Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónust- una. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkra- tryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigð- isþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brús- ann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu“ væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einka- vinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjald- frjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunveru- lega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Meðhjálpari fær klapp á kollinn ÖGMUNDUR JÓNASSON Á þessu ári, þann 13. október, hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni. Þannig halda þeir áfram að þvælast hvor fyrir öðrum, Steinn og Tómas. Sagan segir að Steinn hafi sent Tómasi fyrstu bókina sína með áletruninni: með þökk fyrir lánið, svo mjög gæti áhrifa frá Tómasi á ljóð Steins. Sjálfur hef ég ekki komið auga á þau að öðru leyti en að ljóðin gerast mestan part á götum Reykjavíkur eins og eldri ljóð Tómasar gerðu sum, hafa langar ljóðlínur og einhvern svolítið hátíðlegan og íronískan samræðutón – og þar eru stundum ungar stúlkur sem vindurinn leikur sér hlæjandi í hárinu á.... Sagan segir líka að í einhverju stórafmæli Tómasar hafi Steinn látið ganga til hans miða gegnum hendur allra gesta svo að allir gátu lesið: „Hér situr Tómas skáld með bros á brá, / bjartur á svip sem fyrsta morgunsárið. / Ó hve mig vinur tekur sárt að sjá / að sálin skyldi grána fyrr en hárið.“ Og ólíkir voru þeir. Glettni Tómasar var græskulaus en húmor Steins svo beittur að naumast er hægt að kalla hann glettni; Tómas var andvígur háttleysu ungur skáldanna en Steinn fagnaði nýjungunum og gaf meira að segja út dánarvottorð hins hefðbundna ljóðforms – tók þátt í hræringum tímans. Þótt hann væri í rauninni síðasta skáld gamla tímans var hann líka fyrsta skáld nýja tímans. Tómas var skáld stúdentshúfunnar, hinna rallhálfu lögfræðinga sem tóku bóhemískar rispur frá landstjórninni en fundu kannski ekki eldinn á ný. Steinn var skáld þess fólks sem enga stúdentshúfu átti og þeirra sem ekkert áttu nema eldinn; lesendahópur hans voru „tvö fátæk börn“ sem sátu í garðinum; hann var skáld þeirra umkomulausu, blönku, ungu, svöngu – og næmu. Hann sagðist í ljóði sínu vera „réttur og sléttur ræfill“ en hljómaði í stoltu allsleysi sínu eins og aristókrat. Ljóð hans voru „söngur hins þjáða, / hins sjúka, hins vitfirrta lífs / í sótthita dagsins“ eins og segir í Ljóði án lags. Þar klykkir hann út með línunni: „En þið heyrðuð það ekki“. Og samt varð hann vinsælasta skáld aldarinnar, þótt valdaöflin í menningarlífi landsmanna séu enn í hálfgerðu basli með hann ef marka má hina opinberu þögn um hann. „Inn um bakdyr eilífðarinnar“ Í mínu ungdæmi og lengi fram eftir virtust allir fá Kvæðasafn og greinar í fermingargjöf og gátu þar með byrjað sjálfan fermingar- daginn á þessu guðspjalli hins guðlausa exístensíalisma. Furðu margir fóru að blaða bókinni á á gráum rigningardögum fyrir tölvuöld, sumir gutlandi á gítar um leið (ekkert skáld hefur fengið við ljóð sín fleiri vond lög). Glottandi tómhyggjan og absúrd- húmorinn var svar við gluggaveðri og gráma viðreisnaráranna, súldinni og soðnu ýsunni. Þver- sagnirnar nærðu hugann eins og heilabrot; óvænt tilfinningasemin og töffaraleg viðkvæmnin ýfði geðið, og hnífsbragð hinnar hárbeittu lokalínu gat breytt gjörvallri sýn manns á heiminn – og náttúrlega allar þessar „bláfextu hugsanir“ sem hverfa „inn um bakdyr eilífðarinnar“ „eins og blóðjárnaðir hestar“... Í þessum ljóðum var einhver æska. Einhver kraftmikil upp- reisnargirni sem rímaði vel við vaknandi rokkmúsík þessara ára – eitthvert sambland af kæruleysi og heift sem lýsir sér í línunni „En þið heyrðuð það ekki“ og minnir á attitúdið sem við sáum í myndum á borð við Rebel Without a Cause og heyrðum í bítlagarginu. Auðvitað fullmikið sagt að Steinn Steinarr hafi verið fyrsti rokkarinn – en er ekki viss skyldleiki? „Ekkert ekkert...“ Steinn var hvað sem öðru líður skáldið sem færði okkur tilgangs- leysið á tímum þegar hugmynda- fræði hins gamla var á hverfanda hveli. Hann tókst á við guðlausa veröld af æðruleysi, húmor og fullkomnu vonleysi. Ljóð eftir ljóð endar á dimmum hlátri eða holum rómi sem drynur í: ekkert, ekkert. Skáldið berst um á hæl og hnakka en bíður ósigur. Og hann kvaðst á við fjandann. Og smám saman skynjar maður að til einhvers er ort. Eða öllu heldur – hann sleppur um síðir undan holum rómi Einskis og inn í ljóð sitt þar sem er Allt. Tíminn og vatnið er ballett gerður úr orðum þar sem hversdagmerking er leyst upp og orðin dansa: gildi ljóðanna felst í þeim sjálfum og fegurð þeirra. Og þar með axlar skáldið ábyrgð sína í guðlausum heimi – að nýta frelsið og skapa heim. Á ári Steinsins GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Steinn Steinarr Heilræði Á forsíðu Morgunblaðsins á sunnudag- inn var sagt frá því að fundist hefðu áður óþekktar heilræðavísur eftir Hall- dór Laxness og að þar væri fundinn elsti varðveitti kveðskapur Halldórs. Haft er eftir Halldóri Guðmundssyni rithöfundi að um heilræðavísur í þjóðkvæðastíl sé að ræða en sá svipur sé einmitt á þekktustu vísu Laxness frá æsku- árunum, sem finna má í bókinni Barn náttúrunnar. Þá segir að blaðið hafi haft samband við fjölmarga sérfræðinga í kveðskap og þjóðháttum en enginn þeirra hafi heyrt vísurnar. Því bendi allt til þess að Halldór Laxness sé höfundurinn. Á bloggsíðu sinni bendir Guðmundur Magnússon hins vegar á að hann hafi fundið hluta vísunnar á vef Skjalasafns Skagafjarðar þar sem hún sé eignuð Þorleifi Jónssyni á Hjallalandi í Vatnsdal. Guðmundur skaut þar fjölmörgum sér- fræðingum í kveðskap og þjóðháttum ref fyrir rass með einföldu gúgli. Meirihlutinn Bjarni Harðarson alþingismaður gerir á heimasíðu sinni athugasemd við að talað sé um að aldrei fyrr hafi fleiri Íslendingar verið hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Segist hann hafa séð á heima- síðu Samtaka iðnaðarins sannanir fyrir því að árið 2002 hafi 67 prósent landsmanna verið hlynnt aðild en nú vilji aðeins sextíu prósent landsmanna að Ísland sæki um aðild að ESB. Skjótt skipast veður í lofti Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra veitti í gær Fjármálaeftirlitinu heimild til að banna skortsölu ef slíkt ógnaði fjármálastöðuleikanum. Hins vegar minnir Andrés Jónsson á það á bloggsíðu sinni að fáeinar vikur séu frá því að forstjóri Kauphallar Íslands sagði í blaðaviðtali það standa Íslendingum fyrir þrifum að íslenskir lífeyrissjóðir mættu ekki lána bréf til skortsölu. „Hann kallaði eftir breytingu á þessum reglum, því það myndi dýpka markaðinn,“ segir Andrés og spyr hvað forstjórinn segi nú. olav@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.