Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Sá innanstokksmunur sem ég tengist mest þessa dagana er borðstofuborð sem ég á í ástar- haturs-sambandi við,“ segir Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður þar sem hann situr og handmálar á það borðdúk í tyrkneskum stíl. „Ég hef verið að mála litríkar mottur beint á gólf og húsgögn meðfram því að mála myndir, og fékk þetta borð til mín í fóstur fyrir nokkrum mánuðum síðan, til að leiðbeina eigendum þess við að mála á það munstur. En vopnin hafa snúist í höndum mér og nú er ég í kapphlaupi við tímann að ljúka við borðdúkinn því borðinu ætlum við að stilla fram á sýningunni Trommusóló í Kling og Bang-galleríi 4. október,“ segir Davíð Örn, viss um að sakna borðsins sárt þegar það fer aftur til sinna gömlu eigenda að sýningu lokinni. „Mér er farið að þykja vænt um borðið en það er dálítið pirrandi ástand að grúfa sig ofan í það daglangt þegar frekar ætti að vera á því gómsætur matur. Ég er þó með loforð upp á vasann um að mega koma hvenær sem er og snæða við borðið. Það verða launin mín,“ segir Davíð Örn sem heillast af munstrum sem rata inn og út úr málverkum hans og húsmunum. „Heimili mitt og vinnustofa eru eitt og skreytt Ikea-húsgögnum um allt. Mér hefur þótt gaman að flikka upp á afkáraleg húsgögn og hafa nokkrar kommóður og litlir skápar sem ég hef fengist við ratað heim til annarra, sem allir virðast sáttir,“ segir Davíð Örn sem ljúka mun verkinu með glæru lakki svo slitþolið verði eins og á fínasta Formica-borði. „Þetta verður gróft í speglun og munstri, rétt eins og hefð er fyrir á Tyrklandi þar sem að minnsta kosti einn galli verður að sjást í teppum því ekkert er full- komið nema guð.“ thordis@frettabladid.is Ekkert fullkomnara en guð Í gamla hluta Reykjavíkur situr listamaður með pensla og liti við gamalt borðstofuborð. Í hjarta hans hrærist söknuður og fæð á mublu sem í framtíð mun færa öllum gleði en kostar nú streð, krafta og tíma. Davíð segir það verða að koma í ljós hvort litadýrð og munsturgerð standist tímans tönn og kannski verði hógvær dúkur kominn yfir handmálaðan borðdúkinn á jólum 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BLÓM setja fallegan svip á heimilið og geta einnig stuðlað að jafnvægi í réttu samhengi. Það er í það minnsta eitt af þeim atriðum sem talað er um í feng shui-fræðunum en námskeiðið Feng shui fyrir heimili er í boði hjá Mími símenntun 7.-14. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.mimir.is. UPPLÝSINGAR O s ng Mjódd Næsta námskeið hefst 26. sept. n.k. • 5 tímar í skvass • 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling • 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar • frír mánuður fyrir vin • tækjakennsla • bolur • brúsi Sport Klúbburinn Alla þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.