Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 18
Mikilvægt er að hreinsa úr renn- um til að hindra vatnsflóð. „Fólk skilur oft ekki þegar vatn fer að flæða úr rennunum. Vanda- málið er kannski að húseigendur hafa ekki fjarlægt laufblöð og drullu sem safnast fyrir í rennun- um,“ segir Geir Garðarsson, sölu- maður hjá fyrirtækinu Hagblikk, sem selur innfluttar álrennur frá Grövik Verk í Noregi. „Góð regla er að hreinsa reglulega lauf úr rennum. Nú fást líka laufsíur sem eiga að hindra að laufin setjist í beygjurnar í rörunum, það er í niðurfallsbeygjurnar.“ Spurður um hverslags rennur henti best, segir Geir það háð aðstæðum. „Þakrennur úr áli ryðga hvorki né brotna og eru við- haldsfríar. Þær þykja frekar ein- faldar í uppsetningu, en kítta þarf vel upp í endabotnana til að hindra hugsanlegan leka. Svo verður að passa að sumir málmar, svo sem kopar og ál, passa ekki saman,“ bendir hann á. „Plastrennur standa þó alltaf fyrir sínu og hafa leyst mörg vandamál, enda ryðga þær hvorki né tærast. Plastið getur legið utan í hvaða málmi sem er, en hefur tilhneigingu til að brotna þegar mjög kalt er úti á veturna.“ Hann bætir við að algengur mis- skilningur sé að þakrennur úr áli séu mun dýrari kostur en þak- rennur úr plasti. „Svo þarf ekki alltaf að vera. Verðið á álþakrenn- unum ræðst bara oft af því hvaða fylgihlutir eru notaðir með þeim.“ vala@hi.is Regluleg umhirða Gömul húsgögn og gamlar innrétt- ingar geta verið smart auk þess sem notkun þeirra í lengstu lög er auðvitað umhverfisvæn. Í ríkjandi efnahags- og umhverfis ástandi eru margir sem dusta rykið af gömlum húsgögn- um og blanda þeim við ný eða leyfa gömlu innréttingunum að vera. Útkoman er alls ekki svo galin og skilar sér oft í notalegri heimkynnum. Þó er ekkert sem segir að hverfa þurfi alfarið til fortíðar og getur til dæmis komið mjög vel út að blanda nýlegum vaski eða stál- eldavél við gamla og sjarmerandi eldhúsinnréttingu. Gamalt og nýtt í bland Nýju og gömlu má blanda saman með góðri útkomu. PENSILL er nauðsynlegur þegar málað er, en málningarvinna getur verið vafningasöm. Það fer eftir því hvað á að mála. Ýmis ráð og leiðbeining- ar við málningarvinnu má nálgast á vefsíðu Slipp- félagsins, www.slippfelagid.is Geir segir áríðandi að hreinsa lauf og drullu reglulega úr rennum til að hindra að vatnsflóð verðif. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mary Hermes Barbara Paula SÓFASETT Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.