Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 34
18 22. september 2008 MÁNUDAGUR ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Øverli Hver sá sem hefur gengið í gengum barnaskóla hefur kynnst boltaíþróttum og þeirri ógn og skelfingu sem óhjákvæmilega fylgir þátttöku í þeim. Það er að segja, niðurlægingin sem fylgir þátttöku ef maður er lélegur í boltaíþróttum; ef maður er framúrskarandi íþróttamaður fylgir því ekkert annað en upphefð að leika sér með bolta. Á móti kemur að fólk sem ekki ber ör á sálinni eftir íþróttaástundun æskuáranna missti klárlega af afar mótandi reynslu og hefur í dag einhvers konar lina amöbu í stað persónuleika. En aftur að niðurlægingunni. Í augum flestra barna eru liðleiki, styrkur og hraði eftirsóknarverð- ari eiginleikar en gott minni og skilningsgáfa. Það er því óendan- lega mikið meira niðurlægjandi að vera lélegur í leikfimi en lélegur í stærðfræði eða lestri. Vikulegur leikfimitíminn verður í hugum horrengla og fitubolla líkastur heimsókn til Víetnam á sjöunda áratugnum; bara stanslausar árásir, grimmd og engin miskunn. En mannapinn er fljótur að koma sér upp varnarviðbrögðum sem og flótta- áætlunum; þannig eru ótrúlega ung börn snögg upp á lagið með að barma sér yfir ýmsum kvillum sem leysa þau, tímabundið eða til frambúðar, undan því að þurfa að stunda líkamsrækt með bekkjarfélögum sínum. Eftir því sem börnin eldast gera þau sér svo betur og betur grein fyrir því að fólki er illa við að væna annað fólk um lygi, meira að segja þó að lygarinn sé barn og sá sem logið er að fullorðinn valdhafi. Því verða þau óragari við að beita ótrúlegustu brögðum til að skorast undan leikfimi þar til hryllingnum lýkur loks við útskrift úr menntaskóla. Þá hafa þau lina vöðva en stálslegna getu til að víkja sér undan. Niðurlæging og persónuleiki NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir Svona já! Þarna sjáum við litla engilinn ykkar! Ooooo! Á ég að reyna að stækka myndina? Jáááá! HAHAHA! Þetta er lítill brandari hjá mér! Ég held að ég hafi misst vatnið! Stundum finnst mér ég vera ömurlegt foreldri! Hvaða hvaða! Af hverju? Ég þekki son minn varla! Hann kemur heim úr skólanum, tæmir ísskápinn og fer inn í herbergið sitt! Ef það hjálpar þér eitthvað sagði mamma Gandhis eflaust það sama þegar hann var unglingur. Já, en, Kaba, hann borðar bara og borðar! Svona, svona, Putlibai ... Hmm... þarfnast mikillar viðgerð- ar - verður ekki ódýrt... Upphaf bifvélavirkjunar Hvar get ég orðið gæludýr? Halló? Rúnar bað að heilsa. Þú átt mjög merkilega vini! Zúúber snýr aftur! Þrjár góðar ástæður til að vakna kl. 7 á morgnanna! 66.3% landsmanna undir fertugu hlustar á FM957 Meðaldekkun á viku frá áramótum – skv. Capacent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.