Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 22. september 2008 19 Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tón- leikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafn- dægrum, og leikur norræna tónlist. Á efnisskrá tónleikanna má meðal annars finna einleiks- og kammerverk frá barokktímanum, klass- íska tímanum og nútímanum eftir tónskáld á borð við Jörgen Bentzon, Johann Romann, Áskel Másson, Haf- liða Hallgrímsson og Bernhard Crusell. Flytjendur eru þau Ármann Helgason klarinettu- leikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992. Hópur- inn hefur meðal annars leikið á Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykjavík, Norrænum músíkdögum, Sal- isbury hátíðinni í Bretlandi og gefið út geisladisk með verkum eftir W. A. Mozart. Camerarctica var Tónlist- arhópur Reykjavíkurborgar árið 2005. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en þeir eru unnir í samstarfi við Norræna húsið og Tónlistarsjóð. -vþ Norrænir tónar á haustjafndægrum CAMMERARCTICA Kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. www.tmsoftware.is Dagskrá Á ráðstefnunni verður farið yfir lausnir og reynslu TM Software sem leiða til hagræðingar fyrir fyrirtæki í rekstri tölvukerfa. Þrír gestafyrirlesarar segja frá sinni reynslu. 13:00 – Opnun 13:10 – Fyrri hluti · Notendaþjónusta og kerfisrekstur · Óskar J. Sandholt – framkvæmdastj. fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar · Ráðgjöf – úttektir, innleiðingar, lausnir sem henta · Microsoft Small og Essential Business Servers · SharePoint lausnir – skjalastýring og ferli · Citrix – fjarvinnslulausnir · Netkerfi – rekstur og lausnir 15:00 – Hlé og léttar veitingar 15:15 – Seinni hluti · Kristján Þór Hallbjörnsson – forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Eimskips · IP símkerfi · Innkaupaþjónusta – val á búnaði og leyfum · Upplýsingaöryggi – öruggir notendur · Hjörtur Þorgilsson – upplýsingatæknistjóri Icelandair · Pallborðsumræður 16:30 – Léttar veitingar Þátttaka er ókeypis. Hjá TM Software starfa um 230 starfsmenn sem hafa áralanga reynslu af hagræðingu í rekstri tölvukerfa og leita sífellt leiða til að nota upplýsingatækni við að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja. Dagsetning: 26. september Tímasetning: 13 - 17 Staðsetning: TM Software Urðarhvarfi 6 í Kópavogi Skráning: Skráning er nauðsynleg og fer fram á: www.tmsoftware.is eða í síma 545 3000 fyrir kl. 17 fimmtudaginn 25. september. Urðarhvarf 6 203 Kópavogur Sími 545 3000 Skipagata 18 600 Akureyri Sími 545 3500 info@tmsoftware.is Ráðstefna TM Software 26. september Hagræðing í upplýsingatækni Ur ða rh va rf En n is h va rf UrðarhvarfVíkurhvarf ns en da hv ar f Vat Ögurhvarf Breiðholtsbraut BREIÐHOLT NORÐLINGAHOLT Nýtt hefti Þjóðmála er komið út og hefur vakið nokkra athygli sökum greinar Óla Björns Kárasonar um Sjálfstæðis- flokkinn. Margt annað efni er í heftinu: Gunnar Rögnvaldsson skrifar um frelsi Evrópubandalags- ins, Vilhjálmur Eyþórsson skil- greinir flathyggj- una, Júlíus Sigur- þórsson skannar veldi Rússa um þessar mundir, Þórdís Bachmann fjallar um Ólympíuleikana í Kína. Ritstjórinn, Jakob F. Ásgeirsson rekur sögu Varins lands. Fleiri greinar eru í heftinu auk ritdóma eftir, meðal annarra, Björn Bjarnason ráðherra um gamlar greinar Einar Más Jónssonar frá París 1968 sem nú eru komnar á bók. Þjóðlíf fæst hjá öllum betri bóksölum. Ritið, tímarit Hugvísindastofn-unar Háskóla Íslands, er komið út. Þetta fyrsta hefti ársins 2008 er helgað sögu og sjálfsmyndum. Anna Björg Þor- grímsdóttir skoðar hagnýtingu klisjunnar í ríkis- styrktu sýningar- haldi í landinu, Sigríður Matthí- asdóttir rekur þróun í orðræðu um kvenleika og eðli kvenna og Svanur Kristjánsson skoðar ótta karla við að missa völd. Sverrir Jakobsson skoðar sagnfræði í kenningastíu og Guðmundur Jónsson kannar átök hefðar og nýjunga í fræðigreininni. Fleira er að finna í Rit- inu en ritstjórar eru Björn Þorsteins- son og Gauti Kristmundsson. Tímarit Máls og menningar, 3. hefti ársins er komið út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. Efnið skiptist sem fyrr í umræður um menningafurðir og viðburði og greinar og ljóð. Jón Sen segir frá ferð sinni með Björk, Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá Valbjörgu Kristmundsdótt- ur, systur Steins Steinarr, Ástráður Eysteinsson skrif- ar um þýðingar Sigurðar A. Magnússonar á verkum Joyce, Jón Karl Helgason rekur sam- býli Jónasar Hallgrímssonar og Torf- hildar Hólm. Þá er birt í heftinu bréf Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns til föður síns sem lýsir sýningarferð hans til Þýskalands 1975. Ragnheiður Gestsdóttir birtir smásögu. Þá eru í heftinu ljóð eftir ýmsa, Lindu Vil- hjálmsdóttur, Ófeig Sigurðsson, Sölva Björn Sigurðsson og fleiri. NÝJAR BÆKUR Fjórðungur helstu óperuhúsa Ítalíu er á hausnum. Arena di Verona, sem hefur á undanförnum áratugum verið eitt helsta óperuhús heimsins undir beru lofti og sviðsetur stórar óperusýningar, er síðasta óperuhús- ið sem lendir á svörtum lista stjórnvalda á Ítalíu. Þau verða sam- kvæmt lögum að taka rekstur slíkra stofnana yfir fari skuldir yfir 30 prósent af eigin fé. Veróna, óperan í Napólí og Genúa eru í vandræðum. Samkvæmt fréttaritara Guardian í Róm kenna menn um sundurlyndi og deilum, lágum kost- unarsamningum og lélegri fjármálastjórn. Ítalska blaðið Stampa segir óskiljanlegt að Veróna með 16.000 gesti í sumar, rík- isstyrk og kostun sé rekin með tapi. Kristján Jóhannsson var lengi áber- andi söngvari á sviðinu í Veróna en þaðan voru gjarnan beinar útsend- ingar á stærri óperuverkum. - pbb Óperuhús á hausnum TÓNLIST Kristján Jóhannsson var lengi ein af stjörnum Óperunnar í Veróna sem nú er á hausnum. ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.