Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 46
30 22. september 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGI MAMMA? LÁRÉTT 2. vísað, 6. í röð, 8. andmæli, 9. suss, 11. tveir eins, 12. sæti, 14. geil, 16. nafnorð, 17. sjáðu, 18. námstímabil, 20. rykkorn, 21. kvenklæðnaður. LÓÐRÉTT 1. höfuð, 3. samanburðartenging, 4. skrautplanta, 5. að, 7. frilla, 10. sunna, 13. lærir, 15. mjög gamall, 16. nasaop, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. bent, 6. aá, 8. nei, 9. uss, 11. ll, 12. stóll, 14. kleif, 16. no, 17. sko, 18. önn, 20. ar, 21. sarí. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. en, 4. nellika, 5. til, 7. ástkona, 10. sól, 13. les, 15. forn, 16. nös, 19. nr. „Við vinnum á daginn og eyðum svo kvöldunum í að koma stofunni upp,“ segir Hanna Kristín Jónsdóttir hárgreiðslukona sem vinnur nú að því að breyta fyrrverandi bakaríi í hárgreiðslustofu, í Rjúpnasöl- um í Kópavogi. „Við Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir vinkona mín höfum unnið saman í fimm ár og lengi langað að opna stofu. Við fundum svo þetta húsnæði, þar sem bakaríi hafði verið lokað, og ákváðum að skella okkur á það,“ bætir hún við og segist ekki kvíða rekstrinum þrátt fyrir mikið krepputal í þjóðfélaginu. „Það er engin stofa alveg í næsta nágrenni við okkur. Við höfum báðar leigt stól á annarri stofu svo við þekkjum inn á reksturinn og höfum verið með okkar eigið batterí, bara í minna formi,“ segir Hanna Kristín sem mun opna stofuna Modus ásamt vinkonu sinni um mánaðamótin næstkomandi. „Við erum sjálfar í því að endurinnrétta og fáum hjálp frá fjölskyldumeðlimum. Það voru milliveggir, en það þurfti að gera alveg helling til að koma þessu í fínt stand,“ segir Hanna Kristín. - ag Breyta bakaríi í hárgreiðslustofu ENDURINNRÉTTA Á KVÖLDIN Hanna Kristín og Guðlaug Helga eyða nú flestum kvöldum í að endurinnrétta hárgreiðslustof- una sem mun opna um næstkomandi mánaðamót. Von er á tvöföldum diski með Tví- höfða í október. Vinnuheiti hans er Tvíhöfði lítur um öxl. Á öðrum disknum verður besta áður útgefna efnið að mati stjórnend- anna, á hinum óútgefið efni. Þessi magnaði útvarpsþáttur þeirra Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartans- sonar var í loftinu á ýmsum útvarpsstöðvum og með hléum frá 1996 til 2007. „Mér finnst þetta einstakt fyrir- bæri í Íslandssögunni og rosalega skemmtilegt og gagnlegt,“ segir Jón um Tvíhöfða. „Ég held að þátt- urinn hafi glatt marga og gert marga vinnuna skemmtilegri. Sjálfur vann ég meðal annars í Hampiðjunni með heyrnartól áður en ég byrjaði í útvarpinu og það var ekkert í boði til að hlusta á nema eitthvert endalaust mal. Tví- höfði var uppreisn gegn því. Og því miður held ég bara að sú upp- reisn hafi mistekist.“ Fjórar Tvíhöfðaplötur komu út þegar vinsældir Tvíhöfða voru sem mestar – Til hamingju (1998), Kondí fíling (1999) Sleikir hamst- ur (2000) og Konungleg skemmtun (2001) – og á þeim voru bæði skets- ar og ógleymanleg lög. Hvar man til dæmis ekki eftir lögum eins og „Gefum honum von“ og „Stuðlag- ið um Sigur Rós“. „Á disknum með óút- gefna efninu verður meðal annars yfirkenn- arinn, smásálin og eitt- tvö óútgefin lög,“ segir Jón. „Það verður líka eitthvað af Mústafa Nígeríu-svindlara. Við ætluðum alltaf að gera honum betur skil en þegar við fórum að athuga málið var búið að eyða mestu af því efni. Það eru samt einhverjir hápunktar til, eins og þegar hann fór að ríf- ast við Dr. Franken- stein og bað Woody Allen um að hætta að vera svona geðveik- an.“ Sigurjón Kjartans- son segir að Tvíhöfði væri eflaust enn í loft- inu ef það hefði ekki alltaf verið svona mikið basl að fá ein- hvern til að kosta þátt- inn. Síð- ast var Tvíhöfði með vikulegan þátt á Rás 2. „Ein aðalástæðan fyrir því að við héldum ekki áfram þar voru einhverjar breytingar á auglýs- ingadeildinni hjá þeim, sem er náttúrlega alveg fáránlegt,“ segir Sigurjón. „Ég stakk upp á því að við færum á Rás 1 en það var aldrei rætt almennilega. En af hverju ekki Tvíhöfði á Rás 1? Af hverju þarf sú stöð að hljóma endalaust eins og upplestur á ritgerðum eftir háskólafólk?“ Jón er sama sinnis og segist sakna útvarpsmennskunnar. Það sé margt í tíðarandanum og þjóðmálunum sem gaman væri að taka fyrir á hinn einstaka Tvíhöfða- hátt. „Ef það væri einhver frábær útvarpsstöð sem sæi vit í því að ráða Tvíhöfða til að sjá um morgunþátt þá værum við alveg geim.“ JÓN GNARR: MÚSTAFA NÍGERÍUSVINDLARI Á NÝJUM DISKI TVÍHÖFÐA Tvíhöfði lítur um öxl NÍGERÍUSVINDLARINN MÚSTAFA Hlustendur fylgdust andstuttir með viðskiptum Tvíhöfða við hann. AF HVERJU EKKI TVÍHÖFÐI Á RÁS 1? Jón og Sigurjón sakna útvarpssins. „Ég er víkingahöfðingi. Og senni- lega einhver minnsti víkinga- höfðingi sem sést hefur opinber- lega,“ segir Júlíus Brjánsson, eða Júlli Brjáns, leikari með meiru. Júlíus fer með burðarrullu í auglýsingu sem Saga film fram- leiðir fyrir ASÍ. Leikstjórar eru tvíeykið Sammi og Gunni en Enn- Emm auglýsingastofa hefur list- ræna yfirumsjón. Höfundur er Jón Gnarr sem segir Júlla snið- inn í hlutverkið og hafa staðið sig eins og hetja. „Þetta er skemmti- leg auglýsing og mikið í þetta lagt,“ segir Júlíus sem aldrei hefur íklæðst eins viðamiklu gervi þau 35 ár sem hann hefur verið í bransanum. „Glæsiklæðn- aður og allt er þetta mjög dramatískt. Tekið í fjörunni við Reynisdranga. Í baráttu við nátt- úruöflin eins og alvöru víkingar. Það byrjaði að hvessa, flæða að og öldugangur eftir því. Við áttum fótum fjör að launa og í basli við að bjarga tækjum og tólum og leikmynd,“ segir Júlli. Að sögn leikarans knáa er aug- lýsingin hugsuð sem hugleiðing um stéttaskiptingu; þrælar og víkingar. „Hvort hún hefur breyst og þroskast eins mikið í aldanna rás eins og við viljum vera láta“ Aðrir leikarar sem við sögu koma eru Didda, Erpur Eyvindarson og Jörundur Ragn- arsson. Stjarna Júlla skín nú skært. Hann er í Dagvaktinni sem faðir Ólafs Ragnars og nú þessi burð- arrulla í stórri auglýsingu. „Ég byrjaði á toppnum fyrir 35 árum sem Kaffibrúsakarl og síðan hefur leiðin legið niður á við. Nei, nei, stundum er mikið að gera og stundum minna. Stund- um er maður áberandi og stund- um ekki. Það er tilviljunum háð í hvaða verkefnum maður lendir. Þegar upp er staðið er það innri hamingjan sem máli skiptir.“ Og þú ert ríkur af henni? „Það er dagamunur á því.“ - jbg Júlli Brjáns sem vígalegur víkingur JÚLLI BRJÁNS Leikur í hverri rullunni á fætur annarri nú um stundir. Harry Knowles hjá nördasíðunni Ain’t it Cool er yfir sig ánægður með kvikmyndina Astropíu, sem hann sá á nördahátíðinni Fantastic Fest í Austin, Texas. Hann lýkur miklu lofsorði á handritið og ýmsar kórréttar nördatilvísanir í henni. Þá er hann ánægður með Ragnhildi Steinunni, sem hann segir minna á bæði Paris Hilton og Reese Witherspoon í útliti. Eitthvað er hann þó úti á túni með kærasta Ragnhildar í myndinni. Hann var sem kunnugt er leikinn af Davíð Þór Jónssyni, en Harry heldur að þetta sé sænski stórleikarinn Peter Stormare. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum er afar ósáttur við titil Kynlífsbiblí- unnar, sem nýverið kom út hjá JPV Bókaforlagi. Vill hann meina að gríðarlega ósmekklegt sé að nota orðið biblía í þessu sambandi. „Menn nudda sér utan í Krist til að njóta góðs af honum,“ sagði Gunnar í samtali við DV í vikunni. Svo skemmtilega vill til að þessum tilburðum sem Gunnar lýsir, að nudda sér upp við aðra til að njóta góðs af, er einmitt lýst í Kynlífs- biblíunni í ýmsum útfærslum, þar á meðal einni sem kölluð er að „þurrka spjótið“. -drg/kg FRÉTTIR AF FÓLKI „Auðvitað er ég afskaplega stolt af henni. Það sást strax á fyrsta ári að það var tónlist í henni. Það fór ekkert á milli mála þegar hún var að dilla sér fyrir framan útvarpið, en ekki óraði mann fyrir því þá að hún yrði það sem hún er í dag.“ Sigrún Einarsdóttir um dóttur sína Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, sem er betur þekkt sem tónlistarkonan Lay Low. Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper MEIRA EN 200 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Óstöðugt gengi krónunnar. 2. Lóð undir mosku. 3. 600 milljónir króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.